Óvinsælastur í heimi Árni Pétur Árnason skrifar 16. apríl 2024 07:32 Þegar Bjarni Benediktsson hrökklaðist úr embætti fjármálaráðherra í fyrra vildu 70% landsmanna losna við hann úr ríkisstjórn. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk vorið 2016 vildu 69% landsmanna losna við Bjarna úr ríkisstjórn. Í dag kom síðan í ljós að 78% Íslendinga vilja ekki að Bjarni sé forsætisráðherra. Einungis 13% vilja hafa hann í embættinu. Einhvern veginn kom það ekki á óvart. Bjarni hefur alltaf verið óvinsæll, eða frá því hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti. Ástæðurnar eru líka fjölmargar: Vafningsmálið, Sjóður 9, styrkjamálið, Máttarmálið, Borgunarmálið, Panamaskjölin, skattaskjólsskýrslan í skúffunni, Samherjamálið, Íslandsbankamálið. Þetta eru bara málin sem snúast um vafasamt fjármálaathæfi Bjarna (fjármálaráðherra í tíu ár) síðustu 16 árin. Athæfi sem hefur kostað skattgreiðendur og ríkissjóð tugmilljarða hið minnsta. Þessi grein rúmar ekki hina skandalana hans en þó má nefna Uppreist æru-málið, Landsréttarmálið, Ásmundarsalarmálið og Lekamálið. Sem dæmi. Það var eftir allt þetta sem Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í upphafi síðustu viku. En Bjarni er ekki bara óvinsæll, hann er óvinsælasti forsætisráðherra í heimi. Enginn annar kemst einu sinni þar sem Bjarni er með hælana. Hin viðtekna leið til að reikna vinsældir ráðamanna er að draga prósentutölu andstæðinga þeirra frá prósentutölu fylgismanna þeirra. Þannig má segja að vinsældir Narendra Modi forsætisráðherra Indlands, sem jafnframt er sá vinsælasti í heimi, séu 75%-18%=57%. Store forsætisráðherra Noregs er mun óvinsælli, 26%-66%=-40%, og svona raða forsætisráðherrar og forsetar heimsins sér á ásinn. Næstóvinsælasti forsætisráðherra heims, sem hafði verið óvinsælastur mánuðum saman og allt þar til Bjarni tók við hér á landi, er Kishida forsætisráðherra Japan. Óvinsældir hans eru 16%-70%=-54%. Óvinsældir Bjarna eru 11 prósentum meiri, 13%-78%=-65%. Þetta er forsætisráðherra Íslands. Sá óvinsælasti í heimi. Höfundur er formaður Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Bjarni Benediktsson hrökklaðist úr embætti fjármálaráðherra í fyrra vildu 70% landsmanna losna við hann úr ríkisstjórn. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk vorið 2016 vildu 69% landsmanna losna við Bjarna úr ríkisstjórn. Í dag kom síðan í ljós að 78% Íslendinga vilja ekki að Bjarni sé forsætisráðherra. Einungis 13% vilja hafa hann í embættinu. Einhvern veginn kom það ekki á óvart. Bjarni hefur alltaf verið óvinsæll, eða frá því hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti. Ástæðurnar eru líka fjölmargar: Vafningsmálið, Sjóður 9, styrkjamálið, Máttarmálið, Borgunarmálið, Panamaskjölin, skattaskjólsskýrslan í skúffunni, Samherjamálið, Íslandsbankamálið. Þetta eru bara málin sem snúast um vafasamt fjármálaathæfi Bjarna (fjármálaráðherra í tíu ár) síðustu 16 árin. Athæfi sem hefur kostað skattgreiðendur og ríkissjóð tugmilljarða hið minnsta. Þessi grein rúmar ekki hina skandalana hans en þó má nefna Uppreist æru-málið, Landsréttarmálið, Ásmundarsalarmálið og Lekamálið. Sem dæmi. Það var eftir allt þetta sem Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í upphafi síðustu viku. En Bjarni er ekki bara óvinsæll, hann er óvinsælasti forsætisráðherra í heimi. Enginn annar kemst einu sinni þar sem Bjarni er með hælana. Hin viðtekna leið til að reikna vinsældir ráðamanna er að draga prósentutölu andstæðinga þeirra frá prósentutölu fylgismanna þeirra. Þannig má segja að vinsældir Narendra Modi forsætisráðherra Indlands, sem jafnframt er sá vinsælasti í heimi, séu 75%-18%=57%. Store forsætisráðherra Noregs er mun óvinsælli, 26%-66%=-40%, og svona raða forsætisráðherrar og forsetar heimsins sér á ásinn. Næstóvinsælasti forsætisráðherra heims, sem hafði verið óvinsælastur mánuðum saman og allt þar til Bjarni tók við hér á landi, er Kishida forsætisráðherra Japan. Óvinsældir hans eru 16%-70%=-54%. Óvinsældir Bjarna eru 11 prósentum meiri, 13%-78%=-65%. Þetta er forsætisráðherra Íslands. Sá óvinsælasti í heimi. Höfundur er formaður Pírata í Kópavogi.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun