Bakslag í streymi Silja Snædal Drífudóttir skrifar 28. apríl 2024 13:00 Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag. Þeir viðra þar ýmsar (misgáfulegar) skoðanir og pælingar, meðal annars að samfélagið eigi að færast (aftur) í þá átt að konan sé heima að hugsa um heimilið en karlinn útivinnandi. Patrik segir jafnframt að svona ætli hann og kærasta hans að hafa þetta hjá sér. Þeir passa sig allir þrír á að taka fram að fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því hentar, „bæði“ kynin eru góð í allskonar og svo slá þeir þessu öllu upp í ákveðið grín. En öllu gríni fylgir alvara. Fyrir mér, og að ég held flestum konum og minnihlutahópum, er þetta ekkert grín. Við höfum nefnilega fylgst með öðrum löndum takmarka réttindi okkar sem áratugalöng barátta skilaði okkur.Bandaríkin eru þar nærtækt dæmi þar sem fjölmörg fylki hafa takmarkað verulega yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Skoðanabræður og Patrik vilja reyndar slá þessari baráttu og komu kvenna inn á vinnumarkaðinn upp í kapítalískt samsæri í dulbúningi frelsisbaráttu. Það sem við höfum látið hafa okkur að fíflum- að vera komnar út á vinnumarkaðinn, orðnir forsetar og jafnvel forsætisráðherrar! Hvar endar þetta samsæri? Mig langar ekki að gefa þessu hlaðvarpi það mikið vægi að telja það geta breytt lögum en einhvers staðar hljóta þessar samfélagsumræður að eiga sín upptök. Og því fylgir ábyrgð að vera frægur tónlistarmaður sem börn og unglingar líta upp til eða halda úti vinsælu hlaðvarpi þar sem samfélagsmál eru kryfjuð. Í spjalli sínu mála þeir upp mynd af samfélagi þar sem allir eru ánægðir því konan fær loksins að sinna sínu eðlislæga hlutverki - að vera “nurturing”- samkvæmt Patrik, og losnar undan veseninu sem fylgir því að vera útivinnandi og þurfa að standa sig á öllum vígstöðvum. Karlinn getur svo loksins verið eina fyrirvinna heimilisins sem samkvæmt Snorra Mássyni er æðsta takmark allra karla. Málið er að við höfum prófað þetta. Fyrir nokkrum áratugum síðan. Við vitum að konur eru í talsvert meiri hættu á að festast í samböndum sem þær vilja ekki vera í, jafnvel ofbeldissamböndum, ef þær eru fjárhagslega háðar maka sínum. Ef að viðmiðið er að karlinn er útivinnandi og konan heimavinnandi mun launamunur kynjanna verða talsvert meiri en hann er í dag og konur geta þá sömuleiðis gleymt því að vera einhleypar, hvað þá með börn. Ég þori varla að hugsa út í hvað yrði um hinsegin einstaklinga enda virðist hinseginleikinn ekki spila inn í heimsmynd þessara manna. Ég er sammála þeim að pressan á konur í nútímasamfélagi er gríðarleg enda er krafa um nánast fullkomnun á öllum sviðum. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað til að létta á þessari pressu. Það þarf að bæta leikskólamálin verulega svo að konur neyðist ekki til að vera heima sökum þess að börn fá ekki leikskólapláss. Við vitum nefnilega að í gagnkynhneigðum pörum eru það frekar konur sem neyðast til að fara út af vinnumarkaði þar sem þær eru að meðaltali ennþá með lægri laun en karlar. Því þarf einnig að útrýma kynbundnum launamuni sem er því miður ennþá vandamál árið 2024. Ég held nefnilega að fæstir vilji þennan veruleika sem vinirnir þrír lýsa. Veruleika þar sem það borgar sig að karlinn sé sá eini útivinnandi því samkvæmt Patrik getur það tvöfaldað innkomu heimilanna (ég leyfi mér að setja spurningamerki við þessa staðhæfingu). Þrátt fyrir alhæfingar þeirra tel ég að æðsta takmark allra karla sé ekki að geta séð óstuddir fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Að þeir séu alltaf í vinnunni og missi af uppeldi barnanna sinna og öðrum gæðastundum. Ég tel að flest okkar vilja vera í sambandi sem einkennist af ást, virðingu og jafnrétti frekar en fjárhagslegu hæði. Einnig tel ég og vona að flest okkar vilji búa í samfélagi sem einkennist af þessum sömu gildum þar sem konum stendur fleira til boða en að stunda pilates og opna kaffihús. Höfundur er nemi í hagnýtri jafnréttisfræði og þátttakandi á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fjölmiðlar Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag. Þeir viðra þar ýmsar (misgáfulegar) skoðanir og pælingar, meðal annars að samfélagið eigi að færast (aftur) í þá átt að konan sé heima að hugsa um heimilið en karlinn útivinnandi. Patrik segir jafnframt að svona ætli hann og kærasta hans að hafa þetta hjá sér. Þeir passa sig allir þrír á að taka fram að fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því hentar, „bæði“ kynin eru góð í allskonar og svo slá þeir þessu öllu upp í ákveðið grín. En öllu gríni fylgir alvara. Fyrir mér, og að ég held flestum konum og minnihlutahópum, er þetta ekkert grín. Við höfum nefnilega fylgst með öðrum löndum takmarka réttindi okkar sem áratugalöng barátta skilaði okkur.Bandaríkin eru þar nærtækt dæmi þar sem fjölmörg fylki hafa takmarkað verulega yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Skoðanabræður og Patrik vilja reyndar slá þessari baráttu og komu kvenna inn á vinnumarkaðinn upp í kapítalískt samsæri í dulbúningi frelsisbaráttu. Það sem við höfum látið hafa okkur að fíflum- að vera komnar út á vinnumarkaðinn, orðnir forsetar og jafnvel forsætisráðherrar! Hvar endar þetta samsæri? Mig langar ekki að gefa þessu hlaðvarpi það mikið vægi að telja það geta breytt lögum en einhvers staðar hljóta þessar samfélagsumræður að eiga sín upptök. Og því fylgir ábyrgð að vera frægur tónlistarmaður sem börn og unglingar líta upp til eða halda úti vinsælu hlaðvarpi þar sem samfélagsmál eru kryfjuð. Í spjalli sínu mála þeir upp mynd af samfélagi þar sem allir eru ánægðir því konan fær loksins að sinna sínu eðlislæga hlutverki - að vera “nurturing”- samkvæmt Patrik, og losnar undan veseninu sem fylgir því að vera útivinnandi og þurfa að standa sig á öllum vígstöðvum. Karlinn getur svo loksins verið eina fyrirvinna heimilisins sem samkvæmt Snorra Mássyni er æðsta takmark allra karla. Málið er að við höfum prófað þetta. Fyrir nokkrum áratugum síðan. Við vitum að konur eru í talsvert meiri hættu á að festast í samböndum sem þær vilja ekki vera í, jafnvel ofbeldissamböndum, ef þær eru fjárhagslega háðar maka sínum. Ef að viðmiðið er að karlinn er útivinnandi og konan heimavinnandi mun launamunur kynjanna verða talsvert meiri en hann er í dag og konur geta þá sömuleiðis gleymt því að vera einhleypar, hvað þá með börn. Ég þori varla að hugsa út í hvað yrði um hinsegin einstaklinga enda virðist hinseginleikinn ekki spila inn í heimsmynd þessara manna. Ég er sammála þeim að pressan á konur í nútímasamfélagi er gríðarleg enda er krafa um nánast fullkomnun á öllum sviðum. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað til að létta á þessari pressu. Það þarf að bæta leikskólamálin verulega svo að konur neyðist ekki til að vera heima sökum þess að börn fá ekki leikskólapláss. Við vitum nefnilega að í gagnkynhneigðum pörum eru það frekar konur sem neyðast til að fara út af vinnumarkaði þar sem þær eru að meðaltali ennþá með lægri laun en karlar. Því þarf einnig að útrýma kynbundnum launamuni sem er því miður ennþá vandamál árið 2024. Ég held nefnilega að fæstir vilji þennan veruleika sem vinirnir þrír lýsa. Veruleika þar sem það borgar sig að karlinn sé sá eini útivinnandi því samkvæmt Patrik getur það tvöfaldað innkomu heimilanna (ég leyfi mér að setja spurningamerki við þessa staðhæfingu). Þrátt fyrir alhæfingar þeirra tel ég að æðsta takmark allra karla sé ekki að geta séð óstuddir fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Að þeir séu alltaf í vinnunni og missi af uppeldi barnanna sinna og öðrum gæðastundum. Ég tel að flest okkar vilja vera í sambandi sem einkennist af ást, virðingu og jafnrétti frekar en fjárhagslegu hæði. Einnig tel ég og vona að flest okkar vilji búa í samfélagi sem einkennist af þessum sömu gildum þar sem konum stendur fleira til boða en að stunda pilates og opna kaffihús. Höfundur er nemi í hagnýtri jafnréttisfræði og þátttakandi á vinnumarkaði.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun