Aldrei fleirum vísað frá Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 22:01 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir frávísanir á landamærum aldrei hafa verið fleiri. Vísir/Einar Aldrei hefur fleirum verið vísað frá Íslandi sem komið hafa á Keflavíkurflugvöll en það sem af er þessu ári eða rúmlega tvö hundruð manns. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir dæmi um að sama fólkinu sé vísað frá landinu oftar en einu sinni. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli í góðu samstarfi við Tollgæsluna en milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki frá landinu meðal annars ef það er talið ógna almannaöryggi. Slíkt hefur verið gert í meira mæli á síðustu árum. „Ég held að við séum komin í rúmlega tvö hundruð einstaklinga það sem af er ári. Síðustu tvö ár eru stærstu ár hvað varðar frávísanir á Keflavíkurflugvelli og ég á von á því að árið 2024 verði stærra heldur en síðasta ár. Frávísanir á landamærunum hafa aldrei verið fleiri og þær eru flestar á innri landamærum.“ Misjafnt er hvort farþegar þurfi að sýna vegabréf eða ekki eftir því hvaðan þeir koma en talað er um innri og ytri landamæri eftir því hvort er. Innri landamærin eru þar sem vegabréfaeftirlit fer ekki fram en þar erum er að ræða farþega frá löndum innan Schengen. „Þetta snýst oft um að vísa mönnum frá sem að eiga sér brotaferil og þeir eiga sér brotaferil þá í mjög mörgum tilfellum á Íslandi. Þetta eru einstaklingar sem að geta ekki gert grein fyrir dvöl sinni og af hverju þeir eru komnir til Íslands. Regluverkið er auðvitað alveg skírt. Við höfum þarna ákveðnar heimildir og það er auðvitað fyrir okkur að nýta þær með sanngjörnum og eðlilegum hætti og gæta meðalhófs.“ Þá segir hann dæmi um að sama fólkinu sé vísað oft frá. „Það er alveg þekkt að við þurfum að frávísa einstaklingi af landamærunum oftar en einu sinni.“ Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Reykjanesbær Hælisleitendur Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli í góðu samstarfi við Tollgæsluna en milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki frá landinu meðal annars ef það er talið ógna almannaöryggi. Slíkt hefur verið gert í meira mæli á síðustu árum. „Ég held að við séum komin í rúmlega tvö hundruð einstaklinga það sem af er ári. Síðustu tvö ár eru stærstu ár hvað varðar frávísanir á Keflavíkurflugvelli og ég á von á því að árið 2024 verði stærra heldur en síðasta ár. Frávísanir á landamærunum hafa aldrei verið fleiri og þær eru flestar á innri landamærum.“ Misjafnt er hvort farþegar þurfi að sýna vegabréf eða ekki eftir því hvaðan þeir koma en talað er um innri og ytri landamæri eftir því hvort er. Innri landamærin eru þar sem vegabréfaeftirlit fer ekki fram en þar erum er að ræða farþega frá löndum innan Schengen. „Þetta snýst oft um að vísa mönnum frá sem að eiga sér brotaferil og þeir eiga sér brotaferil þá í mjög mörgum tilfellum á Íslandi. Þetta eru einstaklingar sem að geta ekki gert grein fyrir dvöl sinni og af hverju þeir eru komnir til Íslands. Regluverkið er auðvitað alveg skírt. Við höfum þarna ákveðnar heimildir og það er auðvitað fyrir okkur að nýta þær með sanngjörnum og eðlilegum hætti og gæta meðalhófs.“ Þá segir hann dæmi um að sama fólkinu sé vísað oft frá. „Það er alveg þekkt að við þurfum að frávísa einstaklingi af landamærunum oftar en einu sinni.“
Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Reykjanesbær Hælisleitendur Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira