Af hverju eru ekki allir launþegar 60 ára og eldri að nýta sér séreignarsparnað? Jenný Ýr Jóhannsdóttir skrifar 9. apríl 2024 16:01 Það hljómar kannski eins og falsfrétt en staðreyndin er sú að allt að 38% launþega afþakka 2% launahækkun með því að nýta sér ekki séreignarsparnað. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum Gallup og í rannsókn sem Seðlabankinn birti 2023. Af þeim hópi eru allmargir 60 ára og eldri. Það má gera sér í hugarlund að það tengist því að þegar þú mátt byrja að taka út þá hætti fólk að nýta sér sparnaðinn. En í rauninni ætti hver einasti launþegi sem orðinn er 60 ára að vera með séreignarsparnað og fá þannig mótframlag sem hægt er að taka út á nánast sama tíma. Reiknum dæmið Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun getur sparað 32 þúsund á mánuði og eignast 48 þúsund króna sparnað. Það hljóta að teljast góð skipti. Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun sparar á einu ári tæpar 600 þúsund krónur. Þar af lagði hann 384 þúsund til sjálfur en mótframlagið frá launagreiðanda auk ávöxtunar myndar restina. Sparnaðinn má taka út í einu lagi eða dreifa eftir hentugleika. Sá sem sparar í þrjú ár safnar 1.850 þúsund ef við miðum við afar hóflega ávöxtun en leggur sjálfur til aðeins 1.150 þúsund. Aðrir kostir þessa sparnaðarforms eru að sparnaðurinn er sjálfvirkur og launagreiðandi sér um að koma honum til skila. Það eina sem þú þarft að gera er að gera samning um séreignarsparnað og þú getur fylgst með inneigninni vaxa eða tekið út. Allt eftir þínum þörfum. Þá geta þeir sem eru með húsnæðislán nýtt sparnaðinn skattfrjálst og þeim að kostnaðarlausu til að borga inn á höfuðstól lánsins. Já, skattfrjáls innborgun og mótframlag og skattfrjáls útborgun sem lækkar skuldir. Það er einfaldlega ekki hægt að óska sér hagstæðari sparnaðar. Er eitthvað að varast eða hafa í huga? Það er alltaf gott að hafa í huga að dreifa úttektum þannig að þær lendi í sem hagkvæmustu skattþrepi. Allar útgreiðslur eru skattlagðar eins og tekjur enda voru þær lagðar óskattlagðar inn. Skoðaðu reglulega yfirlitin þín eða Mínar síður til að vera viss um að greiðslurnar hafi skilað sér frá launagreiðanda. Mikilvægt er að kanna hvort vörsluaðilinn hefur bindingu á innlögnum eða þóknanir sem skerða innborganir, en mikill munur getur verið á kostnaði á milli vörsluaðila. Staldraðu við og athugaðu hvort þinn sparnaður sé í réttri fjárfestingarleið. Þegar styttist í starfslok þá getur verið skynsamlegt að draga úr áhættu þannig að sveiflur á sparnaðinum verði minni. Hvað þarft þú að gera? Vertu viss um að þú sért að greiða í séreignarsparnað með því að skoða launaseðilinn þinn. Ef ekki kemur fram greiðsla í séreignarsparnað skaltu senda launagreiðanda afrit af samningi sem þú hefur gert eða óskaðu eftir því við vörsluaðila að hann sendi afrit samnings til launagreiðanda. Ef þú þarft að gera nýjan samning þá tekur það varla meira en 2 mínútur þar sem það er gert stafrænt með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur spurningar er þinn vörsluaðili vafalaust fús til að svara þeim. Ekki missa af þessari kjarabót þó þú sért að huga að úttekt samhliða. Reiknaðu dæmið og spáðu í sparnaðinn. Höfundur er deildarstjóri séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Eldri borgarar Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það hljómar kannski eins og falsfrétt en staðreyndin er sú að allt að 38% launþega afþakka 2% launahækkun með því að nýta sér ekki séreignarsparnað. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum Gallup og í rannsókn sem Seðlabankinn birti 2023. Af þeim hópi eru allmargir 60 ára og eldri. Það má gera sér í hugarlund að það tengist því að þegar þú mátt byrja að taka út þá hætti fólk að nýta sér sparnaðinn. En í rauninni ætti hver einasti launþegi sem orðinn er 60 ára að vera með séreignarsparnað og fá þannig mótframlag sem hægt er að taka út á nánast sama tíma. Reiknum dæmið Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun getur sparað 32 þúsund á mánuði og eignast 48 þúsund króna sparnað. Það hljóta að teljast góð skipti. Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun sparar á einu ári tæpar 600 þúsund krónur. Þar af lagði hann 384 þúsund til sjálfur en mótframlagið frá launagreiðanda auk ávöxtunar myndar restina. Sparnaðinn má taka út í einu lagi eða dreifa eftir hentugleika. Sá sem sparar í þrjú ár safnar 1.850 þúsund ef við miðum við afar hóflega ávöxtun en leggur sjálfur til aðeins 1.150 þúsund. Aðrir kostir þessa sparnaðarforms eru að sparnaðurinn er sjálfvirkur og launagreiðandi sér um að koma honum til skila. Það eina sem þú þarft að gera er að gera samning um séreignarsparnað og þú getur fylgst með inneigninni vaxa eða tekið út. Allt eftir þínum þörfum. Þá geta þeir sem eru með húsnæðislán nýtt sparnaðinn skattfrjálst og þeim að kostnaðarlausu til að borga inn á höfuðstól lánsins. Já, skattfrjáls innborgun og mótframlag og skattfrjáls útborgun sem lækkar skuldir. Það er einfaldlega ekki hægt að óska sér hagstæðari sparnaðar. Er eitthvað að varast eða hafa í huga? Það er alltaf gott að hafa í huga að dreifa úttektum þannig að þær lendi í sem hagkvæmustu skattþrepi. Allar útgreiðslur eru skattlagðar eins og tekjur enda voru þær lagðar óskattlagðar inn. Skoðaðu reglulega yfirlitin þín eða Mínar síður til að vera viss um að greiðslurnar hafi skilað sér frá launagreiðanda. Mikilvægt er að kanna hvort vörsluaðilinn hefur bindingu á innlögnum eða þóknanir sem skerða innborganir, en mikill munur getur verið á kostnaði á milli vörsluaðila. Staldraðu við og athugaðu hvort þinn sparnaður sé í réttri fjárfestingarleið. Þegar styttist í starfslok þá getur verið skynsamlegt að draga úr áhættu þannig að sveiflur á sparnaðinum verði minni. Hvað þarft þú að gera? Vertu viss um að þú sért að greiða í séreignarsparnað með því að skoða launaseðilinn þinn. Ef ekki kemur fram greiðsla í séreignarsparnað skaltu senda launagreiðanda afrit af samningi sem þú hefur gert eða óskaðu eftir því við vörsluaðila að hann sendi afrit samnings til launagreiðanda. Ef þú þarft að gera nýjan samning þá tekur það varla meira en 2 mínútur þar sem það er gert stafrænt með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur spurningar er þinn vörsluaðili vafalaust fús til að svara þeim. Ekki missa af þessari kjarabót þó þú sért að huga að úttekt samhliða. Reiknaðu dæmið og spáðu í sparnaðinn. Höfundur er deildarstjóri séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar