Óafturkræf mistök Auður Axelsdóttir skrifar 14. apríl 2024 12:00 Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök. Störf 35 einstaklinga verða leyst upp og finna á önnur störf með “starfsþróun” í huga. Það er eitthvað skakkt við þetta og hvers vegna þessi hraði? Einstaklingar sem hafa skerta starfsorku þurfa fyrst og fremst öryggi, virðingu og stuðning til að geta skilað af sér verkefnum og fundið til sín. Að tilheyra vinnustað og vera í hópi skiptir öllu máli. Stuðningur sem byggir á hlýju og hvatningu er lykilatriði og getur skipt sköpum. Í þannig umhverfi er möguleiki á að það þróist aukin starfsgeta með tímanum en makmiðið ætti alltaf að vera vellíðan á vinnustað og aukin lífsgæði starfsfólksins. Múlalundur er þar að auki í fallegu umhverfi Reykjalundar sem hefur alla tíð lagt metnað í að veita störf með hæfingu og endurhæfingu að leiðarljósi. Í minningunni voru vistmenn Reykjalundar allir að gera eitthvað, unnu m.a. við framleiðslu á leikföngum, lömpum og legókubbum svo dæmi séu tekin. Að hafa hlutverk var dýrmætt, að vinna í hópi fólks styrkti félagslegu tengslin og baráttan við heilsubrest varð bærilegri. Á Múlalundi er byggt á reynslunni sem skapaðist á Reykjalundi um að eflandi umhverfi sem byggir á samkennd og samvinnu getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan einstaklinga með skerta starfsorku. Í mínu starfi hef ég hitt nokkra einstaklinga sem hafa fengið þjálfun hjá Múlalundi, í framhaldinu komið við í Hugarafli og síðan haldið á almennan vinnumarkað með góðum árangri. Á leiðinni var það alltumlykjandi stuðningur og hvetjandi umhverfi sem vísaði veginn og skilaði þessum árangri. Þessir einstaklingar gátu á endanum valið störf sem hentuðu þeirra framtíðaráformum. Nú verður starfshópnum á Múlalundi tvístrað. Og ferlið er komið af stað og sótt hefur verið um störf hér og þar á vegum Vinnumálastofnunar. Ég velti fyrir mér hvort það hafi á einhverjum tímapunkti verið talað við þá einstaklinga sem hér um ræðir, höfðu þau rödd í undirbúningsferlinu þegar ákvörðun var tekin? Eru til einhverjar staðreyndir um að sé svona hópur leystur upp og fari á aðra vinnustaði, væntanlega einn á hverjum stað, að það skili öðrum og betri niðurstöðum? Er tekið tillit til þess að það að mögulega eini aðilinn á stórum vinnustað með skerta starfsorku geti valdið óöryggi og jafnvel niðurbroti? Er það vænlegt til “starfsþróunar”? Er það meiningin að hver og einn vinnustaður, væntanlega 35 vinnustaðir geti boðið uppá þessa nálgun sem Múlalundur hefur veitt og þróað í áratugi?? Að lokum, verður þessari ákvörðun fylgt eftir með óháðri rannsókn á því hvernig þessum einstaklingum reiðir af, hvort þeim líði betur, hvort þeirra félagslegu þörfum sé mætt og hvort “starfsþróun” sé betri á öðrum vinnustöðum? Hyggilegast væri að bakka með þessa ákvörðun og beina kröftunum að því að efla innra starf Múlalundar. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök. Störf 35 einstaklinga verða leyst upp og finna á önnur störf með “starfsþróun” í huga. Það er eitthvað skakkt við þetta og hvers vegna þessi hraði? Einstaklingar sem hafa skerta starfsorku þurfa fyrst og fremst öryggi, virðingu og stuðning til að geta skilað af sér verkefnum og fundið til sín. Að tilheyra vinnustað og vera í hópi skiptir öllu máli. Stuðningur sem byggir á hlýju og hvatningu er lykilatriði og getur skipt sköpum. Í þannig umhverfi er möguleiki á að það þróist aukin starfsgeta með tímanum en makmiðið ætti alltaf að vera vellíðan á vinnustað og aukin lífsgæði starfsfólksins. Múlalundur er þar að auki í fallegu umhverfi Reykjalundar sem hefur alla tíð lagt metnað í að veita störf með hæfingu og endurhæfingu að leiðarljósi. Í minningunni voru vistmenn Reykjalundar allir að gera eitthvað, unnu m.a. við framleiðslu á leikföngum, lömpum og legókubbum svo dæmi séu tekin. Að hafa hlutverk var dýrmætt, að vinna í hópi fólks styrkti félagslegu tengslin og baráttan við heilsubrest varð bærilegri. Á Múlalundi er byggt á reynslunni sem skapaðist á Reykjalundi um að eflandi umhverfi sem byggir á samkennd og samvinnu getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan einstaklinga með skerta starfsorku. Í mínu starfi hef ég hitt nokkra einstaklinga sem hafa fengið þjálfun hjá Múlalundi, í framhaldinu komið við í Hugarafli og síðan haldið á almennan vinnumarkað með góðum árangri. Á leiðinni var það alltumlykjandi stuðningur og hvetjandi umhverfi sem vísaði veginn og skilaði þessum árangri. Þessir einstaklingar gátu á endanum valið störf sem hentuðu þeirra framtíðaráformum. Nú verður starfshópnum á Múlalundi tvístrað. Og ferlið er komið af stað og sótt hefur verið um störf hér og þar á vegum Vinnumálastofnunar. Ég velti fyrir mér hvort það hafi á einhverjum tímapunkti verið talað við þá einstaklinga sem hér um ræðir, höfðu þau rödd í undirbúningsferlinu þegar ákvörðun var tekin? Eru til einhverjar staðreyndir um að sé svona hópur leystur upp og fari á aðra vinnustaði, væntanlega einn á hverjum stað, að það skili öðrum og betri niðurstöðum? Er tekið tillit til þess að það að mögulega eini aðilinn á stórum vinnustað með skerta starfsorku geti valdið óöryggi og jafnvel niðurbroti? Er það vænlegt til “starfsþróunar”? Er það meiningin að hver og einn vinnustaður, væntanlega 35 vinnustaðir geti boðið uppá þessa nálgun sem Múlalundur hefur veitt og þróað í áratugi?? Að lokum, verður þessari ákvörðun fylgt eftir með óháðri rannsókn á því hvernig þessum einstaklingum reiðir af, hvort þeim líði betur, hvort þeirra félagslegu þörfum sé mætt og hvort “starfsþróun” sé betri á öðrum vinnustöðum? Hyggilegast væri að bakka með þessa ákvörðun og beina kröftunum að því að efla innra starf Múlalundar. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun