Þrjátíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna og bætist í hópinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 06:37 Sitt sýnist hverjum um nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar. Vísir/Vilhelm Alls höfðu 27.329 einstaklingar sett nafn sitt í morgunsárið á undirskriftalista á island.is sem ber yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“. Stöðugt fjölgar í söfnuninni sem rauf þrjátíu þúsund manna múrinn um ellefuleytið í morgun. Aðeins þeir sem hafa rafræn skilríki geta skrifað undir á island.is. Þrjátíu þúsund manns svarar til um átta prósent landsmanna. Undirskriftalistinn var stofnaður í fyrradag, sama dag og ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman í fyrsta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Forysta hans hefur verið gagnrýnd, bæði meðal stjórnarandstöðunnar og almennings, en lögregla lét til sín taka bæði við Bessastaði og í Alþingishúsinu í gær, þegar gerð voru hróp að Bjarna af þingpöllunum. Ný ríkisstjórn var til umræðu í Pallborðinu í gær, þar sem gestir voru meðal annars spurðir að því hvort þeir teldu að stjórnin myndi lifa út kjörtímabilið. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi svo vera og að stjórninni myndi farnast mjög vel. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist hafa farið fram og til baka með það í gegnum tíðina hvort stjórnin væri að springa og hún væri orðin þreytt á að spá í því. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagðist hins vegar spá því að samstarfið myndi ekki halda. „Það verði Vinstri græn sem aftur skilji við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, muni við gott tækifæri skilja Bjarna aftur eftir í kuldanum eins og Katrín gerði.“ Fréttin var uppfærð 11:45 . Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Aðeins þeir sem hafa rafræn skilríki geta skrifað undir á island.is. Þrjátíu þúsund manns svarar til um átta prósent landsmanna. Undirskriftalistinn var stofnaður í fyrradag, sama dag og ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman í fyrsta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Forysta hans hefur verið gagnrýnd, bæði meðal stjórnarandstöðunnar og almennings, en lögregla lét til sín taka bæði við Bessastaði og í Alþingishúsinu í gær, þegar gerð voru hróp að Bjarna af þingpöllunum. Ný ríkisstjórn var til umræðu í Pallborðinu í gær, þar sem gestir voru meðal annars spurðir að því hvort þeir teldu að stjórnin myndi lifa út kjörtímabilið. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi svo vera og að stjórninni myndi farnast mjög vel. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist hafa farið fram og til baka með það í gegnum tíðina hvort stjórnin væri að springa og hún væri orðin þreytt á að spá í því. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagðist hins vegar spá því að samstarfið myndi ekki halda. „Það verði Vinstri græn sem aftur skilji við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, muni við gott tækifæri skilja Bjarna aftur eftir í kuldanum eins og Katrín gerði.“ Fréttin var uppfærð 11:45 .
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57