Píratar og prinsipp í pólitík Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 23:01 Þann 8. nóvember 2017 var allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar, að sögn fráfarandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eftir að Framsóknarflokkurinn sleit ríkisstjórnarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar. Þessir flokkar voru með mjög tæpan 1 þingsætis meirihluta. Tillögum Pírata um að draga fleiri flokka að til þess að gera stöðugri meirihluta var hafnað og að lokum viðræðunum sjálfum. Allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir, sagði fráfarandi forsætisráðherra. Það stóð ekki á Pírötum að gera málamiðlanir. Það var búið að ná niðurstöðum um kröfur Pírata, til dæmis varðandi það að klára stjórnarskránna á kjörtímabilinu. Við vorum sátt með okkar mál þegar viðræðum var slitið. Það voru því ekki einhverjar óraunhæfar kröfur af okkar hendi sem útilokuðu stjórnarsamstarf þessara flokka. Það virðist frekar hafa verið að Framsóknarflokkurinn lærði allt í einu að telja og þau áttuðu sig á því að eins manns meirihluti væri ekki ásættanlegur. Þetta er flokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Að öllu gamni slepptu þá fundum við fyrir því að það hafi ekki verið mikil alvara á bak við þessar viðræður. Það var í rauninni búið að ákveða annað ríkisstjórnarsamstarf. Það hafi bara þurft að setja þessar viðræður á svið til þess að það væri ekki augljóst að annað hefði þegar verið ákveðið. En óháð því, þá var samt búið að samþykkja kröfur Pírata í þessum viðræðum. Það var mikið reynt að ganga fram af okkur og fá okkur til þess að slíta viðræðunum, en við stóðum við okkar prinsipp og leystum málefnalega úr öllu sem var kastað til okkar. Um það snúast nefnilega málamiðlanir í stjórnmálum. Að leysa málefnalega úr þeim áskorunum sem við fáum í hendurnar, án þess að það þurfi að ganga á siðferðiskennd eða réttlætiskennd eða sannfæringu samstarfsfólks. Að passa upp á að enginn þurfi að gefa afslátt af prinsippum sínum. Fyrir alþingiskosningar 2021 sagði fráfarandi forsætisráðherra að allir flokkar þyrftu að brjóta odd af oflæti sínu og fallast á málamiðlanir. En það er eitt að gera málamiðlanir og annað að leggjast kylliflatur yfir sannfæringu sína og láta valta yfir sig fram og til baka. Í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir kosningarnar 2021 spurði Hilmir Már Pétursson mig: “Sumir hafa sagt um Pírata [...] að ef það kæmi upp eitthvað prinsippmál þá mynduð þið segja ykkur úr ríkisstjórninni eftir nokkra sólarhringa” sem ég svaraði: “Við erum að krefjast faglegra vinnubragða. Við sjáum pólitískar ráðningar sem við sættum okkur ekki við. Það eru nú ekki miklar kröfur að gera til stjórnmálanna, að vinna faglega. Okkur finnst það rosalega lágar kröfur. Sjálfsagðar kröfur.” Það á ekki að vera flókið að gera þær kröfur á samstarfsflokka að vinna faglega og að ganga ekki á prinsipp samstarfsfélaga sinna. Það er svona lágmarkið í öllu samstarfi, ekki satt? Þannig að já, ef það yrði slíkur trúnaðarbrestur þá væri mjög eðlilegt að endurskoða slíkt samstarf. Það er ástæðan fyrir því að við segjum það eins skýrt og hægt er að það sé ekki hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Við vitum að sá flokkur (flokkurinn, ekki fólkið) starfar þannig. Fyrir því eru ótal söguleg dæmi. Það er einfaldlega fyrirsjáanlegt að samstarf með Sjálfstæðisflokknum myndi enda fyrr en síðar með slíkum trúnaðarbresti að ekki væri hægt að halda samstarfinu áfram. Við erum hins vegar alltaf til í samstarf um einstaka góðar hugmyndir, því allir geta komið með góðar hugmyndir óháð því hvort fólk sé í einhvers konar ríkisstjórnarsamstarfi eða ekki. Núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur hins vegar fórnað öllum prinsippum fyrir valdastólana. Það er sama hvað gerist, áfram skröltir samstarfið. Það má kalla það málamiðlanir en að mínu mati er þetta undirgefni og uppgjöf. Samstarfið og stólarnir eru mikilvægari en prinsippin - og ef það er staðan, hvað er þá eftir, málefnalega? Starf stjórnmálamanna snýst nefnilega um sannfæringu þeirra. Og ef þú þarft stöðugt að fórna sannfæringu þinni, hvers konar stjórnmálamaður ertu þá? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. nóvember 2017 var allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar, að sögn fráfarandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eftir að Framsóknarflokkurinn sleit ríkisstjórnarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar. Þessir flokkar voru með mjög tæpan 1 þingsætis meirihluta. Tillögum Pírata um að draga fleiri flokka að til þess að gera stöðugri meirihluta var hafnað og að lokum viðræðunum sjálfum. Allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir, sagði fráfarandi forsætisráðherra. Það stóð ekki á Pírötum að gera málamiðlanir. Það var búið að ná niðurstöðum um kröfur Pírata, til dæmis varðandi það að klára stjórnarskránna á kjörtímabilinu. Við vorum sátt með okkar mál þegar viðræðum var slitið. Það voru því ekki einhverjar óraunhæfar kröfur af okkar hendi sem útilokuðu stjórnarsamstarf þessara flokka. Það virðist frekar hafa verið að Framsóknarflokkurinn lærði allt í einu að telja og þau áttuðu sig á því að eins manns meirihluti væri ekki ásættanlegur. Þetta er flokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Að öllu gamni slepptu þá fundum við fyrir því að það hafi ekki verið mikil alvara á bak við þessar viðræður. Það var í rauninni búið að ákveða annað ríkisstjórnarsamstarf. Það hafi bara þurft að setja þessar viðræður á svið til þess að það væri ekki augljóst að annað hefði þegar verið ákveðið. En óháð því, þá var samt búið að samþykkja kröfur Pírata í þessum viðræðum. Það var mikið reynt að ganga fram af okkur og fá okkur til þess að slíta viðræðunum, en við stóðum við okkar prinsipp og leystum málefnalega úr öllu sem var kastað til okkar. Um það snúast nefnilega málamiðlanir í stjórnmálum. Að leysa málefnalega úr þeim áskorunum sem við fáum í hendurnar, án þess að það þurfi að ganga á siðferðiskennd eða réttlætiskennd eða sannfæringu samstarfsfólks. Að passa upp á að enginn þurfi að gefa afslátt af prinsippum sínum. Fyrir alþingiskosningar 2021 sagði fráfarandi forsætisráðherra að allir flokkar þyrftu að brjóta odd af oflæti sínu og fallast á málamiðlanir. En það er eitt að gera málamiðlanir og annað að leggjast kylliflatur yfir sannfæringu sína og láta valta yfir sig fram og til baka. Í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir kosningarnar 2021 spurði Hilmir Már Pétursson mig: “Sumir hafa sagt um Pírata [...] að ef það kæmi upp eitthvað prinsippmál þá mynduð þið segja ykkur úr ríkisstjórninni eftir nokkra sólarhringa” sem ég svaraði: “Við erum að krefjast faglegra vinnubragða. Við sjáum pólitískar ráðningar sem við sættum okkur ekki við. Það eru nú ekki miklar kröfur að gera til stjórnmálanna, að vinna faglega. Okkur finnst það rosalega lágar kröfur. Sjálfsagðar kröfur.” Það á ekki að vera flókið að gera þær kröfur á samstarfsflokka að vinna faglega og að ganga ekki á prinsipp samstarfsfélaga sinna. Það er svona lágmarkið í öllu samstarfi, ekki satt? Þannig að já, ef það yrði slíkur trúnaðarbrestur þá væri mjög eðlilegt að endurskoða slíkt samstarf. Það er ástæðan fyrir því að við segjum það eins skýrt og hægt er að það sé ekki hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Við vitum að sá flokkur (flokkurinn, ekki fólkið) starfar þannig. Fyrir því eru ótal söguleg dæmi. Það er einfaldlega fyrirsjáanlegt að samstarf með Sjálfstæðisflokknum myndi enda fyrr en síðar með slíkum trúnaðarbresti að ekki væri hægt að halda samstarfinu áfram. Við erum hins vegar alltaf til í samstarf um einstaka góðar hugmyndir, því allir geta komið með góðar hugmyndir óháð því hvort fólk sé í einhvers konar ríkisstjórnarsamstarfi eða ekki. Núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur hins vegar fórnað öllum prinsippum fyrir valdastólana. Það er sama hvað gerist, áfram skröltir samstarfið. Það má kalla það málamiðlanir en að mínu mati er þetta undirgefni og uppgjöf. Samstarfið og stólarnir eru mikilvægari en prinsippin - og ef það er staðan, hvað er þá eftir, málefnalega? Starf stjórnmálamanna snýst nefnilega um sannfæringu þeirra. Og ef þú þarft stöðugt að fórna sannfæringu þinni, hvers konar stjórnmálamaður ertu þá? Höfundur er þingmaður Pírata.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun