Ákvörðun stjórnarflokkanna „alls ekki flókin“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. apríl 2024 17:18 Eiríkur Bergmann fór yfir mögulega atburðarás morgundagsins í samtali við fréttastofu. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæður sem upp eru komnar varðandi forsætisráðuneytið vera mjög óvanalegar. Þó séu fordæmi fyrir því að forsætisráðherra biðji lausnar fyrir sig án þess að biðja lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann býst við að niðurstaða muni liggja fyrir áður en Katrín fer á Bessastaði. Eðlilegt sé að það taki ríkisstjórnina dálitinn tíma að komast að niðurstöðu en Eiríkur býst við því að þeim takist áður en forsætisráðherra fer á Bessastaði á morgun. „Það mun taka einhver ntíma að ráða ráðum þannig að þessir flokkar þrír geti haldið áfram ríkisstjórnarsamstarfinu og manni heyrist nú að þeir ætli sér að gera það. Það er ekkert óeðlilegt að það taki smátíma að ná lendingu í því. En maður gerir ráð fyrir því að þeir reyni að hafa þetta allt saman klappað og klárt þegar haldið er til Bessastaða á morgun,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Ákvörðunin alls ekki flókin Hann segir að sú ákvörðun sem leiðtogar stjórnarflokkanna standa frammi fyrir í dag sé alls ekki flókin. „Hún kann að vera erfið fyrir einhverja þeirra en hún er ekki flókin. Þannig það þarf ekki neinn langan tíma til að smíða einhvern pólitískan tilbúning heldur liggur það ljóst fyrir hvað þarf að gera og ákvörðunin þess vegna einföld,“ segir Eiríkur. Það sem þarf að liggja fyrir á morgun sé hver muni taka við forsætisráðherrastólnum af Katrínu og svo hvernig skipað verði í aðra stóla. Það liggi þó minna á því. Eiríkur segir eðlilegast að forstöðumaður í einhverjum öðrum ríkisstjórnarflokki taki við forsætisráðherra embættinu en erfitt sé að fullyrða um hver það verði að lokum. Pólitísk staða formannanna sé ekki sú sama. „Ég held að það yrði meiri sátt um Sigurð Inga enda liggur Framsóknarflokkurinn í stjórnmálunum á milli hinna tveggja stjórnarflokkanna. Það yrði ekki alveg sama sátt með Bjarna,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins Eiríkur segir þó að persónulegur metnaður geti alltaf komið til með að fælast fyrir í svona málum. „Það er affarasælast fyrir land og þjóð að þessir stjórnmálaforingjar sem treyst er fyrir völdunum í landinu leysi einfaldlega úr þessu viðfangsefni sem ekki er sérlega flókið og það verði klárað á morgun,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins er sú að Katrín mæti til Bessastaða og biðji lausnar. Yfirleitt þegar slíkt gerist biður forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en þó séu til fordæmi um forsætisráðherra sem biður lausnar og „bendir á annan ráðherra til að taka við af sér.“ Forseti veiti henni lausn, nýr forsætisráðherra sem hefur meirihluta þings á bak við sig í kjölfar samtals stjórnarflokkanna sé þá skipaður í embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40 Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Eðlilegt sé að það taki ríkisstjórnina dálitinn tíma að komast að niðurstöðu en Eiríkur býst við því að þeim takist áður en forsætisráðherra fer á Bessastaði á morgun. „Það mun taka einhver ntíma að ráða ráðum þannig að þessir flokkar þrír geti haldið áfram ríkisstjórnarsamstarfinu og manni heyrist nú að þeir ætli sér að gera það. Það er ekkert óeðlilegt að það taki smátíma að ná lendingu í því. En maður gerir ráð fyrir því að þeir reyni að hafa þetta allt saman klappað og klárt þegar haldið er til Bessastaða á morgun,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Ákvörðunin alls ekki flókin Hann segir að sú ákvörðun sem leiðtogar stjórnarflokkanna standa frammi fyrir í dag sé alls ekki flókin. „Hún kann að vera erfið fyrir einhverja þeirra en hún er ekki flókin. Þannig það þarf ekki neinn langan tíma til að smíða einhvern pólitískan tilbúning heldur liggur það ljóst fyrir hvað þarf að gera og ákvörðunin þess vegna einföld,“ segir Eiríkur. Það sem þarf að liggja fyrir á morgun sé hver muni taka við forsætisráðherrastólnum af Katrínu og svo hvernig skipað verði í aðra stóla. Það liggi þó minna á því. Eiríkur segir eðlilegast að forstöðumaður í einhverjum öðrum ríkisstjórnarflokki taki við forsætisráðherra embættinu en erfitt sé að fullyrða um hver það verði að lokum. Pólitísk staða formannanna sé ekki sú sama. „Ég held að það yrði meiri sátt um Sigurð Inga enda liggur Framsóknarflokkurinn í stjórnmálunum á milli hinna tveggja stjórnarflokkanna. Það yrði ekki alveg sama sátt með Bjarna,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins Eiríkur segir þó að persónulegur metnaður geti alltaf komið til með að fælast fyrir í svona málum. „Það er affarasælast fyrir land og þjóð að þessir stjórnmálaforingjar sem treyst er fyrir völdunum í landinu leysi einfaldlega úr þessu viðfangsefni sem ekki er sérlega flókið og það verði klárað á morgun,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins er sú að Katrín mæti til Bessastaða og biðji lausnar. Yfirleitt þegar slíkt gerist biður forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en þó séu til fordæmi um forsætisráðherra sem biður lausnar og „bendir á annan ráðherra til að taka við af sér.“ Forseti veiti henni lausn, nýr forsætisráðherra sem hefur meirihluta þings á bak við sig í kjölfar samtals stjórnarflokkanna sé þá skipaður í embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40 Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40
Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent