Vill vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth Aron Guðmundsson skrifar 16. apríl 2024 08:01 Eyþór Aron Wöhler hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR Vísir/Baldur Eyþór Aron Wöhler skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR. Hann er stoltur yfir því að fá tækifæri til þess að spila fyrir þetta sögufræga félag og vill leggja lóð sitt á vogaskálarnir til að rita nýjan og glæstan kafla í Vesturbænum. Hinn 22 ára gamli Eyþór Aron skiptir yfir til KR frá Breiðabliki en þeir svarthvítu úr Vesturbænum hefur átt fljúgandi start í Bestu deildinni og halað inn fullu húsi stiga úr fyrstu tveimur leikjum sínum. „Það er geggjaður andi hérna í Vesturbænum og mikill heiður fyrir að vera hérna í stórveldinu. Það er einhver meðbyr hérna í augnablikinu að byggjast upp og ég er ekkert nema stoltur að hafa skrifað undir samning hjá félaginu.“ Aðdragandinn að þessum félagsskiptum. Er hann langur? „Hann er frekar stuttur. KR hafði samband á þriðjudaginn síðastliðinn og svo var skrifað undir samninginn á sunnudaginn. Ég var ekki lengi að ákveða mig þegar að KR kom að borðinu. Hoppaði strax á þetta.“ Blikar hafa að undanförnu verið að bæta við sig mannskap. Til að mynda kom Ísak Snær Þorvaldsson á láni til félagsins frá Rosenborg. Þegar að Blikar fóru að þétta raðirnar fór Eyþór Aron að hugsa sér til hreyfings. „Ég fór að hugsa um hvort kominn væri sá tími að ég færi að líta í kringum mig. KR kom þá inn í myndina.“ Og eins og fyrr segir þurfti Eyþór Aron ekki að hugsa sig tvisvar um. Viðskilnaðurinn við Breiðablik á sér þó stað í góðu. „Ég kveð allt og alla þarna í Breiðabliki í góðu. Þjálfara og leikmenn. Það er yfir engu að kvarta yfir þar.“ En hvernig horfir tími þinn hjá félaginu við þér? „Lærdómsríkur tími. Ekki spurning. Erfiður einnig á köflum. Þarna upplifði ég mikla samkeppni en tek með mér góða vini og lærdómsríkan tíma. Breiðablik í heild sinni er frábært félag sem tók vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Ég óska því bara velfarnaðar í framhaldinu.“ Og markmiðin eru skýr fyrir komandi tíma. Um að gera hjá Eyþóri Aroni að setja markið hátt. Olga Færseth, goðsögn í sögu KR og íslenskrar knattspyrnu, skoraði 380 mörk í 325 meistaraflokksleikjum hér á landi. „Maður sér söguna á öllum veggjum hér í Vesturbænum. Markmiðin eru háleit hjá félaginu. Að skrifa söguna á nýjan leik. Sækja báðu stóru titlana. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Markmiðið er, meira og minna, að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth var með KR á sínum tíma.“ Þá er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á grasvelli KR-inga, Meistaravöllum og stefnir allt í að fyrsti alvöru heimaleikur Eyþórs með KR verði akkúrat á móti hans gömlu félögum í Breiðabliki í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. „Ég mæti dýrvitlaus inn í þann leik og megi allir góðir vættir vaka yfir Viktori og Damir í þeim leik. Nei ég segi svona. Það verður bara gaman að mæta Blikum. Ég mæti eins og Tasmaníudjöfullinn inn á.“ Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Eyþór Aron skiptir yfir til KR frá Breiðabliki en þeir svarthvítu úr Vesturbænum hefur átt fljúgandi start í Bestu deildinni og halað inn fullu húsi stiga úr fyrstu tveimur leikjum sínum. „Það er geggjaður andi hérna í Vesturbænum og mikill heiður fyrir að vera hérna í stórveldinu. Það er einhver meðbyr hérna í augnablikinu að byggjast upp og ég er ekkert nema stoltur að hafa skrifað undir samning hjá félaginu.“ Aðdragandinn að þessum félagsskiptum. Er hann langur? „Hann er frekar stuttur. KR hafði samband á þriðjudaginn síðastliðinn og svo var skrifað undir samninginn á sunnudaginn. Ég var ekki lengi að ákveða mig þegar að KR kom að borðinu. Hoppaði strax á þetta.“ Blikar hafa að undanförnu verið að bæta við sig mannskap. Til að mynda kom Ísak Snær Þorvaldsson á láni til félagsins frá Rosenborg. Þegar að Blikar fóru að þétta raðirnar fór Eyþór Aron að hugsa sér til hreyfings. „Ég fór að hugsa um hvort kominn væri sá tími að ég færi að líta í kringum mig. KR kom þá inn í myndina.“ Og eins og fyrr segir þurfti Eyþór Aron ekki að hugsa sig tvisvar um. Viðskilnaðurinn við Breiðablik á sér þó stað í góðu. „Ég kveð allt og alla þarna í Breiðabliki í góðu. Þjálfara og leikmenn. Það er yfir engu að kvarta yfir þar.“ En hvernig horfir tími þinn hjá félaginu við þér? „Lærdómsríkur tími. Ekki spurning. Erfiður einnig á köflum. Þarna upplifði ég mikla samkeppni en tek með mér góða vini og lærdómsríkan tíma. Breiðablik í heild sinni er frábært félag sem tók vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Ég óska því bara velfarnaðar í framhaldinu.“ Og markmiðin eru skýr fyrir komandi tíma. Um að gera hjá Eyþóri Aroni að setja markið hátt. Olga Færseth, goðsögn í sögu KR og íslenskrar knattspyrnu, skoraði 380 mörk í 325 meistaraflokksleikjum hér á landi. „Maður sér söguna á öllum veggjum hér í Vesturbænum. Markmiðin eru háleit hjá félaginu. Að skrifa söguna á nýjan leik. Sækja báðu stóru titlana. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Markmiðið er, meira og minna, að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth var með KR á sínum tíma.“ Þá er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á grasvelli KR-inga, Meistaravöllum og stefnir allt í að fyrsti alvöru heimaleikur Eyþórs með KR verði akkúrat á móti hans gömlu félögum í Breiðabliki í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. „Ég mæti dýrvitlaus inn í þann leik og megi allir góðir vættir vaka yfir Viktori og Damir í þeim leik. Nei ég segi svona. Það verður bara gaman að mæta Blikum. Ég mæti eins og Tasmaníudjöfullinn inn á.“
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira