Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 19:13 Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Guðmundur Felix Grétarsson forsetaframbjóðendur voru öll á fullu í dag. Vísir/Bjarni Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Veðrið lék við borgarbúa á sumardagin fyrsta aldrei þessu vant, fjölmargir lögðu leið sína niður í bæ. Sumir fengu sér bjór á Austurvelli, aðrir litu inn á kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda. Halla Hrund Logadóttir opnaði kosningamiðstöð sína í Nóatúni; þar var heitt á könnunni og létt yfir viðstöddum. „Ótrúlegt í einu orði sagt. Bjartur og fagur dagur, mikil stemning og endalaus meðbyr. Maður finnur það svo sterkt að fólk vill vera með í liði,“ segir Halla Hrund. Sumargleði og brauðtertur Katrín Jakobsdóttir bauð upp á íburðarmikla dagskrá á sumargleði við Austurvöll síðdegis. „Nú erum við að hefja kosningabaráttuna á höfuðborgarsvæðinu með því að fagna sumri. Það er í raun og veru ekki hægt að reikna neitt út í svona kosningum þannig að ég er mjög sátt við hvernig þetta byrjar. En ég minni á að það er langt í kosningar enn þá þannig að við eigum örugglega eftir að sjá miklar breytingar,“ segir Katrín. Þá svignuðu veisluborð undan brauðtertum við opnun kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi. Hann kvaðst gríðarsáttur við mætinguna í dag. „Móttökurnar hafa verið þess eðlis að við erum mjög bjartsýn á framhaldið en auðvitað eru þessar skoðanakannanir aðeins mæling á nákvæmlega þessum tímapunkti. Kosningabaráttan er rétt að byrja,“ segir Baldur. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Og neðst í Bankastrætinu var Guðmundur Felix Grétarsson að safna undirskriftum þegar fréttamaður hitti hann á fjórða tímanum í dag. „Þetta skríður, það er smá í land en vantar herslumuninn bara.“ Guðmundur átti um tvö hundruð undirskriftir eftir þarna á fjórða tímanum og virtist verða nokkuð ágengt við söfnunina. Í fréttinni hér fyrir ofan má sjá þegar Guðmundur nældi í einn meðmælanda. Ertu bjartsýnn á að ná þessu? „Já og nei. Ég allavega hætti ekkert fyrr en í fulla hnefana, fyrst maður er kominn með hnefa til þess að hafa fulla!“ segir Guðmundur Felix. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Helga Þórisdóttir var í dag sú tíunda til að tilkynna að hún hefði náð lágmarksfjölda undirskrifta, á ögurstundu. Helga bætist þannig í hóp tíu frambjóðenda sem hafa að eigin sögn safnað að minnsta kosti fimmtán hundruð meðmælum og verða þá að óbreyttu á kjörseðlinum 1. júní. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50 Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Veðrið lék við borgarbúa á sumardagin fyrsta aldrei þessu vant, fjölmargir lögðu leið sína niður í bæ. Sumir fengu sér bjór á Austurvelli, aðrir litu inn á kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda. Halla Hrund Logadóttir opnaði kosningamiðstöð sína í Nóatúni; þar var heitt á könnunni og létt yfir viðstöddum. „Ótrúlegt í einu orði sagt. Bjartur og fagur dagur, mikil stemning og endalaus meðbyr. Maður finnur það svo sterkt að fólk vill vera með í liði,“ segir Halla Hrund. Sumargleði og brauðtertur Katrín Jakobsdóttir bauð upp á íburðarmikla dagskrá á sumargleði við Austurvöll síðdegis. „Nú erum við að hefja kosningabaráttuna á höfuðborgarsvæðinu með því að fagna sumri. Það er í raun og veru ekki hægt að reikna neitt út í svona kosningum þannig að ég er mjög sátt við hvernig þetta byrjar. En ég minni á að það er langt í kosningar enn þá þannig að við eigum örugglega eftir að sjá miklar breytingar,“ segir Katrín. Þá svignuðu veisluborð undan brauðtertum við opnun kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi. Hann kvaðst gríðarsáttur við mætinguna í dag. „Móttökurnar hafa verið þess eðlis að við erum mjög bjartsýn á framhaldið en auðvitað eru þessar skoðanakannanir aðeins mæling á nákvæmlega þessum tímapunkti. Kosningabaráttan er rétt að byrja,“ segir Baldur. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Og neðst í Bankastrætinu var Guðmundur Felix Grétarsson að safna undirskriftum þegar fréttamaður hitti hann á fjórða tímanum í dag. „Þetta skríður, það er smá í land en vantar herslumuninn bara.“ Guðmundur átti um tvö hundruð undirskriftir eftir þarna á fjórða tímanum og virtist verða nokkuð ágengt við söfnunina. Í fréttinni hér fyrir ofan má sjá þegar Guðmundur nældi í einn meðmælanda. Ertu bjartsýnn á að ná þessu? „Já og nei. Ég allavega hætti ekkert fyrr en í fulla hnefana, fyrst maður er kominn með hnefa til þess að hafa fulla!“ segir Guðmundur Felix. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Helga Þórisdóttir var í dag sú tíunda til að tilkynna að hún hefði náð lágmarksfjölda undirskrifta, á ögurstundu. Helga bætist þannig í hóp tíu frambjóðenda sem hafa að eigin sögn safnað að minnsta kosti fimmtán hundruð meðmælum og verða þá að óbreyttu á kjörseðlinum 1. júní.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50 Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50
Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07