Skerjafjarðarskáldið segir Höllu Hrund eina með öllu Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2024 13:31 Halla Hrund Logadóttir hefur óvænt blandað sér í slaginn um Bessastaði, sé miðað við nýjustu kannanir. Hún á sér aðdáendur víða, meðal annars í Skerjafjarðarskáldinu Kristjáni Hreinssyni sem segir hana eina með öllu. vísir/vilhelm Kristján Hreinsson skáld er einn eindregnasti stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur í baráttunni um Bessastaði og hann virkjar skáldagáfu sína henni til dýrðar. Kristján ávarpar vini sína á Facebook, „Kæru vinir“ og segist svo alltaf hafa litið á það sem virðingarverða yfirlýsingu að vera hlutlaus og neita að taka afstöðu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart en Kristján lenti nýverið í rimmu vegna greina sinna sem að hans mati voru rækilega misskildar. En þetta leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá endurmenntunardeild Háskóla Íslands. En var ráðinn aftur eftir að hafa snúið þá deild niður á hornunum. „Ég hvet ykkur til að skoða þann kost vandlega að kjósa Höllu Hrund í komandi forsetakosningum. Hér er frambjóðandi á ferðinni sem hreinlega stingur alla hina af. Ég hef kynnt mér þetta vel og held að hvert atkvæði til Höllu Hrundar sé gefandi fyrir okkur öll.“ Kristján segir hér á ferðinni konu sem hafi alla bestu kosti til að bera, hún skarti öllu sem forseti þurfi að skarta. Halla Hrund er glæsileg, hefur hlýtt og aðlaðandi viðmót, hún er skörp, talar góða íslensku, er rökfastur og snjall ræðumaður. Víst gæti listinn orðið langur en í gamni og alvöru segi ég að hún sé ,,ein með öllu," segir Kristján Skerjafjarðarskáld. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur reyndar bent á að það kunni að orka tvímælis að tromma upp með kosningalag, slíkt hafi aldrei gefist vel og Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebook-síðu Gríms, að vísur séu algjört „no-no“. En hafi Kristján séð þessar bollaleggingar lætur hann þær ekki trufla sig og dúndrar út ljóðum um Höllu Hrund, eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er ein limra úr hans herbúðum: Með atkvæði heiðrum við HölluHrund, þessa flottu og snjöllu,við sanngirni kjósumog sigri við hrósumer fáum við eina með öllu. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Kristján ávarpar vini sína á Facebook, „Kæru vinir“ og segist svo alltaf hafa litið á það sem virðingarverða yfirlýsingu að vera hlutlaus og neita að taka afstöðu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart en Kristján lenti nýverið í rimmu vegna greina sinna sem að hans mati voru rækilega misskildar. En þetta leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá endurmenntunardeild Háskóla Íslands. En var ráðinn aftur eftir að hafa snúið þá deild niður á hornunum. „Ég hvet ykkur til að skoða þann kost vandlega að kjósa Höllu Hrund í komandi forsetakosningum. Hér er frambjóðandi á ferðinni sem hreinlega stingur alla hina af. Ég hef kynnt mér þetta vel og held að hvert atkvæði til Höllu Hrundar sé gefandi fyrir okkur öll.“ Kristján segir hér á ferðinni konu sem hafi alla bestu kosti til að bera, hún skarti öllu sem forseti þurfi að skarta. Halla Hrund er glæsileg, hefur hlýtt og aðlaðandi viðmót, hún er skörp, talar góða íslensku, er rökfastur og snjall ræðumaður. Víst gæti listinn orðið langur en í gamni og alvöru segi ég að hún sé ,,ein með öllu," segir Kristján Skerjafjarðarskáld. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur reyndar bent á að það kunni að orka tvímælis að tromma upp með kosningalag, slíkt hafi aldrei gefist vel og Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebook-síðu Gríms, að vísur séu algjört „no-no“. En hafi Kristján séð þessar bollaleggingar lætur hann þær ekki trufla sig og dúndrar út ljóðum um Höllu Hrund, eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er ein limra úr hans herbúðum: Með atkvæði heiðrum við HölluHrund, þessa flottu og snjöllu,við sanngirni kjósumog sigri við hrósumer fáum við eina með öllu.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00