Ætla að vera aðeins „hógværari“ en Ölfus við gerð bæjarskiltis Bjarki Sigurðsson skrifar 10. apríl 2024 13:24 Það fer ekki framhjá neinum sem ekur yfir Hellisheiðina að hann sé mættur í sveitarfélagið Ölfus enda stærðarinnar skilti sem gerir fólki grein fyrir því. Vísir/Þórir Til stendur að reisa nokkur skilti við bæjarmörk Hveragerðisbæjar á þessu ári. Í minnisblaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar bæjarins er lagt til að vera ögn „hógværari“ en nágrannarnir í Ölfusi við gerð skiltanna. Fyrir nokkru síðan voru öll skilti sem sýndu fólki að þau væru mætt til Hveragerðis tekin niður er verið var að vinna að framkvæmdum á þjóðveginum. Skiltin voru aldrei sett aftur upp en nú finnst menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar vera kominn tími til. Fara ekki sömu leið og Ölfus Verkefnið hefur verið í gangi um nokkurt skeið og nýlega skilaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd bæjarins af sér minnisblaði þar sem rætt er aðeins um hvernig skiltið eigi að líta út. „Það eru auðvitað ýmsar leiðir til að gera bæjarskilti en við leggjum ekki upp með að fara sömu leið og Ölfus gerir á Hellisheiði,“ segir í minnisblaðinu en skilti Ölfuss er eitt það mest áberandi á landinu. Um er að ræða stórt steypt skilti með stórum stöfum og baklýsingu. Skiltið við bæjarmörk Ölfuss. Í minnisblaðinu er lagt til að fara „hógværari“ leið við gerð skiltis, líkt og Stykkishólmur gerir en það skilti má sjá hér fyrir neðan. Svona lítur skiltið í Stykkishólmi út.Hveragerðisbær Skiltið hjá Ölfusi líka flott Í samtali við fréttastofu segir Sandra Sigurðardóttir, formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar, að nefndin hafi ekki verið að gagnrýna skilti Ölfuss með því að kalla eftir hógværari leið. „Það er bara alveg geggjað. Þetta er auðvitað steypt skilti og mjög stórt og mikið. Með ljósum og öðru slíku. Við ætlum ekki að vera með jafn stórt skilti heldur erum við meira að tala um tengingu við bæinn okkar,“ segir Sandra. Sandra Sigurðardóttir er formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar. Blómabærinn Stefnt er að því að skiltið verði blómlegt enda er Hveragerði þekktur fyrir blóm sín, þar má finna fjórar blómabúðir og eru nokkrar hátíðir þar kenndar við blóm, þar má nefna Blóm í bæ, Allt í Blóma og Blómstrandi dagar. „Við erum auðvitað stolt af okkar bæjarfélagi þannig við viljum auðvitað að fólk viti að það sé í Hveragerði. Við erum auðvitað landlítið sveitarfélag og eins og krækiber í miðju Ölfusi. Ég held það fari samt ekki framhjá neinum þegar það ekur niður Kambana og sér strókana upp úr hverunum, blómin, öll grænu trén og allan gróðurinn. Það fer ekkert á milli mála. Auðvitað erum við stolt af okkar sveitarfélagi og viljum hvetja fólk til þess að koma fljótt aftur og annað slíkt,“ segir Sandra. Í Hveragerði búa yfir 3.200 manns.Vísir/Vilhelm Hún segir bæinn einmitt vilja tengja sig meira við blóminn, sem og náttúruna, útivist og heilsu. „Það er sérstaðan okkar sem við viljum vinna með. Lyfta því svolítið upp. Blóm og það verður svolítið lagt upp úr því að fegra bæinn okkar þegar fer að vora. Með blóm í haga,“ segir Sandra. Hringtorgið gert flottara Það er ekki einungis verið að fara að reisa skilti heldur er einnig stefnt af því að „poppa aðeins upp“ hringtorgið sem fólk ekur í kringum þegar það keyrir framhjá bænum. Þar á að setja ýmiskonar blóm og gera það fallegra. „Við leggjum upp úr blómunum og höfum alltaf gert. Við viljum undirstrika það að þegar þú keyrir þjóðveginn og framhjá Hveragerði, að lokka fólk inn til okkar á hringtorginu og leiða þá inn í paradísina sem Hveragerðisbær er,“ segir Sandra. Styttur og útilistaverk Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Fyrir nokkru síðan voru öll skilti sem sýndu fólki að þau væru mætt til Hveragerðis tekin niður er verið var að vinna að framkvæmdum á þjóðveginum. Skiltin voru aldrei sett aftur upp en nú finnst menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar vera kominn tími til. Fara ekki sömu leið og Ölfus Verkefnið hefur verið í gangi um nokkurt skeið og nýlega skilaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd bæjarins af sér minnisblaði þar sem rætt er aðeins um hvernig skiltið eigi að líta út. „Það eru auðvitað ýmsar leiðir til að gera bæjarskilti en við leggjum ekki upp með að fara sömu leið og Ölfus gerir á Hellisheiði,“ segir í minnisblaðinu en skilti Ölfuss er eitt það mest áberandi á landinu. Um er að ræða stórt steypt skilti með stórum stöfum og baklýsingu. Skiltið við bæjarmörk Ölfuss. Í minnisblaðinu er lagt til að fara „hógværari“ leið við gerð skiltis, líkt og Stykkishólmur gerir en það skilti má sjá hér fyrir neðan. Svona lítur skiltið í Stykkishólmi út.Hveragerðisbær Skiltið hjá Ölfusi líka flott Í samtali við fréttastofu segir Sandra Sigurðardóttir, formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar, að nefndin hafi ekki verið að gagnrýna skilti Ölfuss með því að kalla eftir hógværari leið. „Það er bara alveg geggjað. Þetta er auðvitað steypt skilti og mjög stórt og mikið. Með ljósum og öðru slíku. Við ætlum ekki að vera með jafn stórt skilti heldur erum við meira að tala um tengingu við bæinn okkar,“ segir Sandra. Sandra Sigurðardóttir er formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar. Blómabærinn Stefnt er að því að skiltið verði blómlegt enda er Hveragerði þekktur fyrir blóm sín, þar má finna fjórar blómabúðir og eru nokkrar hátíðir þar kenndar við blóm, þar má nefna Blóm í bæ, Allt í Blóma og Blómstrandi dagar. „Við erum auðvitað stolt af okkar bæjarfélagi þannig við viljum auðvitað að fólk viti að það sé í Hveragerði. Við erum auðvitað landlítið sveitarfélag og eins og krækiber í miðju Ölfusi. Ég held það fari samt ekki framhjá neinum þegar það ekur niður Kambana og sér strókana upp úr hverunum, blómin, öll grænu trén og allan gróðurinn. Það fer ekkert á milli mála. Auðvitað erum við stolt af okkar sveitarfélagi og viljum hvetja fólk til þess að koma fljótt aftur og annað slíkt,“ segir Sandra. Í Hveragerði búa yfir 3.200 manns.Vísir/Vilhelm Hún segir bæinn einmitt vilja tengja sig meira við blóminn, sem og náttúruna, útivist og heilsu. „Það er sérstaðan okkar sem við viljum vinna með. Lyfta því svolítið upp. Blóm og það verður svolítið lagt upp úr því að fegra bæinn okkar þegar fer að vora. Með blóm í haga,“ segir Sandra. Hringtorgið gert flottara Það er ekki einungis verið að fara að reisa skilti heldur er einnig stefnt af því að „poppa aðeins upp“ hringtorgið sem fólk ekur í kringum þegar það keyrir framhjá bænum. Þar á að setja ýmiskonar blóm og gera það fallegra. „Við leggjum upp úr blómunum og höfum alltaf gert. Við viljum undirstrika það að þegar þú keyrir þjóðveginn og framhjá Hveragerði, að lokka fólk inn til okkar á hringtorginu og leiða þá inn í paradísina sem Hveragerðisbær er,“ segir Sandra.
Styttur og útilistaverk Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira