Farangurinn flæktist fyrir Gísla: „Kom beint af flugvellinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. maí 2024 09:01 Gísli Þorgeir var ferskur, nýkominn af flugvellinum fyrir fyrstu æfingu. Vísir/Arnar Gísli Þorgeir Kristjánsson kom beint af Keflavíkurflugvelli á landsliðsæfingu í fyrradag en liðsfélagi hans Janus Daði Smárason var kominn töluvert fyrr á svæðið. Miklum farangri Gísla var um að kenna. „Ferðadagurinn gekk þannig séð bara ljómandi vel. Ég þurfti að bíða eftir töskunum og kom beint af flugvellinum. Ég er bara ferskur.“ Af hverju var Janus mættur svo löngu á undan ykkur Ómari Inga? „Út af því að hann var sniðugur og tók ekki með tösku. Ég þurfti að bíða aðeins eftir henni. Það er bara þannig,“ segir Gísli. Var hann með svo mikið dót með sér? „Það er standard að koma með eitthvað að heiman og fara svo með yfir til Þýskalands og svona.“ Klippa: Farangurinn flæktist fyrir Gísla Þá er gaman að koma heim á klakann. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands og fínasta veður þegar maður lenti á flugvellinum, það er ekki oft sem það gerist. Maður er bara í ljómandi skapi,“ segir Gísli sem er í toppformi. „Standið er gott, við erum á góðu róli í Magdeburg. Persónulega líður mér mjög vel og er bara klár slaginn.“ Magdeburg er komið á topp þýsku deildarinnar og getur unnið alla þrjá titla sem í boði eru. Stefnan er sett hátt, að venju. „Það góða við þetta er að þetta er allt í okkar höndum. Við eigum leik til góða og einhverjir fimm leikir eftir. Ef við vinnum þrjá erum við meistarar, svo er gott að eiga Final four í Köln inni. Þetta er bara skemmtilegasti fasinn sem er eftir og hrikalega spenntur,“ segir Gísli sem er ekki síður spenntur fyrir landsliðsverkefninu gegn Eistum. „Líka bara spenna fyrir þessari viku hérna. Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og sýna hvað maður getur hérna. Við klárum þetta með stæl, vitum að við erum með betra lið en Eistarnir en við þurfum að svara fyrir ákveðin vonbrigði sem janúar var og koma með alvöru statement,“ segir Gísli. Er þetta skyldusigur? „Já, mér finnst það. Ef þú berð saman okkar lið og þeirra er klárt mál að við eigum að klára þetta lið.“ Ísland og Eistland mætast í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Laugardalshöll klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38 Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Ferðadagurinn gekk þannig séð bara ljómandi vel. Ég þurfti að bíða eftir töskunum og kom beint af flugvellinum. Ég er bara ferskur.“ Af hverju var Janus mættur svo löngu á undan ykkur Ómari Inga? „Út af því að hann var sniðugur og tók ekki með tösku. Ég þurfti að bíða aðeins eftir henni. Það er bara þannig,“ segir Gísli. Var hann með svo mikið dót með sér? „Það er standard að koma með eitthvað að heiman og fara svo með yfir til Þýskalands og svona.“ Klippa: Farangurinn flæktist fyrir Gísla Þá er gaman að koma heim á klakann. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands og fínasta veður þegar maður lenti á flugvellinum, það er ekki oft sem það gerist. Maður er bara í ljómandi skapi,“ segir Gísli sem er í toppformi. „Standið er gott, við erum á góðu róli í Magdeburg. Persónulega líður mér mjög vel og er bara klár slaginn.“ Magdeburg er komið á topp þýsku deildarinnar og getur unnið alla þrjá titla sem í boði eru. Stefnan er sett hátt, að venju. „Það góða við þetta er að þetta er allt í okkar höndum. Við eigum leik til góða og einhverjir fimm leikir eftir. Ef við vinnum þrjá erum við meistarar, svo er gott að eiga Final four í Köln inni. Þetta er bara skemmtilegasti fasinn sem er eftir og hrikalega spenntur,“ segir Gísli sem er ekki síður spenntur fyrir landsliðsverkefninu gegn Eistum. „Líka bara spenna fyrir þessari viku hérna. Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og sýna hvað maður getur hérna. Við klárum þetta með stæl, vitum að við erum með betra lið en Eistarnir en við þurfum að svara fyrir ákveðin vonbrigði sem janúar var og koma með alvöru statement,“ segir Gísli. Er þetta skyldusigur? „Já, mér finnst það. Ef þú berð saman okkar lið og þeirra er klárt mál að við eigum að klára þetta lið.“ Ísland og Eistland mætast í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Laugardalshöll klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38 Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38
Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23