Rannsakar Musk vegna falsfrétta í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 09:13 Elon Musk lýsir sjálfum sér sem hörðum tjáningarfrelsissinna og neitar að loka á notendur sem eru sakaðir um að dreifa lygum í Brasilíu. Engu að síður tók Twitter þátt í að loka á blaðamenn og andófsfólk í Tyrklandi rétt fyrir kosningar þar í fyrra. AP/Kirsty Wigglesworth Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll. Ásakanirnar á hendur Musk tengjast rannsókn á hópi netverja sem er sakaður um að dreifa rætnum falsfréttum og að ógna brasilískum hæstaréttardómurum. Musk brást við kröfum brasilískra dómstóla um að loka á slíka notendur með því að segja að öllum takmörkunum á notendur sem hefðu verið bannaðir yrði aflétt um helgina. „Þetta eru hörðustu kröfur nokkurs ríkis á jörðinni!“ skrifaði Musk á eigin miðill en lét þess ekki getið hverjar kröfurnar væru nákvæmlega. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari, gaf í kjölfarið út tilskipun um að rannsóknin skyldi einnig ná til Musk sem hefði gerst sekur um að há opinbera „upplýsingafalsherferð“ um réttinn. Dómarinn skipaði einnig fyrir um nýja rannsókn á hvort að Musk hefði hindrað framgang réttvísinnar með framferði sínu. „Blygðunarlaus hindrun á framgangi réttvísinnar í Brasilíu, hvatning til glæpa, opinberar hótanir um að óhlýðnast dómsúrskurðum og um að miðillinn verði ekki samvinnuþýður í framtíðinni eru staðreyndir sem eru móðgun við fullveldi Brasilíu,“ skrifaði de Moraes í tilskipun sinni. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari í Brasilíu, er sagður í krossferð til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagsmiðlum.AP/Eraldo Peres Umdeild rannsókn og dómari X verður beitt dagssektum ef fyrirtækið fer ekki eftir tilskipun dómstólsins um að loka á vissa notendur. Musk sagði að líklega muni fyrirtækið þurfa að loka skrifstofum sínum í Brasilíu en hvatti notendur til þess að ná sér í svonefnt sýndareinkanet (VPN) ef lokað yrði á miðilinn í landinu. Rannsóknin og de Moraes sjálfur er umdeildur í Brasilíu. Bandamenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, saka dómarann um að fara út fyrir valdsvið sitt, þrengja að tjáningarfrelsinu og stunda pólitískar ofsóknir, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsmenn de Moraes segja rannsóknina löglega og nauðsynlega til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagmsiðlum sem ógni lýðræðinu í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á þinghúsið í höfuðborginni í janúar í fyrra, líkt og stuðningsmenn Donalds Trump í Bandaríkjunum tveimur árum áður. Musk hefur lýst sjálfum sér sem tjáningarfrelsissinna sem geri ekki málamiðlanir. Eftir að hann eignaðist miðilinn sem þá hét Twitter aflétti hann banni á fjölda hægriöfgasinna, nýnasista og aðra öfgamenn. Hann tekur sjálfur reglulega undir sjónarmið alls kyns hægriöfgamönnum og hvítum þjóðernissinnum á miðlinum. Um helgina stillti Musk deilunni við brasilíska dómstólinn sem grundvallarmáli tjáningarfrelsisins. Ákvörðunin um að óhlýðnast dómsúrskurði ætti eftir að kosta hann pening en „hugsjónir skipta meira máli en hagnaður“. Þær hugsjónir voru Musk ekki eins ofarlega í huga fyrir forseta- og þingkosningarnar í Tyrklandi í fyrra. Þá samþykkt X kröfur stjórnar Receps Erdogan forseta um að loka á reikninga blaðamanna og andófsfólks rétt fyrir kjördag. Musk sagði þá að valið hefði staðið á milli þess að lokað eða hægt yrði verulega á Twitter annars vegar eða fyrirtækið takmarkaði aðgang að ákveðnum færslum. Brasilía Samfélagsmiðlar X (Twitter) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Ásakanirnar á hendur Musk tengjast rannsókn á hópi netverja sem er sakaður um að dreifa rætnum falsfréttum og að ógna brasilískum hæstaréttardómurum. Musk brást við kröfum brasilískra dómstóla um að loka á slíka notendur með því að segja að öllum takmörkunum á notendur sem hefðu verið bannaðir yrði aflétt um helgina. „Þetta eru hörðustu kröfur nokkurs ríkis á jörðinni!“ skrifaði Musk á eigin miðill en lét þess ekki getið hverjar kröfurnar væru nákvæmlega. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari, gaf í kjölfarið út tilskipun um að rannsóknin skyldi einnig ná til Musk sem hefði gerst sekur um að há opinbera „upplýsingafalsherferð“ um réttinn. Dómarinn skipaði einnig fyrir um nýja rannsókn á hvort að Musk hefði hindrað framgang réttvísinnar með framferði sínu. „Blygðunarlaus hindrun á framgangi réttvísinnar í Brasilíu, hvatning til glæpa, opinberar hótanir um að óhlýðnast dómsúrskurðum og um að miðillinn verði ekki samvinnuþýður í framtíðinni eru staðreyndir sem eru móðgun við fullveldi Brasilíu,“ skrifaði de Moraes í tilskipun sinni. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari í Brasilíu, er sagður í krossferð til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagsmiðlum.AP/Eraldo Peres Umdeild rannsókn og dómari X verður beitt dagssektum ef fyrirtækið fer ekki eftir tilskipun dómstólsins um að loka á vissa notendur. Musk sagði að líklega muni fyrirtækið þurfa að loka skrifstofum sínum í Brasilíu en hvatti notendur til þess að ná sér í svonefnt sýndareinkanet (VPN) ef lokað yrði á miðilinn í landinu. Rannsóknin og de Moraes sjálfur er umdeildur í Brasilíu. Bandamenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, saka dómarann um að fara út fyrir valdsvið sitt, þrengja að tjáningarfrelsinu og stunda pólitískar ofsóknir, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsmenn de Moraes segja rannsóknina löglega og nauðsynlega til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagmsiðlum sem ógni lýðræðinu í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á þinghúsið í höfuðborginni í janúar í fyrra, líkt og stuðningsmenn Donalds Trump í Bandaríkjunum tveimur árum áður. Musk hefur lýst sjálfum sér sem tjáningarfrelsissinna sem geri ekki málamiðlanir. Eftir að hann eignaðist miðilinn sem þá hét Twitter aflétti hann banni á fjölda hægriöfgasinna, nýnasista og aðra öfgamenn. Hann tekur sjálfur reglulega undir sjónarmið alls kyns hægriöfgamönnum og hvítum þjóðernissinnum á miðlinum. Um helgina stillti Musk deilunni við brasilíska dómstólinn sem grundvallarmáli tjáningarfrelsisins. Ákvörðunin um að óhlýðnast dómsúrskurði ætti eftir að kosta hann pening en „hugsjónir skipta meira máli en hagnaður“. Þær hugsjónir voru Musk ekki eins ofarlega í huga fyrir forseta- og þingkosningarnar í Tyrklandi í fyrra. Þá samþykkt X kröfur stjórnar Receps Erdogan forseta um að loka á reikninga blaðamanna og andófsfólks rétt fyrir kjördag. Musk sagði þá að valið hefði staðið á milli þess að lokað eða hægt yrði verulega á Twitter annars vegar eða fyrirtækið takmarkaði aðgang að ákveðnum færslum.
Brasilía Samfélagsmiðlar X (Twitter) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira