Brúarsmið á Bessastaði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2024 12:00 Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Við þurfum að byggja brú, samfélagssáttmála sem sameinar okkur sem þjóð – og ég treysti engum betur til verksins en Katrínu Jakobsdóttur. Katrín hefur sýnt það í verki að hún er ærleg manneskja sem lætur verkin tala. Hún fellur hvorki í forarpytt ómálefnalegra árása á meðframbjóðendur sína, né veitir stuðningsfólki sínu þegjandi samþykki fyrir slíkri hegðun – og slíkri manneskju treysti ég best til verksins. Það er nefnilega ekki nóg að tala um að allir eigi að vinna saman, það þarf að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau sem hafa fylgst með Katrínu í rökræðum vita hins vegar að hún er ekkert lamb að leika sér við og þar er reynslan af starfi í stjórnmálum einn af styrkleikum Katrínar. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er heiðarleg heimskona með djúpstæða reynslu af hinu alþjóðlega sviði. Staðreyndin er sú að það er stríð í Evrópu og þegar á reynir vil ég hafa forseta á Bessastöðum sem getur staðið í lappirnar, hefur þá vigt sem þarf til að eiga í flóknum samningaviðræðum, þá virðingu sem þarf til að leiðtogar annarra þjóða ljái okkur eyra og þá greiningarhæfileika sem þarf til að lesa í flókna stöðu heimsmálanna hverju sinni. Forseti þarf líka að vera trúverðugur sendiherra íslenskrar menningar og þjóðar. Styðja varðveislu og þróun íslenskrar tungu og tala máli skapandi greina á alþjóðavettvangi; nýsköpunarfyrirtækja og listamanna. Katrín hefur verið ómetanlegur stuðningsmaður íslenskrar máltækniáætlunar, þar sem saman koma þræðir íslenskrar tungu, menningar, gervigreindar og nýsköpunar. Það þurfti framsýnan íslenskufræðing við stjórnvölinn til að byggja þá brú. Verkefni sem að endingu varð til þess að íslenska var fyrst “minni” tungumála til að vera nothæft í ChatGPT og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja, sem meðal annars gera okkur kleift að sjá rauntímatextun máltæknifyrirtækisins Tíró í beinum sjónvarpsútsendingum, nota forritið Bara tala til að læra íslensku, nýta yfirlestur.is máltæknifyrirtækifyrirtækisins Miðeindar til prófarkalesturs og láta raddirnar Guðrúnu og Gunnar lesa fyrir okkur texta á íslensku í gegnum netvafra Microsoft. Við þau sem hafa ekki jafnað sig á því að Katrín varð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki segi ég þetta: Sættum okkur við þá staðreynd að þar sem átta stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis verða myndaðar samsteypustjórnir ólíkra flokka. Eðli málsins samkvæmt eru þessir flokkar ekki sammála um allt – og stundum ósammála um margt. Starfhæf ríkisstjórn byggir á málamiðlunum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og góður leiðtogi getur leitt saman og sætt ólík sjónarmið. Eða er það skoðun þeirra sem níða Katrínu Jakobsdóttur á samfélagsmiðlum að hún hefði, sem forsætisráðherra í lýðræðisríki, átt að starfa sem einræðisherra? Besta leiðin til að koma sínum málefnum aldrei á dagskrá er að gera engar málamiðlanir, slá hvergi af kröfunum, krefjast þess að fá allt - og enda með ekkert. Katrín hefur óumdeilda leiðtogahæfileika sem birtast ekki í innantómum frösum heldur í áratugareynslu úr krefjandi stjórnunarstörfum, þar sem hæfileikinn til að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið stendur upp úr. Þjóðin velur sinn forseta og ég vel Katrínu Jakobsdóttur – einfaldlega vegna þess að hún er hæfasta manneskjan í starfið. Stjórnandi viðskiptaþróunar netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland og fyrrum framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar máltækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Við þurfum að byggja brú, samfélagssáttmála sem sameinar okkur sem þjóð – og ég treysti engum betur til verksins en Katrínu Jakobsdóttur. Katrín hefur sýnt það í verki að hún er ærleg manneskja sem lætur verkin tala. Hún fellur hvorki í forarpytt ómálefnalegra árása á meðframbjóðendur sína, né veitir stuðningsfólki sínu þegjandi samþykki fyrir slíkri hegðun – og slíkri manneskju treysti ég best til verksins. Það er nefnilega ekki nóg að tala um að allir eigi að vinna saman, það þarf að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau sem hafa fylgst með Katrínu í rökræðum vita hins vegar að hún er ekkert lamb að leika sér við og þar er reynslan af starfi í stjórnmálum einn af styrkleikum Katrínar. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er heiðarleg heimskona með djúpstæða reynslu af hinu alþjóðlega sviði. Staðreyndin er sú að það er stríð í Evrópu og þegar á reynir vil ég hafa forseta á Bessastöðum sem getur staðið í lappirnar, hefur þá vigt sem þarf til að eiga í flóknum samningaviðræðum, þá virðingu sem þarf til að leiðtogar annarra þjóða ljái okkur eyra og þá greiningarhæfileika sem þarf til að lesa í flókna stöðu heimsmálanna hverju sinni. Forseti þarf líka að vera trúverðugur sendiherra íslenskrar menningar og þjóðar. Styðja varðveislu og þróun íslenskrar tungu og tala máli skapandi greina á alþjóðavettvangi; nýsköpunarfyrirtækja og listamanna. Katrín hefur verið ómetanlegur stuðningsmaður íslenskrar máltækniáætlunar, þar sem saman koma þræðir íslenskrar tungu, menningar, gervigreindar og nýsköpunar. Það þurfti framsýnan íslenskufræðing við stjórnvölinn til að byggja þá brú. Verkefni sem að endingu varð til þess að íslenska var fyrst “minni” tungumála til að vera nothæft í ChatGPT og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja, sem meðal annars gera okkur kleift að sjá rauntímatextun máltæknifyrirtækisins Tíró í beinum sjónvarpsútsendingum, nota forritið Bara tala til að læra íslensku, nýta yfirlestur.is máltæknifyrirtækifyrirtækisins Miðeindar til prófarkalesturs og láta raddirnar Guðrúnu og Gunnar lesa fyrir okkur texta á íslensku í gegnum netvafra Microsoft. Við þau sem hafa ekki jafnað sig á því að Katrín varð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki segi ég þetta: Sættum okkur við þá staðreynd að þar sem átta stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis verða myndaðar samsteypustjórnir ólíkra flokka. Eðli málsins samkvæmt eru þessir flokkar ekki sammála um allt – og stundum ósammála um margt. Starfhæf ríkisstjórn byggir á málamiðlunum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og góður leiðtogi getur leitt saman og sætt ólík sjónarmið. Eða er það skoðun þeirra sem níða Katrínu Jakobsdóttur á samfélagsmiðlum að hún hefði, sem forsætisráðherra í lýðræðisríki, átt að starfa sem einræðisherra? Besta leiðin til að koma sínum málefnum aldrei á dagskrá er að gera engar málamiðlanir, slá hvergi af kröfunum, krefjast þess að fá allt - og enda með ekkert. Katrín hefur óumdeilda leiðtogahæfileika sem birtast ekki í innantómum frösum heldur í áratugareynslu úr krefjandi stjórnunarstörfum, þar sem hæfileikinn til að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið stendur upp úr. Þjóðin velur sinn forseta og ég vel Katrínu Jakobsdóttur – einfaldlega vegna þess að hún er hæfasta manneskjan í starfið. Stjórnandi viðskiptaþróunar netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland og fyrrum framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar máltækni.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun