Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 10:32 Madridingar leita skjóls fyrir sólinni undir tré í Retiro-garðinum í síðasta mánuði. Mars var tíundi mánuðurinn í röð sem var heitasti mánuðurinn á jörðinni. AP/Paul White Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Meðalhiti í Evrópu undanfarin fimm ár var 2,3 gráðum hærri en viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Til samanburðar hefur hnattrænn meðalhiti hækkað um 1,3 gráður á sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á áhrif hita á heilsu manna í skýrslunni. Öfgahiti er hættulegur heilsu þeirra sem vinna utandyra, eldra fólks og fólks sem þjáist af sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Fram kemur að dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um þrjátíu prósent á tuttugu árum. Árið 2023 var það hlýjasta frá upphafi mælinga en þá lögðu hnattræn hlýnun af völdum manna og veðurfyrirbrigðið El niño á eitt um að keyra meðalhita jarðar upp. Þegar hitinn var einna mestur í júlí voru dauðsföll sjö prósent fleiri en vanalega á sumum stöðum á Ítalíu. Sjö prósent fleiri dauðsföll í júlí Í hitabylgjunni í júlí var svokallað hitaálag mikið, mjög mikið eða öfgakennt í 41 prósentum Suður-Evrópu. Aldrei áður hafði jafnstór hluti álfunnar verið undir hitaálagi á einum degi áður. Hitaálag mælir áhrif hita og raka á mannslíkamann. Á Spáni, í Frakklandi og Grikklandi voru sum svæði sem máttu þola allt að tíu daga af öfgakenndu hitaálagi, þar sem fólk upplifir meira en 46 gráðu hita, í fyrra. Við þær aðstæður þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að komast hjá hitaslagi og öðrum kvillum. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur þegar hvatt ríki til þess að búa heilbrigðiskerfi sín undir áhrif loftslagsbreytinga og kallað eftir reglugerðum til að vernda fólk sem starfar undandyra fyrir hitaöfgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lón fyrir framan Ronjökulinn í Sviss í júní í fyrra. Alpajöklar hafa misst tíu prósent massa síns á aðeins tveimur árum.AP/Matthias Schrader Ísland og Skandinavía sluppu Áætlað tjón af völdum veðurs og loftslagsbreytinga var metið á meira en 13,4 milljarða evra í fyrra, jafnvirði meira en tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Fleiri en 150 manns fórust í stormum, flóðum og gróðureldum. Þannig höfðu flóð í Slóveníu áhrif á um eina og hálfa milljón manna og gróðureldar í Grikklandi voru þeir umfangsmestu í sögu Evrópusambandsins í fyrra. Jöklar í Ölpunum töpuðu um tíu prósent af massa sínum í hita undanfarinna tveggja ára. „Sumir atburðirnir árið 2023 komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu vegna ákafa þeirra, hversu brátt þá bar að, umfangs þeirra og hve lengi þeir stóðu,“ hefur Reuters eftir Carlo Buontempo, forstöðumanni Kópernikusar. Hitans varð þó ekki vart alls staðar í Evrópu í fyrra. Þannig var hiti í Skandinavíu, á Íslandi og Suðaustur-Grænlandi undir meðaltali á sama tíma og flestir staði voru vel yfir því í fyrra. Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Meðalhiti í Evrópu undanfarin fimm ár var 2,3 gráðum hærri en viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Til samanburðar hefur hnattrænn meðalhiti hækkað um 1,3 gráður á sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á áhrif hita á heilsu manna í skýrslunni. Öfgahiti er hættulegur heilsu þeirra sem vinna utandyra, eldra fólks og fólks sem þjáist af sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Fram kemur að dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um þrjátíu prósent á tuttugu árum. Árið 2023 var það hlýjasta frá upphafi mælinga en þá lögðu hnattræn hlýnun af völdum manna og veðurfyrirbrigðið El niño á eitt um að keyra meðalhita jarðar upp. Þegar hitinn var einna mestur í júlí voru dauðsföll sjö prósent fleiri en vanalega á sumum stöðum á Ítalíu. Sjö prósent fleiri dauðsföll í júlí Í hitabylgjunni í júlí var svokallað hitaálag mikið, mjög mikið eða öfgakennt í 41 prósentum Suður-Evrópu. Aldrei áður hafði jafnstór hluti álfunnar verið undir hitaálagi á einum degi áður. Hitaálag mælir áhrif hita og raka á mannslíkamann. Á Spáni, í Frakklandi og Grikklandi voru sum svæði sem máttu þola allt að tíu daga af öfgakenndu hitaálagi, þar sem fólk upplifir meira en 46 gráðu hita, í fyrra. Við þær aðstæður þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að komast hjá hitaslagi og öðrum kvillum. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur þegar hvatt ríki til þess að búa heilbrigðiskerfi sín undir áhrif loftslagsbreytinga og kallað eftir reglugerðum til að vernda fólk sem starfar undandyra fyrir hitaöfgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lón fyrir framan Ronjökulinn í Sviss í júní í fyrra. Alpajöklar hafa misst tíu prósent massa síns á aðeins tveimur árum.AP/Matthias Schrader Ísland og Skandinavía sluppu Áætlað tjón af völdum veðurs og loftslagsbreytinga var metið á meira en 13,4 milljarða evra í fyrra, jafnvirði meira en tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Fleiri en 150 manns fórust í stormum, flóðum og gróðureldum. Þannig höfðu flóð í Slóveníu áhrif á um eina og hálfa milljón manna og gróðureldar í Grikklandi voru þeir umfangsmestu í sögu Evrópusambandsins í fyrra. Jöklar í Ölpunum töpuðu um tíu prósent af massa sínum í hita undanfarinna tveggja ára. „Sumir atburðirnir árið 2023 komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu vegna ákafa þeirra, hversu brátt þá bar að, umfangs þeirra og hve lengi þeir stóðu,“ hefur Reuters eftir Carlo Buontempo, forstöðumanni Kópernikusar. Hitans varð þó ekki vart alls staðar í Evrópu í fyrra. Þannig var hiti í Skandinavíu, á Íslandi og Suðaustur-Grænlandi undir meðaltali á sama tíma og flestir staði voru vel yfir því í fyrra.
Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59