Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2024 09:00 Slagurinn er að harðna. Ástþór beinir spjótum sínum að „hermangsþríeykið“ Katrínu, Baldri og Jóni í nýju myndbandi og undir ómar lag Hatara sem Ástþór tók til notkunar að hljómsveitinni forspurðri. Ástþór telur greinilega að ekki verði barist fyrir friði friðsamlega. Nú er tekið að hitna í baráttunni um Bessastaði og ljóst að Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ætlar ekki að hverfa úr þeirri baráttu hægt og hljótt. Óhætt er að segja að nýtt myndband Ástþórs hafi vakið athygli þar sem tónlist Hatara hljómar undir í ósátt hljómsveitarinnar. Ástþór hefur sett í loftið afar herskátt Youtube-myndband þar sem hann talar fyrir friði. Við lok ávarps Ástþórs tekur við kafli þar undir hljómar tónlist frá Hatara og þau þrjú sem efst eru í skoðanakönnun, þau Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr eru í skotlínunni. Þau kallar Ástþór hermangsþríeykið. Þar eru þau sýnd saman og sitt í hvoru lagi sem stríðsæsingamenn og svo lýkur myndbandinu með kjarnorkusprengju. Ástþór segir í ávarpi sínu, áður heimagerða myndbandið hefst, að við verðum að takafrumkvæði í að leiða heiminn til friðar. Hann hafi varað við því að stríð myndi hefjast gegn Rússlands og íslands. „Það stríð er nú hafið, sendiráði lokað, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt símtal til friðar. stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir möguleikar: Stríð eða friður. Guð blessi Ísland.“ Og þá tekur við dúndrandi heimsósóminn, vídeóið þar sem í aðalhlutverki eru mótframbjóðendur Ástþórs, þau Katrín, Baldur og Jón og undir er viðeigandi brot úr lagi með Hatara: „Dansið eða deyið“.Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Hatara-menn ekki hafðir með í ráðum, lagið var notað að þeim forspurðum og eru þeir, eftir því sem næst verður komist, að leita upplýsinga um hvernig best er að bregðast við öðru eins og þessu. Forsetakosningar 2024 Höfundarréttur Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Ástþór hefur sett í loftið afar herskátt Youtube-myndband þar sem hann talar fyrir friði. Við lok ávarps Ástþórs tekur við kafli þar undir hljómar tónlist frá Hatara og þau þrjú sem efst eru í skoðanakönnun, þau Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr eru í skotlínunni. Þau kallar Ástþór hermangsþríeykið. Þar eru þau sýnd saman og sitt í hvoru lagi sem stríðsæsingamenn og svo lýkur myndbandinu með kjarnorkusprengju. Ástþór segir í ávarpi sínu, áður heimagerða myndbandið hefst, að við verðum að takafrumkvæði í að leiða heiminn til friðar. Hann hafi varað við því að stríð myndi hefjast gegn Rússlands og íslands. „Það stríð er nú hafið, sendiráði lokað, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt símtal til friðar. stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir möguleikar: Stríð eða friður. Guð blessi Ísland.“ Og þá tekur við dúndrandi heimsósóminn, vídeóið þar sem í aðalhlutverki eru mótframbjóðendur Ástþórs, þau Katrín, Baldur og Jón og undir er viðeigandi brot úr lagi með Hatara: „Dansið eða deyið“.Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Hatara-menn ekki hafðir með í ráðum, lagið var notað að þeim forspurðum og eru þeir, eftir því sem næst verður komist, að leita upplýsinga um hvernig best er að bregðast við öðru eins og þessu.
Forsetakosningar 2024 Höfundarréttur Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00