MANOWAR til Íslands í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2024 12:37 Sveitin er þekkt fyrir rosalega tónleika. Bandaríska þungarokkssveitin MANOWAR er á leið til Íslands og mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 1. febrúar á næsta ári. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra „The Blood of Our Enemies Tour 2025.“ Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að um sé að ræða fyrsta skiptið sem sveitin leggur land undir fót hér á landi. Á túrnum muni þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit flytja efni af plötunum „Sign of the Hammer og „Hail to England.“ Þá mun sveitin flytja uppáhaldsslagara aðdáenda, í glænýrri sviðuppsetningu. Sveitin mun gera strandhögg í Svíþjóð og Noregi auk Íslands. Íslandsferðin er sú fyrsta og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur. Fram kemur að miðasala hefjist á morgun, 3. maí klukkan 10:00 á harpa.is og tix.is. „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar „Manowarriors“ í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu,“ segir Joey De Maio bassaleikari og stofnmeðlimur sveitarinnar um Íslandsferðina. „Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að um sé að ræða fyrsta skiptið sem sveitin leggur land undir fót hér á landi. Á túrnum muni þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit flytja efni af plötunum „Sign of the Hammer og „Hail to England.“ Þá mun sveitin flytja uppáhaldsslagara aðdáenda, í glænýrri sviðuppsetningu. Sveitin mun gera strandhögg í Svíþjóð og Noregi auk Íslands. Íslandsferðin er sú fyrsta og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur. Fram kemur að miðasala hefjist á morgun, 3. maí klukkan 10:00 á harpa.is og tix.is. „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar „Manowarriors“ í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu,“ segir Joey De Maio bassaleikari og stofnmeðlimur sveitarinnar um Íslandsferðina. „Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira