Sextán ára og skoraði hjá Arsenal eins og Rooney forðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 17:00 Issy Hobson fagnar hér jöfnunarmarki sínu fyirr Everton á móti Arsenal. Getty/Emma Simpson Issy Hobson varð um helgina yngsti markaskorarinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hjá konunum. Með þessu marki endurtók hún það sem Wayne Rooney gerði fyrir sama lið og á móti sama liði fyrir næstum því 22 árum síðan. Hobson er aðeins sextán ára gömul og var að skora fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Með markinu tryggði hún liði sínu 1-1 jafntefli á móti stórliðinu. Rooney var einmitt sextán ára gamall þegar hann skoraði fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni árið 2002 og varð um leið sá yngsti til að skora í karladeildinni. Þá var Arsenal ríkjandi meistari. ⚽️ Youngest-ever @BarclaysWSL goalscorer🔵 Youngest Everton Women goalscorer in 14 years🙌 First WSL point against Arsenal since 2012A historic day. 🤩 pic.twitter.com/uajhF7zfnn— Everton Women (@EvertonWomen) April 28, 2024 Hobson var nákvæmlega 16 ára og 180 daga þegar hún skoraði markið sitt. Skallaði boltann laglega í markið eftir hornspyrnu. Hobson tók metið af Lauren Hemp, sem var 16 ára og 258 daga gömul þegar hún skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Hemp er núna lykilmaður í enska landsliðinu. Rooney var aðeins eldri eða 16 ára, 11 mánaða og 25 daga. Markið skoraði hann á Goodison Park 10. október 2002. Síðan þá hafa tveir yngri skorað í ensku úrvalsdeildinni. James Milner bætti met Rooney í desember sama ár (16 ára, 11 mánaða og 22 daga) þegar hann skoraði fyrir Leeds á móti Sunderland og í apríl 2005 varð James Vaughan sá yngsti til að skora í ensku úrvalsdeidlinni. James Vaughan var 16 ára, 8 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Everton á móti Crystal Palace. View this post on Instagram A post shared by Rising Ballers (@risingballers) Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Með þessu marki endurtók hún það sem Wayne Rooney gerði fyrir sama lið og á móti sama liði fyrir næstum því 22 árum síðan. Hobson er aðeins sextán ára gömul og var að skora fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Með markinu tryggði hún liði sínu 1-1 jafntefli á móti stórliðinu. Rooney var einmitt sextán ára gamall þegar hann skoraði fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni árið 2002 og varð um leið sá yngsti til að skora í karladeildinni. Þá var Arsenal ríkjandi meistari. ⚽️ Youngest-ever @BarclaysWSL goalscorer🔵 Youngest Everton Women goalscorer in 14 years🙌 First WSL point against Arsenal since 2012A historic day. 🤩 pic.twitter.com/uajhF7zfnn— Everton Women (@EvertonWomen) April 28, 2024 Hobson var nákvæmlega 16 ára og 180 daga þegar hún skoraði markið sitt. Skallaði boltann laglega í markið eftir hornspyrnu. Hobson tók metið af Lauren Hemp, sem var 16 ára og 258 daga gömul þegar hún skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Hemp er núna lykilmaður í enska landsliðinu. Rooney var aðeins eldri eða 16 ára, 11 mánaða og 25 daga. Markið skoraði hann á Goodison Park 10. október 2002. Síðan þá hafa tveir yngri skorað í ensku úrvalsdeildinni. James Milner bætti met Rooney í desember sama ár (16 ára, 11 mánaða og 22 daga) þegar hann skoraði fyrir Leeds á móti Sunderland og í apríl 2005 varð James Vaughan sá yngsti til að skora í ensku úrvalsdeidlinni. James Vaughan var 16 ára, 8 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Everton á móti Crystal Palace. View this post on Instagram A post shared by Rising Ballers (@risingballers)
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira