Veðrið, veskið og Íslendingurinn María Rut Kristinsdóttir skrifar 2. maí 2024 08:30 Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott. En veðrið býður svo sem upp á að henda sér út og græja þá. Pallaefnin seljast upp í byggingarvöruverslunum og Íslendingurinn tæmir hratt allt sem grilla má í verslunum landsins. Enda er sumarið komið. Það er enn þá skítkalt. En það er bjart og Íslendingurinn klæðir sig þá bara í peysu. Eða harkar af sér. Því sumarið er komið. Og á þessum degi. Nákvæmlega þessu augnabliki falla minningar um hart vetrarharkið, appelsínugular viðvaranir, ófærð, náttúruvá eða hvers kyns hret í gleymskunnar dá. Því sumarið er komið. Íslendingurinn er hæstánægður með sínar 10 gráður og sól sem er jú alveg heit ef maður er í skjóli vegna þess að veturinn var svo ömurlegur. Svo kemur veturinn og Íslendingurinn verður steinhissa. „Var líka svona dimmt í fyrra?“ „Það var ekki svona kalt í fyrra var það?“ „Vá hvað ég gleymi því alltaf hvað veturinn er harður“... Og svona endurtekur sagan sig á Íslandi ár eftir ár. Árstíð eftir árstíð. Það er mjög íslenskt að vera stöðugt með vindinn í fanginu. Íslendingar eru þrjóskir og það skortir ekki á seigluna hjá okkur. Nábýli við náttúruna og veðrið er líklega ákveðin skýring. Mögulega er þetta hluti af einhverju náttúruvali - að við þrífumst og hrærumst í þessari stöðugu óvissu sem fylgir því að búa hér. Það er ekki einu sinni víst að sumarið sé endanlega komið. En við sættum okkur við það – enda höfum við ekkert annað val. Það er líka hluti af því að vera Íslendingur að búa í séríslensku hagkerfi með minnsta gjaldmiðil í heimi. Því fylgja góð ár efnahagslegar lognmollu með bullandi hagvexti, kaupmætti og tækifærum – en líka mjög slæm með appelsínugulum efnahagsviðvörunum og gríðarlegum vöxtum og verðbólgu. Og rétt eins og með árstíðirnar þá gleymum við þeim vondu í alsælu þeirra góðu. Og svo verður Íslendingurinn alltaf jafn ofboðslega hissa þegar niðursveiflan byrjar. „Hefur þetta einhvern tímann verið svona slæmt?“ „Matarkarfan er orðin svo dýr“ „Ég veit ekki hvernig ég á að klára mánaðarmótin lengur“. Jafnvel þó niðursveiflan hafi gerst sirka á tíu ára fresti í gegnum alla hagsögu okkar frá sjálfstæði þjóðarinnar. Góðu árin eru kannski svo góð. Vegna þess að veturinn var svo harður. Íslendingar finna sér alltaf sól og skjólvegg á endanum. Hvort sem það er í formi pallaefnis – eða með heimatilbúnum lausnum á borð við verðtryggingu, vaxtabætur, gengisfellingar eða með því að kippa nokkrum núllum af gjaldmiðlinum. Íslendingurinn er nefnilega góður í að redda sér fyrir horn. Vandamálið er að vermirinn er yfirleitt skammgóður. Þó það sé vissulega sjarmerandi að einhverju leyti. Þá er það oft heldur kostnaðarsamt fyrir venjuleg heimili að hafa ekki tækifæri til að gera plön langt fram í tímann. Við getum ekki breytt veðrinu, vetrinum eða náttúrunni. En við höfum stjórn á efnahagsmálunum. Þau eru mannanna verk. Það eru pólitískar ákvarðanir þar að baki. En þetta er jú hluti af því að vera Íslendingur. Að mergsjúga góðu stundirnar og afneita þeim slæmu. Því segi ég bara skál! Og gleðilegt verðbólgusumar! Höfundur er aðstoðamaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott. En veðrið býður svo sem upp á að henda sér út og græja þá. Pallaefnin seljast upp í byggingarvöruverslunum og Íslendingurinn tæmir hratt allt sem grilla má í verslunum landsins. Enda er sumarið komið. Það er enn þá skítkalt. En það er bjart og Íslendingurinn klæðir sig þá bara í peysu. Eða harkar af sér. Því sumarið er komið. Og á þessum degi. Nákvæmlega þessu augnabliki falla minningar um hart vetrarharkið, appelsínugular viðvaranir, ófærð, náttúruvá eða hvers kyns hret í gleymskunnar dá. Því sumarið er komið. Íslendingurinn er hæstánægður með sínar 10 gráður og sól sem er jú alveg heit ef maður er í skjóli vegna þess að veturinn var svo ömurlegur. Svo kemur veturinn og Íslendingurinn verður steinhissa. „Var líka svona dimmt í fyrra?“ „Það var ekki svona kalt í fyrra var það?“ „Vá hvað ég gleymi því alltaf hvað veturinn er harður“... Og svona endurtekur sagan sig á Íslandi ár eftir ár. Árstíð eftir árstíð. Það er mjög íslenskt að vera stöðugt með vindinn í fanginu. Íslendingar eru þrjóskir og það skortir ekki á seigluna hjá okkur. Nábýli við náttúruna og veðrið er líklega ákveðin skýring. Mögulega er þetta hluti af einhverju náttúruvali - að við þrífumst og hrærumst í þessari stöðugu óvissu sem fylgir því að búa hér. Það er ekki einu sinni víst að sumarið sé endanlega komið. En við sættum okkur við það – enda höfum við ekkert annað val. Það er líka hluti af því að vera Íslendingur að búa í séríslensku hagkerfi með minnsta gjaldmiðil í heimi. Því fylgja góð ár efnahagslegar lognmollu með bullandi hagvexti, kaupmætti og tækifærum – en líka mjög slæm með appelsínugulum efnahagsviðvörunum og gríðarlegum vöxtum og verðbólgu. Og rétt eins og með árstíðirnar þá gleymum við þeim vondu í alsælu þeirra góðu. Og svo verður Íslendingurinn alltaf jafn ofboðslega hissa þegar niðursveiflan byrjar. „Hefur þetta einhvern tímann verið svona slæmt?“ „Matarkarfan er orðin svo dýr“ „Ég veit ekki hvernig ég á að klára mánaðarmótin lengur“. Jafnvel þó niðursveiflan hafi gerst sirka á tíu ára fresti í gegnum alla hagsögu okkar frá sjálfstæði þjóðarinnar. Góðu árin eru kannski svo góð. Vegna þess að veturinn var svo harður. Íslendingar finna sér alltaf sól og skjólvegg á endanum. Hvort sem það er í formi pallaefnis – eða með heimatilbúnum lausnum á borð við verðtryggingu, vaxtabætur, gengisfellingar eða með því að kippa nokkrum núllum af gjaldmiðlinum. Íslendingurinn er nefnilega góður í að redda sér fyrir horn. Vandamálið er að vermirinn er yfirleitt skammgóður. Þó það sé vissulega sjarmerandi að einhverju leyti. Þá er það oft heldur kostnaðarsamt fyrir venjuleg heimili að hafa ekki tækifæri til að gera plön langt fram í tímann. Við getum ekki breytt veðrinu, vetrinum eða náttúrunni. En við höfum stjórn á efnahagsmálunum. Þau eru mannanna verk. Það eru pólitískar ákvarðanir þar að baki. En þetta er jú hluti af því að vera Íslendingur. Að mergsjúga góðu stundirnar og afneita þeim slæmu. Því segi ég bara skál! Og gleðilegt verðbólgusumar! Höfundur er aðstoðamaður formanns Viðreisnar.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun