Tölum saman um aðgengilegar sálfræðimeðferðir Kristjbörg Þórisdóttir skrifar 13. apríl 2024 07:01 Árið 2008 sótti ég sem ungur sálfræðinemi ráðstefnu í Berlín ásamt nokkrum kollegum mínum við Árósarháskóla. Ráðstefnan var á vegum EABCT sem eru Evrópusamtök um hugræna atferlismeðferð. Á ráðstefnunni flutti prófessor í sálfræði við Oxford háskóla í Bretlandi, David M Clark, erindi um nýlegt verkefni sem snerist um að auka aðgengi almennings að gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Verkefnið gekk þá undir heitinu IAPT (Improving Access to Psychological Therapies) en í dag gengur það undir heitinu Talking therapies og er fjármagnað af breska ríkissjóðnum. Það er skemmst frá því að segja að ég varð hugfangin af þessu verkefni og hef verið með þetta í huganum alla daga síðan þá. Ójafnt aðgengi að meðferðum vegna tilfinningalegs vanda og líkamlegra sjúkdóma Af hverju varð ég svona hugfangin? Jú, vegna þess að verkefnið er hvoru tveggja skynsamlegt og rökrétt og ég sá strax fyrir mér að þetta ættum við að bjóða íslenskum almenningi. Í bók sinni Thrive benda David M Clark og Richard Layard, breskur hagfræðingur og samstarfsfélagi Davids meðal annars á þá sorglegu staðreynd að nánast allir fá viðeigandi meðferð við líkamlegum sjúkdómum en minna en þriðjungur fólks með tilfinningavanda fær gagnreynda sálfræðimeðferð þrátt fyrir að á hverjum tíma séu að minnsta kosti einn af hverjum sex sem þjáist og myndi greinast með þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir hafa verið til í áratugi og eru sífellt í þróun til að hjálpa fólki að leysa úr sínum vandamálum. Sálfræðimeðferðir snúast í raun ekki einungis um að bæta líf fólks frá degi til dags heldur breyta þær lífi fólks til hins betra til lengri tíma. Sá bati hefur gríðarlega mikla samfélagslega arðsemi í för með sér. Sýnt hefur verið fram á að meðferðirnar borga sig upp sjálfar. Hver króna sem sett er í meðferðina skilar sér allt að tífalt til baka. Tölum saman hér á landi Það er tímabært að hefja vegferðina hér. Svipaða vegferð og Bretar hafa verið á undir forystu David M Clark undanfarin tæp tuttugu ár. Fleiri lönd fylgja nú í kjölfarið svo sem Noregur, Kanada, Ástralía og Finnland og tryggja aðgengi almennings með tilfinningalegan vanda að viðeigandi meðferð. Til þess að slíkt verkefni heppnist er ekki nóg að ráða bara inn sálfræðinga hér og þar. Það þarf að skipuleggja verkefnið vel, setja af stað tilraunasetur, koma af stað gagnagrunnum og kerfum sem halda utan um verkefnið, tölfræði þess, tryggja samræmingu og aðgengi að meðferðarleiðarvísum, árangursmælingum, þjálfun og handleiðslu meðferðaraðila auk þess að vinna rannsóknir samhliða á framgangi og árangri í samstarfi við háskólana og fræðasamfélagið. Við erum lítið land og það er mín skoðun að það sé styrkleiki okkar varðandi þetta verkefni. Með því að vera lítil getum við verið stór í slíkri uppbyggingu því kerfið okkar er ekki stórt og boðleiðirnar stuttar. Við getum gert þetta. Eftir hverju er að bíða? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Árið 2008 sótti ég sem ungur sálfræðinemi ráðstefnu í Berlín ásamt nokkrum kollegum mínum við Árósarháskóla. Ráðstefnan var á vegum EABCT sem eru Evrópusamtök um hugræna atferlismeðferð. Á ráðstefnunni flutti prófessor í sálfræði við Oxford háskóla í Bretlandi, David M Clark, erindi um nýlegt verkefni sem snerist um að auka aðgengi almennings að gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Verkefnið gekk þá undir heitinu IAPT (Improving Access to Psychological Therapies) en í dag gengur það undir heitinu Talking therapies og er fjármagnað af breska ríkissjóðnum. Það er skemmst frá því að segja að ég varð hugfangin af þessu verkefni og hef verið með þetta í huganum alla daga síðan þá. Ójafnt aðgengi að meðferðum vegna tilfinningalegs vanda og líkamlegra sjúkdóma Af hverju varð ég svona hugfangin? Jú, vegna þess að verkefnið er hvoru tveggja skynsamlegt og rökrétt og ég sá strax fyrir mér að þetta ættum við að bjóða íslenskum almenningi. Í bók sinni Thrive benda David M Clark og Richard Layard, breskur hagfræðingur og samstarfsfélagi Davids meðal annars á þá sorglegu staðreynd að nánast allir fá viðeigandi meðferð við líkamlegum sjúkdómum en minna en þriðjungur fólks með tilfinningavanda fær gagnreynda sálfræðimeðferð þrátt fyrir að á hverjum tíma séu að minnsta kosti einn af hverjum sex sem þjáist og myndi greinast með þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir hafa verið til í áratugi og eru sífellt í þróun til að hjálpa fólki að leysa úr sínum vandamálum. Sálfræðimeðferðir snúast í raun ekki einungis um að bæta líf fólks frá degi til dags heldur breyta þær lífi fólks til hins betra til lengri tíma. Sá bati hefur gríðarlega mikla samfélagslega arðsemi í för með sér. Sýnt hefur verið fram á að meðferðirnar borga sig upp sjálfar. Hver króna sem sett er í meðferðina skilar sér allt að tífalt til baka. Tölum saman hér á landi Það er tímabært að hefja vegferðina hér. Svipaða vegferð og Bretar hafa verið á undir forystu David M Clark undanfarin tæp tuttugu ár. Fleiri lönd fylgja nú í kjölfarið svo sem Noregur, Kanada, Ástralía og Finnland og tryggja aðgengi almennings með tilfinningalegan vanda að viðeigandi meðferð. Til þess að slíkt verkefni heppnist er ekki nóg að ráða bara inn sálfræðinga hér og þar. Það þarf að skipuleggja verkefnið vel, setja af stað tilraunasetur, koma af stað gagnagrunnum og kerfum sem halda utan um verkefnið, tölfræði þess, tryggja samræmingu og aðgengi að meðferðarleiðarvísum, árangursmælingum, þjálfun og handleiðslu meðferðaraðila auk þess að vinna rannsóknir samhliða á framgangi og árangri í samstarfi við háskólana og fræðasamfélagið. Við erum lítið land og það er mín skoðun að það sé styrkleiki okkar varðandi þetta verkefni. Með því að vera lítil getum við verið stór í slíkri uppbyggingu því kerfið okkar er ekki stórt og boðleiðirnar stuttar. Við getum gert þetta. Eftir hverju er að bíða? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun