Biskupskjör: Stuðningsyfirlýsing Hákon Leifsson og Sigrid Rolof skrifa 30. apríl 2024 12:01 Kór Grafarvogskirkju lýsir yfir fullum stuðningi við framboð Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups, nú þegar Íslensk Þjóðkirkja gengur saman til kosninga og velur sér biskup. Guðrún er sannarlega atorkusamur og frumkvæðis mikill leiðtogi í sinni kirkju, snörp að taka ákvarðanir, skynsöm á örlaga stundu og góður hlustandi. Hún hefur undanfarin ár sem sóknarprestur haldið styrkum höndum utan um fjölbreytt safnaðarlíf í Grafarvogskirkju og leitt söfnuðinn fallega áfram í öllu helgihaldi og daglegu safnaðarstarfi. Hún er reynd og flink við að takast á við erfiðar aðstæður, hvort heldur sem um er að ræða skin eða skúrir, sorg eða gleði. Það er gott að leita til hennar í þrengingum og í raun, en einnig auðvelt og gaman að gleðjast með henni á fagnaðarstundu innan kirkjunnar. Það er okkar trú að hún verði atorku mikill, framsækinn og farsæll biskup, hún verði óhrædd við að sækja fram á nýjar lendur kristilegs starfs á grösugum akri Þjóðkirkjunnar. Það er einnig trú okkar að sr. Guðrún geti leitt Íslenska Þjóðkirkju styrkum höndum út úr þrengingum undanfarinna ára, sótt fram með nýrri, jákvæðri, vægðar- og óttalausri nálgun til nýs lífs og farsælla breytinga. Við teljum að Guðrún eigi auðvelt með að taka ákvarðanir með hliðsjón af breyttu fjölmenningar samfélagi á Íslandi og einnig eigi hún auðvelt með að taka mið af flóknum samfélagsbreytingum sem eru að eiga sér stað í menningu landsins með margbreytilegum hætti. Það er að lokum trú okkar að sr.Guðrúnu muni auðnast að uppfæra Íslenska þjóðkirkju í takt við hjartslátt samtima síns, og að hún geti fært kirkjuna nær fólkinu í landinu og tekið mið af síbreytilegri, flókinni og oft viðsjárverðri heimsmynd nútímavæðingar dagsins í dag. Við mælum eindregið með Guðrúnu Karls Helgudóttur til að vera biskup Íslensku Þjóðkirkjunnar“ Fyrir hönd Kórs Grafarvogskirkju, Hákon Leifsson kórstjóri og Sigrid Rolof, formaður kórs Grafarvogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kór Grafarvogskirkju lýsir yfir fullum stuðningi við framboð Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups, nú þegar Íslensk Þjóðkirkja gengur saman til kosninga og velur sér biskup. Guðrún er sannarlega atorkusamur og frumkvæðis mikill leiðtogi í sinni kirkju, snörp að taka ákvarðanir, skynsöm á örlaga stundu og góður hlustandi. Hún hefur undanfarin ár sem sóknarprestur haldið styrkum höndum utan um fjölbreytt safnaðarlíf í Grafarvogskirkju og leitt söfnuðinn fallega áfram í öllu helgihaldi og daglegu safnaðarstarfi. Hún er reynd og flink við að takast á við erfiðar aðstæður, hvort heldur sem um er að ræða skin eða skúrir, sorg eða gleði. Það er gott að leita til hennar í þrengingum og í raun, en einnig auðvelt og gaman að gleðjast með henni á fagnaðarstundu innan kirkjunnar. Það er okkar trú að hún verði atorku mikill, framsækinn og farsæll biskup, hún verði óhrædd við að sækja fram á nýjar lendur kristilegs starfs á grösugum akri Þjóðkirkjunnar. Það er einnig trú okkar að sr. Guðrún geti leitt Íslenska Þjóðkirkju styrkum höndum út úr þrengingum undanfarinna ára, sótt fram með nýrri, jákvæðri, vægðar- og óttalausri nálgun til nýs lífs og farsælla breytinga. Við teljum að Guðrún eigi auðvelt með að taka ákvarðanir með hliðsjón af breyttu fjölmenningar samfélagi á Íslandi og einnig eigi hún auðvelt með að taka mið af flóknum samfélagsbreytingum sem eru að eiga sér stað í menningu landsins með margbreytilegum hætti. Það er að lokum trú okkar að sr.Guðrúnu muni auðnast að uppfæra Íslenska þjóðkirkju í takt við hjartslátt samtima síns, og að hún geti fært kirkjuna nær fólkinu í landinu og tekið mið af síbreytilegri, flókinni og oft viðsjárverðri heimsmynd nútímavæðingar dagsins í dag. Við mælum eindregið með Guðrúnu Karls Helgudóttur til að vera biskup Íslensku Þjóðkirkjunnar“ Fyrir hönd Kórs Grafarvogskirkju, Hákon Leifsson kórstjóri og Sigrid Rolof, formaður kórs Grafarvogskirkju.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar