Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 22:11 Egill Arnar er formaður dómaranefndar KSÍ. Vísir/Sigurjón „Þetta kemur til af áherslum sem við fáum frá Knattspyrnusambandi Evrópu,“ sagði Egill Arnar Sigurþórsson, formaður dómaranefndar KSÍ, um þann fjölda gulra spjalda sem fóru á loft í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. „Má í raun segja að það sé orðið löngu tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara. Við í dómaranefnd KSÍ styðjum dómarana hundrað prósent í því.“ „Við heyrum það sem sagt er í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir því að fólk vill hafa ástríðu í leiknum. Ástríðan verður að snúa að einhverju öðru en heldur því að mótmæla ákvörðun dómarans, það er bara þannig.“ Leikmenn komast ekki lengur upp með að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins hefur flautað. „Það er augljóst að það er verið að taka strangar á þessu sem allir knattspyrnuaðdáendur hafa kallað eftir, það er þetta að vera hægja á leiknum. Pota boltanum í burtu, halda á honum að óþörfu og annað slíkt. Það er verið að gefa töluvert af spjöldum fyrir það og svo svona ofsafengin mótmæli.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og gerum mistök. Það má alveg finna spjöld þarna sem hefði mátt leysa með öðrum hætti, það er vissulega þannig.“ Klippa: Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Eru breytingar sem þessar kynntar fyrir félögunum eða er það félaganna að fylgjast með því þegar áherslubreytingar verða? „Það er gaman að segja frá því að hluti af leyfiskerfi KSÍ er að fyrirliðum og forráðamönnum félaga ber að mæta á kynningarfund þar sem við förum meðal annars yfir þessar áherslur. Við erum búnir að halda tvo slíka fundi og það hafa ekki öll félögin mætt. Við verðum bara að kalla eftir því að félögin séu duglegri að sinna því að sækja sér upplýsingar.“ „Svo má ekki gleyma því að við erum enn að dæma eftir knattspyrnulögunum og þau er hægt að nálgast á vef KSÍ, þar er hægt að nálgast þetta allt saman.“ „Við heyrum auðvitað að sjálfsögðu það sem sagt er í samfélaginu en ég held hins vegar að það sé sameiginlegt verkefni okkar í knattspyrnusamfélaginu, ef við getum orðað það sem svo, að við bætum þetta. Þetta er ekki nægilega gott, hefur ekki verið nægilega gott.“ „Dómararnir eru starfsmenn leiksins, þeir gera vissulega mistök en þeir eru ekki mættir til að skemma fótboltaleikinn, þeir eru að gera sitt besta og við verðum að búa til þannig umhverfi að ástríðan sem talað er um beinist að einhverju öðru heldur en mótmælum við dómara,“ sagði Egill Arnar að endingu. Viðtalið við Egil Arnar má finna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ Tengdar fréttir Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
„Má í raun segja að það sé orðið löngu tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara. Við í dómaranefnd KSÍ styðjum dómarana hundrað prósent í því.“ „Við heyrum það sem sagt er í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir því að fólk vill hafa ástríðu í leiknum. Ástríðan verður að snúa að einhverju öðru en heldur því að mótmæla ákvörðun dómarans, það er bara þannig.“ Leikmenn komast ekki lengur upp með að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins hefur flautað. „Það er augljóst að það er verið að taka strangar á þessu sem allir knattspyrnuaðdáendur hafa kallað eftir, það er þetta að vera hægja á leiknum. Pota boltanum í burtu, halda á honum að óþörfu og annað slíkt. Það er verið að gefa töluvert af spjöldum fyrir það og svo svona ofsafengin mótmæli.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og gerum mistök. Það má alveg finna spjöld þarna sem hefði mátt leysa með öðrum hætti, það er vissulega þannig.“ Klippa: Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Eru breytingar sem þessar kynntar fyrir félögunum eða er það félaganna að fylgjast með því þegar áherslubreytingar verða? „Það er gaman að segja frá því að hluti af leyfiskerfi KSÍ er að fyrirliðum og forráðamönnum félaga ber að mæta á kynningarfund þar sem við förum meðal annars yfir þessar áherslur. Við erum búnir að halda tvo slíka fundi og það hafa ekki öll félögin mætt. Við verðum bara að kalla eftir því að félögin séu duglegri að sinna því að sækja sér upplýsingar.“ „Svo má ekki gleyma því að við erum enn að dæma eftir knattspyrnulögunum og þau er hægt að nálgast á vef KSÍ, þar er hægt að nálgast þetta allt saman.“ „Við heyrum auðvitað að sjálfsögðu það sem sagt er í samfélaginu en ég held hins vegar að það sé sameiginlegt verkefni okkar í knattspyrnusamfélaginu, ef við getum orðað það sem svo, að við bætum þetta. Þetta er ekki nægilega gott, hefur ekki verið nægilega gott.“ „Dómararnir eru starfsmenn leiksins, þeir gera vissulega mistök en þeir eru ekki mættir til að skemma fótboltaleikinn, þeir eru að gera sitt besta og við verðum að búa til þannig umhverfi að ástríðan sem talað er um beinist að einhverju öðru heldur en mótmælum við dómara,“ sagði Egill Arnar að endingu. Viðtalið við Egil Arnar má finna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ Tengdar fréttir Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43