Ten Hag og nýir yfirmenn hans munu leita að framherja í sumar Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 11:31 Nýir eigendur og slæmt gengi á tímabilinu hefur hleypt miklum hita undir stjórasæti Ten Hag. Ryan Jenkinson/MB Media/Getty Images Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leita að framherja og vinstri bakverði þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Hann sagði kaupstefnu félagsins undir hans stjórn hafa skilað góðum árangri en mætir hugmyndum nýrra yfirmanna sinna með opnum hug. Eftir 31 umferð í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester United aðeins skorað 45 sinnum, fæst mörk allra liða í efri hluta deildarinnar. Þeir fengu danska framherjann Rasmus Höjlund fyrir tímabilið og hann hefur lofað góðu en Ten Hag hefði viljað meiri fjölbreytni í fremstu línu. „Maður verður að hafa fleiri valmöguleika. Þú þarft tvo góða menn í hverja stöðu en í sumum stöðum höfðum við ekki þann möguleika – framherjastaðan og vinstri bakvarðarstaðan. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á okkar frammistöður og úrslit.“ Manchester United gerir sér ferð til Bournemouth síðar í dag. Liðið er nokkuð meiðslahrjáð en fyrr í dag bárust fréttir af því að Marcus Rashford og Scott McTominay væru tæpir og tækju líklega ekki þátt. Ten Hag sagði sóknarmennina Marcus Rashford og Anthony Martial einmitt hafa valdið sér vonbrigðum. Þjálfarinn gerði ráð fyrir meira framlagi frá þeim þegar hann teiknaði upp tímabilið. „Samkvæmt okkar plani hefðum við átt að skora nóg af mörkum. Við treystum á mörk frá Rashford – hann skoraði 30 á síðasta tímabili. Við treystum á mörk frá Martial – hann spilaði vel á síðasta tímabili. Svo fáum við Rasmus Höjlund inn, þetta hefði átt að skila nóg af mörkum.“ Hefur gengið vel en alltaf opinn fyrir betri hugmyndum Orðrómar hafa verið á sveimi að Ten Hag verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri félagsins, Jim Ratcliffe, hefur hins vegar ekkert gefið út opinberlega. Að því gefnu að Ten Hag haldi áfram sagðist hann spenntur að starfa með nýjum yfirmönnum í breyttu starfsumhverfi. Man. Utd. hefur fengið til starfa fyrrum yfirmann hjá City Group, Omar Berrada. Það var svo tilkynnt fyrr í vikunni að John Murtough myndi láta af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála, Dan Ashworth hjá Newcastle þykir hans líklegasti eftirmaður. „Við erum að vinna bakvið tjöldin með útsendurum okkar. Hingað til hefur það gengið vel. Onana er að standa sig mjög vel, það sjá allir hæfileika Rasmus Höjlund og allir hafa verið ánægðir með Lisandro Martinez. Það eru fleiri dæmi. Við höfum verið að skila góðu starfi en ef þeir koma með einhverjar enn betri hugmyndir erum við alltaf til í að heyra þær. Við erum með ýmsa möguleika en ef þeir bjóða okkur betri möguleika erum við opnir fyrir því, svo sem lengi sem það fellur inn í okkar leikskipulag og liðsstefnu“ sagði Ten Hag að lokum. Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Sjá meira
Eftir 31 umferð í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester United aðeins skorað 45 sinnum, fæst mörk allra liða í efri hluta deildarinnar. Þeir fengu danska framherjann Rasmus Höjlund fyrir tímabilið og hann hefur lofað góðu en Ten Hag hefði viljað meiri fjölbreytni í fremstu línu. „Maður verður að hafa fleiri valmöguleika. Þú þarft tvo góða menn í hverja stöðu en í sumum stöðum höfðum við ekki þann möguleika – framherjastaðan og vinstri bakvarðarstaðan. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á okkar frammistöður og úrslit.“ Manchester United gerir sér ferð til Bournemouth síðar í dag. Liðið er nokkuð meiðslahrjáð en fyrr í dag bárust fréttir af því að Marcus Rashford og Scott McTominay væru tæpir og tækju líklega ekki þátt. Ten Hag sagði sóknarmennina Marcus Rashford og Anthony Martial einmitt hafa valdið sér vonbrigðum. Þjálfarinn gerði ráð fyrir meira framlagi frá þeim þegar hann teiknaði upp tímabilið. „Samkvæmt okkar plani hefðum við átt að skora nóg af mörkum. Við treystum á mörk frá Rashford – hann skoraði 30 á síðasta tímabili. Við treystum á mörk frá Martial – hann spilaði vel á síðasta tímabili. Svo fáum við Rasmus Höjlund inn, þetta hefði átt að skila nóg af mörkum.“ Hefur gengið vel en alltaf opinn fyrir betri hugmyndum Orðrómar hafa verið á sveimi að Ten Hag verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri félagsins, Jim Ratcliffe, hefur hins vegar ekkert gefið út opinberlega. Að því gefnu að Ten Hag haldi áfram sagðist hann spenntur að starfa með nýjum yfirmönnum í breyttu starfsumhverfi. Man. Utd. hefur fengið til starfa fyrrum yfirmann hjá City Group, Omar Berrada. Það var svo tilkynnt fyrr í vikunni að John Murtough myndi láta af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála, Dan Ashworth hjá Newcastle þykir hans líklegasti eftirmaður. „Við erum að vinna bakvið tjöldin með útsendurum okkar. Hingað til hefur það gengið vel. Onana er að standa sig mjög vel, það sjá allir hæfileika Rasmus Höjlund og allir hafa verið ánægðir með Lisandro Martinez. Það eru fleiri dæmi. Við höfum verið að skila góðu starfi en ef þeir koma með einhverjar enn betri hugmyndir erum við alltaf til í að heyra þær. Við erum með ýmsa möguleika en ef þeir bjóða okkur betri möguleika erum við opnir fyrir því, svo sem lengi sem það fellur inn í okkar leikskipulag og liðsstefnu“ sagði Ten Hag að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Sjá meira