Baldur í þágu mannúðar og samfélags Anna María Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 17:00 Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja. Hvað með mannskilning, grunnvatnið, hlýnun jarðar og viðkvæma stöðu Íslands í heiminum; smáríkis út í miðju Atlantshafi. Ég var því ákaflega glöð að heyra að Baldur Þórhallsson byði sig fram til forseta Íslands. Það var þá ein frábær frétt þann daginn. Baldur Þórhallsson er búinn frábærum kostum sem gera hann ákaflega hæfan til að gegna embætti forseta Íslands. Baldur þekkir flestum betur betur til íslenska stjórnkerfisins og utanríkisstefnu Íslands. Hann hefur um árabil rannsakað stöðu smáríkja í Evrópu og möguleika þeirra til áhrifa í samfélagi þjóðanna ásamt því að endurreisa og stýra Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur kennt, sinnt rannsóknum og stjórnun við Háskóla Íslands um árabil og er alvanur að leiða saman ólík sjónarmið og vinna með fólki. Baldur hefur greint frá því að mannréttindi og líðan barna séu honum hugleikinn og ég trúi að þar verði hann æsku Íslands, landsins besti fulltrúi. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vera öldungis fordómalaus og nútímalegur í hugsun. Hver einasta manneskja sem sem hefur þurft að átta sig á sjálfri sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja segir til um, hefur um leið þurft að takast á við sjálfa sig og umheiminn og koma berskjölduð fram. Ég treysti því Baldri ákaflega vel til að vera málsvari þeirra sem eiga á brattann að sækja ekki síst barna og ungmenna. Baldur mun hann vinna gegn hættulegum staðalmyndum og fordómum. Meginhlutverk íslensks samfélags er að hlúa að börnum og unglingum, styðja þau áfram til andlegs og vitsmunalegs þroska, stuðla að víðsýni og tryggja þeim nám við hæfi. Ég er þess fullviss að Baldur verður forseti sem vinnu í þágu menntunar, mannúðar og samfélags, börnum og ungmennum, síðast en ekki síst Íslandi til heilla. Höfundur er aðstoðarskólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna María Gunnarsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja. Hvað með mannskilning, grunnvatnið, hlýnun jarðar og viðkvæma stöðu Íslands í heiminum; smáríkis út í miðju Atlantshafi. Ég var því ákaflega glöð að heyra að Baldur Þórhallsson byði sig fram til forseta Íslands. Það var þá ein frábær frétt þann daginn. Baldur Þórhallsson er búinn frábærum kostum sem gera hann ákaflega hæfan til að gegna embætti forseta Íslands. Baldur þekkir flestum betur betur til íslenska stjórnkerfisins og utanríkisstefnu Íslands. Hann hefur um árabil rannsakað stöðu smáríkja í Evrópu og möguleika þeirra til áhrifa í samfélagi þjóðanna ásamt því að endurreisa og stýra Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur kennt, sinnt rannsóknum og stjórnun við Háskóla Íslands um árabil og er alvanur að leiða saman ólík sjónarmið og vinna með fólki. Baldur hefur greint frá því að mannréttindi og líðan barna séu honum hugleikinn og ég trúi að þar verði hann æsku Íslands, landsins besti fulltrúi. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vera öldungis fordómalaus og nútímalegur í hugsun. Hver einasta manneskja sem sem hefur þurft að átta sig á sjálfri sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja segir til um, hefur um leið þurft að takast á við sjálfa sig og umheiminn og koma berskjölduð fram. Ég treysti því Baldri ákaflega vel til að vera málsvari þeirra sem eiga á brattann að sækja ekki síst barna og ungmenna. Baldur mun hann vinna gegn hættulegum staðalmyndum og fordómum. Meginhlutverk íslensks samfélags er að hlúa að börnum og unglingum, styðja þau áfram til andlegs og vitsmunalegs þroska, stuðla að víðsýni og tryggja þeim nám við hæfi. Ég er þess fullviss að Baldur verður forseti sem vinnu í þágu menntunar, mannúðar og samfélags, börnum og ungmennum, síðast en ekki síst Íslandi til heilla. Höfundur er aðstoðarskólameistari.