Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 14:54 Guðni ávarpaði fjölmiðla að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Formenn stjórnarflokkanna funda enn og hafa ekki greint þjóðinni frá hver muni taka við ráðherrastól Katrínar. Þó tjáðu þeir forsetanum að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Guðni segist skilja á máli formannanna þriggja að von sé á að skamman tíma muni taka að mynda ríkisstjórn. „Við skulum bara sjá til,“ segir hann spurður að því hversu lengi hann leyfi formönnunum að ræða saman áður en hann tekur í taumana. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaða verður hjá þeim flokkum sem ræða saman framhaldið. Ég hef leitað upplýsinga á hvernig þetta gengur og ég er mjög bjartsýn á það að þetta skýrist innan skamms,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum.“ Katrín segist samt sem áður munu segja af sér þingmennskunni á morgun þrátt fyrir að hún muni sitja áfram sem forsætisráðherra. Því gæti sú staða komið upp á teninginn ef stjórnarflokkarnir komast ekki að niðurstöðu fyrir morgundaginn að sitjandi forsætisráðherra sitji ekki á þingi. Yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna funda enn og hafa ekki greint þjóðinni frá hver muni taka við ráðherrastól Katrínar. Þó tjáðu þeir forsetanum að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Guðni segist skilja á máli formannanna þriggja að von sé á að skamman tíma muni taka að mynda ríkisstjórn. „Við skulum bara sjá til,“ segir hann spurður að því hversu lengi hann leyfi formönnunum að ræða saman áður en hann tekur í taumana. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaða verður hjá þeim flokkum sem ræða saman framhaldið. Ég hef leitað upplýsinga á hvernig þetta gengur og ég er mjög bjartsýn á það að þetta skýrist innan skamms,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum.“ Katrín segist samt sem áður munu segja af sér þingmennskunni á morgun þrátt fyrir að hún muni sitja áfram sem forsætisráðherra. Því gæti sú staða komið upp á teninginn ef stjórnarflokkarnir komast ekki að niðurstöðu fyrir morgundaginn að sitjandi forsætisráðherra sitji ekki á þingi. Yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður.
Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira