Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 09:01 Meginástæða þess að ákveðið var á sínum tíma að Ísland skyldi gerast aðili að EES-samningnum var sú að við Íslendingar áttum að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins umfram þá sem ekki ættu aðild að honum. Einkum og sér í lagi með tilliti til tolla. Á móti áttum við að taka upp regluverk sambandsins um innri markað þess. Var það réttlætt með hinum sérstöku kjörum. Við Íslendingar njótum hins vegar ekki fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir við ríki Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og höfum aldrei gert síðan samningurinn tók gildi fyrir 30 árum síðan. Á hinn bóginn hefur sambandið á undanförnum árum samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við ríki á borð við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir. Vegna þessa hafa íslenzk stjórnvöld á liðnum árum ítrekað óskað eftir því við Evrópusambandið að komið yrði á fullu tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Óásættanlegt væri að ríki, sem ekki væru í eins nánum tengslum við sambandið, nytu hagstæðari tollakjara. Til þessa hefur sú viðleitni ekki skilað tilætluðum árangri en tollar eru einkum á unnum og þar með verðmætari afurðum. Fríverzlun hagstæðari fyrir sjávarútveginn Fram kemur í svari frá utanríkisráðuneytinu í ágúst 2022 við fyrirspurn frá mér að áætlað sé að tollar á íslenzkar sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn nemi árlega 2,5-2,7 milljörðum króna. Í svari ráðuneytisins við annarri fyrirspurn minni árið 2019 kemur hins vegar fram að án samningsins væri aukinn kostnaður vegna útfluttra sjávarafurða áætlaður að lágmarki 4,2 milljarðar vegna eftirlits og skerts geymsluþols. Miðað við tölur ráðuneytisins má þannig draga þá áyktun að ef Ísland gerði víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í stað EES-samningsins, og þyrfti þar með að sæta auknu eftirliti með sjávarafurðum af hálfu sambandsins en nyti á móti fulls tollfrelsis í þeim efnum, væri viðskiptalegur ávinningur af aðildinni hvað umræddar vörur varðar mögulega einungis á bilinu 1,5-1,7 milljarðar króna á ári. Hins vegar er þar aðeins tekið mið af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn til þessa. Viðbúið er að fullt tollfrelsi þýddi meiri fullvinnslu sjávarafurða hér á landi og fyrir vikið mun meiri fjárhagslegan ávinning en 1,5-1,7 milljarða króna fyrir utan fleiri störf og meiri kaup á vörum og þjónustu. Þess má geta að verðmæti útfluttra sjávarafurða til Evrópusambandins á síðasta ári nam um 160 milljörðum. Milljarðar króna fyrir verri viðskiptakjör Við þetta bætist að ekki eru teknar inn í myndina ráðstafanir sem kveðið er til dæmis á um í fríverzlunarsamningi Evrópusambandsins og Kanada og miða að því að lágmarka mögulegar tafir við innflutning á kanadískum varningi með takmarkað geymsluþol til sambandsins. Eins og til dæmis sjávarafurðum. Hið sama á við um nýja tækni sem miðar að því að tryggja ferskleika slíks varnings í flutningum mun lengur en áður. Vert er einnig að nefna að frá gildistöku EES-samningsins hefur Ísland greitt árlega í uppbyggingasjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Samið var síðast um þessar greiðslur fyrir jól og er gert ráð fyrir því að þær muni nema um 1,7 milljörðum króna á ári næstu sjö árin. Samtals um 12 milljörðum. Samhliða því var samið um frekari tollkvóta fyrir íslenzkar sjávarafurðir en verulega vantar hins vegar upp á fullt tollfrelsi í þeim efnum. Með öðrum orðum er þar um að ræða hliðstæða fjárhæð á ári og gera má ráð fyrir að sé árlegur ávinningur af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn umfram víðtækan fríverzlunarsamning ef ekki er tekinn inn í myndina verðmætari útflutningur og afleiddur ávinningur af því. Með fríverzlunarsamningi í staðinn fyrir EES-samninginn þyrfti Ísland ekki að greiða í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Viðskiptahindranir og íþyngjandi regluverk Taka þarf enn fremur með í reikninginn vaxandi tilkostnað vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu fyrir bæði atvinnulífið og almenning sem innleiða þarf vegna EES-samningsins. Óheimilt er að innleiða regluverkið minna íþyngjandi en fullt svigrúm til þess að gullhúða það eins og það hefur verið kallað. Utan EES væri hægt að setja minna íþyngjandi regluverk í stað regluverks sambandsins eða alls ekkert. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn rammann í þeim efnum. EES-samningurinn er með öðrum orðum í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum heimshlutum sem miklu fremur eru framtíðarmarkaðir. Með öðrum orðum liggur fyrir að ekki væri einungis hægt að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu með víðtækum fríverzlunarsamningi í stað EES-samningsins og það að öllum líkindum betur, án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum sífellt meira kostnaðarsamt og íþyngjandi regluverk frá sambandinu, heldur einnig greiðara aðgengi að öðrum mörkuðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Meginástæða þess að ákveðið var á sínum tíma að Ísland skyldi gerast aðili að EES-samningnum var sú að við Íslendingar áttum að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins umfram þá sem ekki ættu aðild að honum. Einkum og sér í lagi með tilliti til tolla. Á móti áttum við að taka upp regluverk sambandsins um innri markað þess. Var það réttlætt með hinum sérstöku kjörum. Við Íslendingar njótum hins vegar ekki fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir við ríki Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og höfum aldrei gert síðan samningurinn tók gildi fyrir 30 árum síðan. Á hinn bóginn hefur sambandið á undanförnum árum samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við ríki á borð við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir. Vegna þessa hafa íslenzk stjórnvöld á liðnum árum ítrekað óskað eftir því við Evrópusambandið að komið yrði á fullu tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Óásættanlegt væri að ríki, sem ekki væru í eins nánum tengslum við sambandið, nytu hagstæðari tollakjara. Til þessa hefur sú viðleitni ekki skilað tilætluðum árangri en tollar eru einkum á unnum og þar með verðmætari afurðum. Fríverzlun hagstæðari fyrir sjávarútveginn Fram kemur í svari frá utanríkisráðuneytinu í ágúst 2022 við fyrirspurn frá mér að áætlað sé að tollar á íslenzkar sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn nemi árlega 2,5-2,7 milljörðum króna. Í svari ráðuneytisins við annarri fyrirspurn minni árið 2019 kemur hins vegar fram að án samningsins væri aukinn kostnaður vegna útfluttra sjávarafurða áætlaður að lágmarki 4,2 milljarðar vegna eftirlits og skerts geymsluþols. Miðað við tölur ráðuneytisins má þannig draga þá áyktun að ef Ísland gerði víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í stað EES-samningsins, og þyrfti þar með að sæta auknu eftirliti með sjávarafurðum af hálfu sambandsins en nyti á móti fulls tollfrelsis í þeim efnum, væri viðskiptalegur ávinningur af aðildinni hvað umræddar vörur varðar mögulega einungis á bilinu 1,5-1,7 milljarðar króna á ári. Hins vegar er þar aðeins tekið mið af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn til þessa. Viðbúið er að fullt tollfrelsi þýddi meiri fullvinnslu sjávarafurða hér á landi og fyrir vikið mun meiri fjárhagslegan ávinning en 1,5-1,7 milljarða króna fyrir utan fleiri störf og meiri kaup á vörum og þjónustu. Þess má geta að verðmæti útfluttra sjávarafurða til Evrópusambandins á síðasta ári nam um 160 milljörðum. Milljarðar króna fyrir verri viðskiptakjör Við þetta bætist að ekki eru teknar inn í myndina ráðstafanir sem kveðið er til dæmis á um í fríverzlunarsamningi Evrópusambandsins og Kanada og miða að því að lágmarka mögulegar tafir við innflutning á kanadískum varningi með takmarkað geymsluþol til sambandsins. Eins og til dæmis sjávarafurðum. Hið sama á við um nýja tækni sem miðar að því að tryggja ferskleika slíks varnings í flutningum mun lengur en áður. Vert er einnig að nefna að frá gildistöku EES-samningsins hefur Ísland greitt árlega í uppbyggingasjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Samið var síðast um þessar greiðslur fyrir jól og er gert ráð fyrir því að þær muni nema um 1,7 milljörðum króna á ári næstu sjö árin. Samtals um 12 milljörðum. Samhliða því var samið um frekari tollkvóta fyrir íslenzkar sjávarafurðir en verulega vantar hins vegar upp á fullt tollfrelsi í þeim efnum. Með öðrum orðum er þar um að ræða hliðstæða fjárhæð á ári og gera má ráð fyrir að sé árlegur ávinningur af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn umfram víðtækan fríverzlunarsamning ef ekki er tekinn inn í myndina verðmætari útflutningur og afleiddur ávinningur af því. Með fríverzlunarsamningi í staðinn fyrir EES-samninginn þyrfti Ísland ekki að greiða í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Viðskiptahindranir og íþyngjandi regluverk Taka þarf enn fremur með í reikninginn vaxandi tilkostnað vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu fyrir bæði atvinnulífið og almenning sem innleiða þarf vegna EES-samningsins. Óheimilt er að innleiða regluverkið minna íþyngjandi en fullt svigrúm til þess að gullhúða það eins og það hefur verið kallað. Utan EES væri hægt að setja minna íþyngjandi regluverk í stað regluverks sambandsins eða alls ekkert. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn rammann í þeim efnum. EES-samningurinn er með öðrum orðum í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum heimshlutum sem miklu fremur eru framtíðarmarkaðir. Með öðrum orðum liggur fyrir að ekki væri einungis hægt að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu með víðtækum fríverzlunarsamningi í stað EES-samningsins og það að öllum líkindum betur, án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum sífellt meira kostnaðarsamt og íþyngjandi regluverk frá sambandinu, heldur einnig greiðara aðgengi að öðrum mörkuðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun