Fordæmi Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. apríl 2024 08:31 Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Ásgeir var auk þess bankastjóri Útvegsbankans og sagði að sama skapi ekki af sér þeirri stöðu fyrr en ljóst var að hann hefði landað forsetaembættinu. Hins vegar hefur Katrín Jakobsdóttir sagt sig frá öllum pólitískum trúnaðarstörfum í kjölfar þess að hún tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands. Ekki einungis sem formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum áður en úrslit kosninganna liggja fyrir. Með því hefur hún með afgerandi hætti undirstrikað það að hún sé hætt þátttöku í stjórnmálum. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður, og lagalega séð forsætisráðherra líka eins og Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, hefur bent á, og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri. Katrín kaus hins vegar að segja strax af sér og setja þar með nýtt fordæmi. Þá hefur hún afsalað sér biðlaunum, sem hún á fullan rétt til, á meðan á kosningabaráttunni stendur. Finnland ekki þroskað lýðræðisríki? Fullyrðingar um að ekkert dæmi sé um það að sitjandi forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð í þroskuðu lýðræðisríki í Evrópu standast ekki skoðun. Enginn skortur er á dæmum um það að háttsettir ráðherrar í álfunni, til að mynda forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar, sem og þingmenn og flokksformenn hafi farið í forsetaframboð og þá iðulega ekki sagt af sér embætti nema þeir hafi náð kjöri. Til að mynda má nefna í þeim efnum Mauno Koivisto, fyrrverandi forseta Finnlands, líkt og Stefán Pálsson sagnfræðingur gerði í samtali við mbl.is á dögunum. Koivisto lét ekki af embætti forsætisráðherra fyrr en daginn áður en hann tók við forsetaembættinu 1982. Stefán nefndi einnig Törju Halonen til sögunnar sem sagði ekki af embætti utanríkisráðherra Finnlands fyrr en eftir að hafa verið kjörin forseti árið 2000. Enn fremur má til dæmis nefna þá Carlo Azeglio Ciampi sem var kosinn forseti Ítalíu 1999 og fór beint í embætti forseta úr stóli fjármálaráðherra landsins, Edgars Rinkēvičs sem var kjörinn forseti Eistlands á síðasta ári og sagði af sér embætti utanríkisráðherra sama dag og hann tók við forsetaembættinu og Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýzkalands, sem var enn utanríkisráðherra landsins þegar hann var tilnefndur. Fordæmi bæði innan lands og utan Hvernig sem á málið er annars litið er vægast sagt vandséð hvernig hægt er að fá það út að í því felist valdasækni að segja af sér valdamesta embætti landsins auk þingmennsku og formennsku í stjórnmálaflokki til þess að bjóða sig fram í embætti sem ekki sízt í samanburði hefur sáralítil völd og það löngu áður en nokkuð liggur fyrir um það hvernig kosningarnar fara. Þvert á móti er ljóslega verið að sækjast eftir miklu minni völdum. Hvað varðar tal um það að framboð Katrínar sé orðið að einhvers konar álitshnekki á alþjóðavísu heldur slíkt að sama skapi engu vatni. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að velþekkt er erlendis að bæði þingmenn og ráðherrar fari í forsetaframboð og segi einungis af sér nái þeir kjöri. Miklu fremur er Katrín ekki síður að setja fordæmi alþjóðlega en innanlands um að þingmenn og ráðherrar segi af sér fari þeir í slíkt framboð. Kosningabaráttan fram að forsetakosningunum 1. júní verður vonandi málefnalegri en þau dæmi sem fjallað hefur verið um hér að framan. Með því að beita slíkum meðölum er eðli málsins samkvæmt verið að lýsa því yfir að málefnalegum rökum sé ekki fyrir að fara. Annars væri jú ekki þörf á því að grípa til slíkra óyndisúrræða. Slíkt dæmir sig vitanlega sjálft en stundum er framgangan slík að illa verður orða bundizt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Ásgeir var auk þess bankastjóri Útvegsbankans og sagði að sama skapi ekki af sér þeirri stöðu fyrr en ljóst var að hann hefði landað forsetaembættinu. Hins vegar hefur Katrín Jakobsdóttir sagt sig frá öllum pólitískum trúnaðarstörfum í kjölfar þess að hún tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands. Ekki einungis sem formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum áður en úrslit kosninganna liggja fyrir. Með því hefur hún með afgerandi hætti undirstrikað það að hún sé hætt þátttöku í stjórnmálum. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður, og lagalega séð forsætisráðherra líka eins og Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, hefur bent á, og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri. Katrín kaus hins vegar að segja strax af sér og setja þar með nýtt fordæmi. Þá hefur hún afsalað sér biðlaunum, sem hún á fullan rétt til, á meðan á kosningabaráttunni stendur. Finnland ekki þroskað lýðræðisríki? Fullyrðingar um að ekkert dæmi sé um það að sitjandi forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð í þroskuðu lýðræðisríki í Evrópu standast ekki skoðun. Enginn skortur er á dæmum um það að háttsettir ráðherrar í álfunni, til að mynda forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar, sem og þingmenn og flokksformenn hafi farið í forsetaframboð og þá iðulega ekki sagt af sér embætti nema þeir hafi náð kjöri. Til að mynda má nefna í þeim efnum Mauno Koivisto, fyrrverandi forseta Finnlands, líkt og Stefán Pálsson sagnfræðingur gerði í samtali við mbl.is á dögunum. Koivisto lét ekki af embætti forsætisráðherra fyrr en daginn áður en hann tók við forsetaembættinu 1982. Stefán nefndi einnig Törju Halonen til sögunnar sem sagði ekki af embætti utanríkisráðherra Finnlands fyrr en eftir að hafa verið kjörin forseti árið 2000. Enn fremur má til dæmis nefna þá Carlo Azeglio Ciampi sem var kosinn forseti Ítalíu 1999 og fór beint í embætti forseta úr stóli fjármálaráðherra landsins, Edgars Rinkēvičs sem var kjörinn forseti Eistlands á síðasta ári og sagði af sér embætti utanríkisráðherra sama dag og hann tók við forsetaembættinu og Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýzkalands, sem var enn utanríkisráðherra landsins þegar hann var tilnefndur. Fordæmi bæði innan lands og utan Hvernig sem á málið er annars litið er vægast sagt vandséð hvernig hægt er að fá það út að í því felist valdasækni að segja af sér valdamesta embætti landsins auk þingmennsku og formennsku í stjórnmálaflokki til þess að bjóða sig fram í embætti sem ekki sízt í samanburði hefur sáralítil völd og það löngu áður en nokkuð liggur fyrir um það hvernig kosningarnar fara. Þvert á móti er ljóslega verið að sækjast eftir miklu minni völdum. Hvað varðar tal um það að framboð Katrínar sé orðið að einhvers konar álitshnekki á alþjóðavísu heldur slíkt að sama skapi engu vatni. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að velþekkt er erlendis að bæði þingmenn og ráðherrar fari í forsetaframboð og segi einungis af sér nái þeir kjöri. Miklu fremur er Katrín ekki síður að setja fordæmi alþjóðlega en innanlands um að þingmenn og ráðherrar segi af sér fari þeir í slíkt framboð. Kosningabaráttan fram að forsetakosningunum 1. júní verður vonandi málefnalegri en þau dæmi sem fjallað hefur verið um hér að framan. Með því að beita slíkum meðölum er eðli málsins samkvæmt verið að lýsa því yfir að málefnalegum rökum sé ekki fyrir að fara. Annars væri jú ekki þörf á því að grípa til slíkra óyndisúrræða. Slíkt dæmir sig vitanlega sjálft en stundum er framgangan slík að illa verður orða bundizt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun