Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2024 11:46 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag síðustu fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar til næstu fimm ára Stöð 2/Einar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 25 milljörðum á því næsta. Ekki verði afgangur á ríkissjóði fyrr en árið 2028.fjármálaráðuneytið Aðgerðir vegna náttúruhamfara í Grindavík og í tengslum við kjarasamninga hafa áhrif til aukinna útgjalda. Á móti á hins vegar að hagræða í resktri ríkisins og viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar verður frestað fram yfir fimm ára gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Samtals eiga aðhaldsaðgerðir að skila 17 milljörðum króna, sem er rétt rúmlega eitt prósent af tekjum ríkissjóðs. Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? Sigurður Ingi Jóhannsson segir skynsamlegt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.Stöð 2/hmp „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans. Sem ber auðvitað ábyrgð á því að ná verðbólgunni niður. En við erum styðjandi. Það hefur skilað sér,“ segir Sigurður Ingi. Þannig hefði verðbólga minnkað um þrjú prósentustig á undanförnum mánuðum. Með þessari áætlun væri verið að byggja undir enn frekari minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Það er hins vegar enn mikil spenna og þensla í efnahagslífinu þótt heldur hafi dregið úr að undanförnu. Fjármálaráðherra segir skipta máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum þótt engan niðurskurð væri að finna í áætluninni. Ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í faraldrinum þótt hún hafi gert býsna mikið til að vinna gegn samdrætti í efnahagslífinu á þeim tíma. Hagkerfið hafi síðan verið á blússandi ferð og enn gætti þenslu á vinnumarkaði. „Þótt við sjáum einkaneyslu dragast verulega saman og margt sem bendir til að við séum að nálgast þetta jafnvægi. Þá held ég að við verðum líka að gæta okkar að ná þessu jafnvægi á hófsaman hátt en ekki vera með einhverjar dýfur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson eftir kynningu á síðustu fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 25 milljörðum á því næsta. Ekki verði afgangur á ríkissjóði fyrr en árið 2028.fjármálaráðuneytið Aðgerðir vegna náttúruhamfara í Grindavík og í tengslum við kjarasamninga hafa áhrif til aukinna útgjalda. Á móti á hins vegar að hagræða í resktri ríkisins og viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar verður frestað fram yfir fimm ára gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Samtals eiga aðhaldsaðgerðir að skila 17 milljörðum króna, sem er rétt rúmlega eitt prósent af tekjum ríkissjóðs. Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? Sigurður Ingi Jóhannsson segir skynsamlegt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.Stöð 2/hmp „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans. Sem ber auðvitað ábyrgð á því að ná verðbólgunni niður. En við erum styðjandi. Það hefur skilað sér,“ segir Sigurður Ingi. Þannig hefði verðbólga minnkað um þrjú prósentustig á undanförnum mánuðum. Með þessari áætlun væri verið að byggja undir enn frekari minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Það er hins vegar enn mikil spenna og þensla í efnahagslífinu þótt heldur hafi dregið úr að undanförnu. Fjármálaráðherra segir skipta máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum þótt engan niðurskurð væri að finna í áætluninni. Ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í faraldrinum þótt hún hafi gert býsna mikið til að vinna gegn samdrætti í efnahagslífinu á þeim tíma. Hagkerfið hafi síðan verið á blússandi ferð og enn gætti þenslu á vinnumarkaði. „Þótt við sjáum einkaneyslu dragast verulega saman og margt sem bendir til að við séum að nálgast þetta jafnvægi. Þá held ég að við verðum líka að gæta okkar að ná þessu jafnvægi á hófsaman hátt en ekki vera með einhverjar dýfur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson eftir kynningu á síðustu fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50
Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37
Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20