„Við þurfum ekki að verjast neinu“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 7. maí 2024 15:22 Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir. Vísir/Vilhelm Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Fréttamaður ræddi við hana í Biskupsstofu eftir að niðurstöður biskupskjörs voru kunngjörðar eftir hádegi í dag. „Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ segir hún. Sátt með breytingar undanfarinna ára Frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem séra Guðrún leysir af hólmi þann 1. september, sagði í hádegisfréttum að hún væri ánægð með þær breytingar sem urðu á Þjóðkirkjunni á þeim tíma sem hún var biskup. Séra Guðrún segist sátt við þær breytingar að allmestu leyti, enda hafi hún setið á kirkjuþingi og tekið þátt í breytingunum „Mér líst vel á þá kirkju sem ég mun taka við að leiða. Ég er líka ákaflega þakklát Agnesi fyrir að hafa rutt brautina. Nú er búið að kjósa konu númer tvö til að leiða íslensku þjóðkirkjuna, og það er ekki síst Agnesi Sigurðardóttur að þakka, sem hefur verið biskup Íslands, og Sólveigu Láru [Guðmundsdóttur], sem var fyrsti vígslubiskupinn. Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskupVísir/Vilhelm Kirkjan eigi fullt erindi Séra Guðrún segir að erindi Þjóðkirkjunnar eigi alltaf við. Erindið sé alltaf kærleikur Guðs. „Við erum elskuð af Guði og trúin á Guð, trúin á almættið og hinn æðsta kærleika á alltaf við í samfélaginu. Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi, það klikkar aldrei.“ Þá segir hún að hún vilji leiða kirkju sem er í sókn, að kirkjan sé eingöngu í sókn, ekki í vörn. „Við þurfum ekki að verjast neinu. Raunverulegar úrsagnir úr Þjóðkirkjunni undanfarin ár hafa ekki verið svo margir en okkur munar um hverja og eina og einustu manneskju. Ég býð þau öll velkomin í Þjóðkirkjuna og ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til þess að okkur fækki ekki enn meira, þó að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, og reyna að fá þau til baka sem hafa meðvitað sagt sig úr þjóðkirkjunni en vilja þó kannski einhvers staðar innst inni tilheyra henni.“ Séra Guðrún Karls HelgudóttirVísir/Vilhelm Búið að skilja að eins mikið og hægt er Séra Guðrún segir að hún líti svo á að þjóðkirkja eigi enn erindi í íslensku samfélagi. „Vegna þess að í stjórnarskránni þá segir að það eigi að vera þjóðkirkja á Íslandi. Það er ekkert langt síðan það var samþykkt. Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Vegna þess að ég tel að það sé engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt núna.“ Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Fréttamaður ræddi við hana í Biskupsstofu eftir að niðurstöður biskupskjörs voru kunngjörðar eftir hádegi í dag. „Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ segir hún. Sátt með breytingar undanfarinna ára Frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem séra Guðrún leysir af hólmi þann 1. september, sagði í hádegisfréttum að hún væri ánægð með þær breytingar sem urðu á Þjóðkirkjunni á þeim tíma sem hún var biskup. Séra Guðrún segist sátt við þær breytingar að allmestu leyti, enda hafi hún setið á kirkjuþingi og tekið þátt í breytingunum „Mér líst vel á þá kirkju sem ég mun taka við að leiða. Ég er líka ákaflega þakklát Agnesi fyrir að hafa rutt brautina. Nú er búið að kjósa konu númer tvö til að leiða íslensku þjóðkirkjuna, og það er ekki síst Agnesi Sigurðardóttur að þakka, sem hefur verið biskup Íslands, og Sólveigu Láru [Guðmundsdóttur], sem var fyrsti vígslubiskupinn. Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskupVísir/Vilhelm Kirkjan eigi fullt erindi Séra Guðrún segir að erindi Þjóðkirkjunnar eigi alltaf við. Erindið sé alltaf kærleikur Guðs. „Við erum elskuð af Guði og trúin á Guð, trúin á almættið og hinn æðsta kærleika á alltaf við í samfélaginu. Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi, það klikkar aldrei.“ Þá segir hún að hún vilji leiða kirkju sem er í sókn, að kirkjan sé eingöngu í sókn, ekki í vörn. „Við þurfum ekki að verjast neinu. Raunverulegar úrsagnir úr Þjóðkirkjunni undanfarin ár hafa ekki verið svo margir en okkur munar um hverja og eina og einustu manneskju. Ég býð þau öll velkomin í Þjóðkirkjuna og ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til þess að okkur fækki ekki enn meira, þó að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, og reyna að fá þau til baka sem hafa meðvitað sagt sig úr þjóðkirkjunni en vilja þó kannski einhvers staðar innst inni tilheyra henni.“ Séra Guðrún Karls HelgudóttirVísir/Vilhelm Búið að skilja að eins mikið og hægt er Séra Guðrún segir að hún líti svo á að þjóðkirkja eigi enn erindi í íslensku samfélagi. „Vegna þess að í stjórnarskránni þá segir að það eigi að vera þjóðkirkja á Íslandi. Það er ekkert langt síðan það var samþykkt. Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Vegna þess að ég tel að það sé engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt núna.“
Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00