Framsókn leggst ekki í duftið Guðmundur Birkir Þorkelsson skrifar 26. apríl 2024 10:01 Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR. Flokksþing ályktaði Framsókn vill viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og leggst gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda í samkeppni við ríkið í ljósi mikilvægra lýðheilsusjónarmiða. Ævintýraleg atlaga Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg. Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis. Af hverju er þetta ekki stoppað? Af hverju gera ráðherrar ekkert árum saman? Jú, það er til að mylja einkasölu ríkisins niður því þeirra flokkur telur skv. stefnu þeirra að það sé Löngu tímabært er að afnema samkeppnisrekstur ríkisins í smásölu og gefa verslun með áfengi frjálsa. Þessu er Framsókn ósammála vegna lýðheilsusjónarmiða. Þessu eru forvarnarsamtök á Íslandi einnig ósammála. Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi? Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Nýlega setti heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson af stað starfshóp sem m.a. á að semja stefnu í áfengis og vímuvörnum þar sem hafa skal hliðsjón af vísindum og gagnreyndri þekkingu. Flott og faglegt hjá Willum og hans fólki. Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024-2026 var kynnt í borgarráði í upphafi mars. Fram kemur í bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra til borgarráðs að áhersla er á að lýðheilsa sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun og að öll forvarnarvinna byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Unnið verður þvert á svið borgarinnar m.a. í tengslum við verkefnið Betri borg fyrir börn og áhersluna á farsæld barna. Flott og faglegt hjá borgarstjóra og hans fólki. Stefnan var samþykkt 7. mars. Þar segir að Mikill árangur hefur náðst við að draga úr neyslu áfengis og tóbaks með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna ásamt þeim sjálfum. Það er því tilefni til að halda áfram, taka höndum saman um nýjar áskoranir og setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu með markvissum aðgerðum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast. Höfundur er fyrrverandi skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR. Flokksþing ályktaði Framsókn vill viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og leggst gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda í samkeppni við ríkið í ljósi mikilvægra lýðheilsusjónarmiða. Ævintýraleg atlaga Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg. Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis. Af hverju er þetta ekki stoppað? Af hverju gera ráðherrar ekkert árum saman? Jú, það er til að mylja einkasölu ríkisins niður því þeirra flokkur telur skv. stefnu þeirra að það sé Löngu tímabært er að afnema samkeppnisrekstur ríkisins í smásölu og gefa verslun með áfengi frjálsa. Þessu er Framsókn ósammála vegna lýðheilsusjónarmiða. Þessu eru forvarnarsamtök á Íslandi einnig ósammála. Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi? Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Nýlega setti heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson af stað starfshóp sem m.a. á að semja stefnu í áfengis og vímuvörnum þar sem hafa skal hliðsjón af vísindum og gagnreyndri þekkingu. Flott og faglegt hjá Willum og hans fólki. Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024-2026 var kynnt í borgarráði í upphafi mars. Fram kemur í bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra til borgarráðs að áhersla er á að lýðheilsa sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun og að öll forvarnarvinna byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Unnið verður þvert á svið borgarinnar m.a. í tengslum við verkefnið Betri borg fyrir börn og áhersluna á farsæld barna. Flott og faglegt hjá borgarstjóra og hans fólki. Stefnan var samþykkt 7. mars. Þar segir að Mikill árangur hefur náðst við að draga úr neyslu áfengis og tóbaks með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna ásamt þeim sjálfum. Það er því tilefni til að halda áfram, taka höndum saman um nýjar áskoranir og setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu með markvissum aðgerðum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast. Höfundur er fyrrverandi skólameistari.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar