Að lifa í skugga heilsubrests Svanberg Hreinsson skrifar 7. maí 2024 09:01 Það velur enginn það hlutskipti að verða öryrki. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið heilsu, valið að vera laus við verki og vanlíðan. En svona er lífið og það sem kom fyrir mig gæti komið fyrir þig. Einn daginn er maður heilbrigður, en svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þá er lífi manns snúið á hvolf. Ef maður hefur ekki heilsu þá hefur maður ekki neitt. Hér á Íslandi hafa þessi orð bókstaflega merkingu. Þeir sem veikjast og verða öryrkjar, eru dæmdir til að búa við fátækt. Þeir hafa „ekki neitt“. Fjölskyldur upplifa kvíða fyrir hverja búðarferð og margir neyðast til að lifa á hrísgrjónum og brauði. Foreldrar geta ekki veitt börnum sínum nokkurn skapaðan hlut fyrir utan sárustu nauðsynjar. Engin frístund, engar íþróttir, ekkert. Þau horfa upp á litlu snillingana sína upplifa harðan blákaldan veruleikann allt of snemma á lífsleiðinni, þar sem þau geta ekki staðið jafnfætis öðrum börnum. Ég þekki sjálfur hvernig það er að búa við fátækt. Ég þekki hvernig það er að vera bjargarlaus þrátt fyrir vilja og baráttu til að brjótast út úr þeirri fátækt. Það þekkja líka þúsundir Íslendingar sem búa við fátækt í dag. Ég tel það hlutverk samfélagsins að koma á móts við fátækt fólk, að draga það í land í stað þess að horfa á það drukkna. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna til að berjast gegn fátækt á Íslandi, og mörg málin miða að því að laga handónýtt almannatryggingakerfi. Lítið hefur verið gert í þeim málum frá hruni, en nú hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra lagt fram frumvarp um endurskoðun örorku almannatrygginga. Sumt af því sem kemur fram í frumvarpinu mætti túlka sem „skref í rétta átt“, en erfitt er að skilja af hverju ráðherra tekur hænuskref þegar ástandið kallar á að stigið verði miklu fastar til jarðar. Þó að frumvarp ráðherrans verði samþykkt, þá verður framfærsla örorkulífeyrisþega áfram alltof lág. Það þarf að bæta kjör þeirra sem hafa engin tækifæri til tekjuöflunar í samræmi við markmiðið um hækkun örorkulífeyris í lágmarkslaun. Frumvarp ráðherra tryggir ekki að kjör lífeyrisþega muni fylgja launaþróun, sem þýðir áframhaldandi kjaragliðnun og vaxandi stéttaskiptingu. Kostnaðarmat vantar á áhrifum breytinganna á útgjöld sveitarfélaga og of miklar væntingar eru gerðar til félagsþjónustu sveitarfélaga án þess að skýrt sé hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Heilsugæslan, sem nú þegar er komin langt yfir öll þolmörk, þarf að bæta á sig verkefnum samkvæmt frumvarpinu, án skýringa um fjármögnun þeirra verkefna. Engin úttekt hefur verið gerð á því hvernig þeir öryrkjar sem njóta réttinda í dag munu falla að nýju kerfi. Ekki höfum við fengið útskýringar á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir gildrur í hinu nýja örorkukerfinu sem fólk getur, og mun falla í, svokallaðar fátæktargildrur. Engar kannanir hafa verið gerðar á vilja atvinnuveitenda til að ráða öryrkja í vinnu, sem er algjör frumforsenda frumvarpsins – Þeir hafa ekki sýnt mikinn áhuga á því verkefni hingað til. Því vantar í frumvarpið aðgerðir sem tryggja aukið aðgengi öryrkja að störfum. Lækkun á aldurstengdri örorkuuppbót og heimilisuppbót dregur úr jöfnuði og festir aldraða og þá sem búa einir í viðkvæmri stöðu. Einnig er óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin dregur enn og aftur lappirnar í að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Lengi hafa öryrkjar þurft að umbera stjórnmálamenn sem láta fögur orð falla um eigin aðgerðir sem, þrátt fyrir að vera ófullnægjandi, eru „skref í rétta átt“. Það er allt gott og vel, en ég tel að stjórnmálamenn ættu að fylgja orðum Katrínar Jakobsdóttur. Þegar hún sat í stjórnarandstöðu sagði hún „að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu er það sama og að neita því um réttlæti“. Ég vil ekki bíða lengur, en því miður virðist Flokkur fólksins vera eini stjórnmálaflokkurinn sem vill í alvörunni laga þetta almannatryggingakerfi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Félagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Svanberg Hreinsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það velur enginn það hlutskipti að verða öryrki. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið heilsu, valið að vera laus við verki og vanlíðan. En svona er lífið og það sem kom fyrir mig gæti komið fyrir þig. Einn daginn er maður heilbrigður, en svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þá er lífi manns snúið á hvolf. Ef maður hefur ekki heilsu þá hefur maður ekki neitt. Hér á Íslandi hafa þessi orð bókstaflega merkingu. Þeir sem veikjast og verða öryrkjar, eru dæmdir til að búa við fátækt. Þeir hafa „ekki neitt“. Fjölskyldur upplifa kvíða fyrir hverja búðarferð og margir neyðast til að lifa á hrísgrjónum og brauði. Foreldrar geta ekki veitt börnum sínum nokkurn skapaðan hlut fyrir utan sárustu nauðsynjar. Engin frístund, engar íþróttir, ekkert. Þau horfa upp á litlu snillingana sína upplifa harðan blákaldan veruleikann allt of snemma á lífsleiðinni, þar sem þau geta ekki staðið jafnfætis öðrum börnum. Ég þekki sjálfur hvernig það er að búa við fátækt. Ég þekki hvernig það er að vera bjargarlaus þrátt fyrir vilja og baráttu til að brjótast út úr þeirri fátækt. Það þekkja líka þúsundir Íslendingar sem búa við fátækt í dag. Ég tel það hlutverk samfélagsins að koma á móts við fátækt fólk, að draga það í land í stað þess að horfa á það drukkna. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna til að berjast gegn fátækt á Íslandi, og mörg málin miða að því að laga handónýtt almannatryggingakerfi. Lítið hefur verið gert í þeim málum frá hruni, en nú hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra lagt fram frumvarp um endurskoðun örorku almannatrygginga. Sumt af því sem kemur fram í frumvarpinu mætti túlka sem „skref í rétta átt“, en erfitt er að skilja af hverju ráðherra tekur hænuskref þegar ástandið kallar á að stigið verði miklu fastar til jarðar. Þó að frumvarp ráðherrans verði samþykkt, þá verður framfærsla örorkulífeyrisþega áfram alltof lág. Það þarf að bæta kjör þeirra sem hafa engin tækifæri til tekjuöflunar í samræmi við markmiðið um hækkun örorkulífeyris í lágmarkslaun. Frumvarp ráðherra tryggir ekki að kjör lífeyrisþega muni fylgja launaþróun, sem þýðir áframhaldandi kjaragliðnun og vaxandi stéttaskiptingu. Kostnaðarmat vantar á áhrifum breytinganna á útgjöld sveitarfélaga og of miklar væntingar eru gerðar til félagsþjónustu sveitarfélaga án þess að skýrt sé hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Heilsugæslan, sem nú þegar er komin langt yfir öll þolmörk, þarf að bæta á sig verkefnum samkvæmt frumvarpinu, án skýringa um fjármögnun þeirra verkefna. Engin úttekt hefur verið gerð á því hvernig þeir öryrkjar sem njóta réttinda í dag munu falla að nýju kerfi. Ekki höfum við fengið útskýringar á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir gildrur í hinu nýja örorkukerfinu sem fólk getur, og mun falla í, svokallaðar fátæktargildrur. Engar kannanir hafa verið gerðar á vilja atvinnuveitenda til að ráða öryrkja í vinnu, sem er algjör frumforsenda frumvarpsins – Þeir hafa ekki sýnt mikinn áhuga á því verkefni hingað til. Því vantar í frumvarpið aðgerðir sem tryggja aukið aðgengi öryrkja að störfum. Lækkun á aldurstengdri örorkuuppbót og heimilisuppbót dregur úr jöfnuði og festir aldraða og þá sem búa einir í viðkvæmri stöðu. Einnig er óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin dregur enn og aftur lappirnar í að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Lengi hafa öryrkjar þurft að umbera stjórnmálamenn sem láta fögur orð falla um eigin aðgerðir sem, þrátt fyrir að vera ófullnægjandi, eru „skref í rétta átt“. Það er allt gott og vel, en ég tel að stjórnmálamenn ættu að fylgja orðum Katrínar Jakobsdóttur. Þegar hún sat í stjórnarandstöðu sagði hún „að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu er það sama og að neita því um réttlæti“. Ég vil ekki bíða lengur, en því miður virðist Flokkur fólksins vera eini stjórnmálaflokkurinn sem vill í alvörunni laga þetta almannatryggingakerfi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar