Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 22:11 Egill Arnar er formaður dómaranefndar KSÍ. Vísir/Sigurjón „Þetta kemur til af áherslum sem við fáum frá Knattspyrnusambandi Evrópu,“ sagði Egill Arnar Sigurþórsson, formaður dómaranefndar KSÍ, um þann fjölda gulra spjalda sem fóru á loft í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. „Má í raun segja að það sé orðið löngu tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara. Við í dómaranefnd KSÍ styðjum dómarana hundrað prósent í því.“ „Við heyrum það sem sagt er í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir því að fólk vill hafa ástríðu í leiknum. Ástríðan verður að snúa að einhverju öðru en heldur því að mótmæla ákvörðun dómarans, það er bara þannig.“ Leikmenn komast ekki lengur upp með að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins hefur flautað. „Það er augljóst að það er verið að taka strangar á þessu sem allir knattspyrnuaðdáendur hafa kallað eftir, það er þetta að vera hægja á leiknum. Pota boltanum í burtu, halda á honum að óþörfu og annað slíkt. Það er verið að gefa töluvert af spjöldum fyrir það og svo svona ofsafengin mótmæli.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og gerum mistök. Það má alveg finna spjöld þarna sem hefði mátt leysa með öðrum hætti, það er vissulega þannig.“ Klippa: Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Eru breytingar sem þessar kynntar fyrir félögunum eða er það félaganna að fylgjast með því þegar áherslubreytingar verða? „Það er gaman að segja frá því að hluti af leyfiskerfi KSÍ er að fyrirliðum og forráðamönnum félaga ber að mæta á kynningarfund þar sem við förum meðal annars yfir þessar áherslur. Við erum búnir að halda tvo slíka fundi og það hafa ekki öll félögin mætt. Við verðum bara að kalla eftir því að félögin séu duglegri að sinna því að sækja sér upplýsingar.“ „Svo má ekki gleyma því að við erum enn að dæma eftir knattspyrnulögunum og þau er hægt að nálgast á vef KSÍ, þar er hægt að nálgast þetta allt saman.“ „Við heyrum auðvitað að sjálfsögðu það sem sagt er í samfélaginu en ég held hins vegar að það sé sameiginlegt verkefni okkar í knattspyrnusamfélaginu, ef við getum orðað það sem svo, að við bætum þetta. Þetta er ekki nægilega gott, hefur ekki verið nægilega gott.“ „Dómararnir eru starfsmenn leiksins, þeir gera vissulega mistök en þeir eru ekki mættir til að skemma fótboltaleikinn, þeir eru að gera sitt besta og við verðum að búa til þannig umhverfi að ástríðan sem talað er um beinist að einhverju öðru heldur en mótmælum við dómara,“ sagði Egill Arnar að endingu. Viðtalið við Egil Arnar má finna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ Tengdar fréttir Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
„Má í raun segja að það sé orðið löngu tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara. Við í dómaranefnd KSÍ styðjum dómarana hundrað prósent í því.“ „Við heyrum það sem sagt er í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir því að fólk vill hafa ástríðu í leiknum. Ástríðan verður að snúa að einhverju öðru en heldur því að mótmæla ákvörðun dómarans, það er bara þannig.“ Leikmenn komast ekki lengur upp með að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins hefur flautað. „Það er augljóst að það er verið að taka strangar á þessu sem allir knattspyrnuaðdáendur hafa kallað eftir, það er þetta að vera hægja á leiknum. Pota boltanum í burtu, halda á honum að óþörfu og annað slíkt. Það er verið að gefa töluvert af spjöldum fyrir það og svo svona ofsafengin mótmæli.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og gerum mistök. Það má alveg finna spjöld þarna sem hefði mátt leysa með öðrum hætti, það er vissulega þannig.“ Klippa: Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Eru breytingar sem þessar kynntar fyrir félögunum eða er það félaganna að fylgjast með því þegar áherslubreytingar verða? „Það er gaman að segja frá því að hluti af leyfiskerfi KSÍ er að fyrirliðum og forráðamönnum félaga ber að mæta á kynningarfund þar sem við förum meðal annars yfir þessar áherslur. Við erum búnir að halda tvo slíka fundi og það hafa ekki öll félögin mætt. Við verðum bara að kalla eftir því að félögin séu duglegri að sinna því að sækja sér upplýsingar.“ „Svo má ekki gleyma því að við erum enn að dæma eftir knattspyrnulögunum og þau er hægt að nálgast á vef KSÍ, þar er hægt að nálgast þetta allt saman.“ „Við heyrum auðvitað að sjálfsögðu það sem sagt er í samfélaginu en ég held hins vegar að það sé sameiginlegt verkefni okkar í knattspyrnusamfélaginu, ef við getum orðað það sem svo, að við bætum þetta. Þetta er ekki nægilega gott, hefur ekki verið nægilega gott.“ „Dómararnir eru starfsmenn leiksins, þeir gera vissulega mistök en þeir eru ekki mættir til að skemma fótboltaleikinn, þeir eru að gera sitt besta og við verðum að búa til þannig umhverfi að ástríðan sem talað er um beinist að einhverju öðru heldur en mótmælum við dómara,“ sagði Egill Arnar að endingu. Viðtalið við Egil Arnar má finna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ Tengdar fréttir Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43