Góðir skór og hlý föt mikilvægast í fuglaskoðun Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. apríl 2024 20:27 Hópur fólks lagði leið sína í Gróttu fyrr í kvöld. Vísir Fuglaskoðun Landverndar og Fuglaverndar fór fram í Gróttu á Seltjarnarnesi fyrr í kvöld. Líffræðingur segir nokkrar vikur þar til allir farfuglarnir verði komnir til landsins. „Tilgangurinn með þessari ferð er að bjóða félögum okkar, bæði Landverndar og Fuglaverndar, upp á skemmtilega ferð í náttúruna að skoða fuglalífið,“ segir Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir fræðslustjóri hjá Landvernd. „Þetta er mín fyrsta fuglaganga sjálf og fuglaskoðun. Og þetta er bara mjög spennandi,“ bætir Vigdís við. Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur veit nærri allt um fugla. Aðspurður hvort allir farfuglarnir séu mættir til landsins segir hann svo ekki vera „Ég myndi nú ekki segja að þeir séu allir mættir. Þeir eru svona að tínast inn, lóur og andfuglar líka, helsingi og grágæs, og hitt og þetta. Allt byrjað að detta inn en það eru ennþá nokkrar vikur í að þeir verði allir komnir, hugsa ég.“ Honum skilst að farfuglarnir hafi komið til landsins á tiltölulega venjulegum tíma í ár. „Ég er búinn að sjá nokkra sendlinga, og tjald og æðarfugla. Stokkendur og hitt og þetta,“ segir Aron. „Og líka lóuna!“ bætir Vigdís við. Hér er fólk með kíki og myndavélar. Þarf maður að hafa góðan búnað í svona ferð? „Ég myndi segja að það sé fyrst og fremst klæðnaðurinn sem skiptir máli, svo að manni verði ekki kalt. Maður getur alveg séð fugla með einhverjum tiltölulega ódýrum sjónauka eða farið út í eitthvað dýrt. En það skiptir mestu máli að vera með góða skó og góðan fatnað,“ segir Aron. Hann segir kríurnar eiga að baki lengsta ferðalagið. Fuglarnir noti ýmsar leiðir til þess að vita hvenær sé kominn tími til að halda til Íslands, til dæmis lengd dagsins og segulsvið jarðar. Sumir séu líklega með einskonar innbyggt kort sem vísar þeim veginn. Fuglar Seltjarnarnes Dýr Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
„Tilgangurinn með þessari ferð er að bjóða félögum okkar, bæði Landverndar og Fuglaverndar, upp á skemmtilega ferð í náttúruna að skoða fuglalífið,“ segir Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir fræðslustjóri hjá Landvernd. „Þetta er mín fyrsta fuglaganga sjálf og fuglaskoðun. Og þetta er bara mjög spennandi,“ bætir Vigdís við. Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur veit nærri allt um fugla. Aðspurður hvort allir farfuglarnir séu mættir til landsins segir hann svo ekki vera „Ég myndi nú ekki segja að þeir séu allir mættir. Þeir eru svona að tínast inn, lóur og andfuglar líka, helsingi og grágæs, og hitt og þetta. Allt byrjað að detta inn en það eru ennþá nokkrar vikur í að þeir verði allir komnir, hugsa ég.“ Honum skilst að farfuglarnir hafi komið til landsins á tiltölulega venjulegum tíma í ár. „Ég er búinn að sjá nokkra sendlinga, og tjald og æðarfugla. Stokkendur og hitt og þetta,“ segir Aron. „Og líka lóuna!“ bætir Vigdís við. Hér er fólk með kíki og myndavélar. Þarf maður að hafa góðan búnað í svona ferð? „Ég myndi segja að það sé fyrst og fremst klæðnaðurinn sem skiptir máli, svo að manni verði ekki kalt. Maður getur alveg séð fugla með einhverjum tiltölulega ódýrum sjónauka eða farið út í eitthvað dýrt. En það skiptir mestu máli að vera með góða skó og góðan fatnað,“ segir Aron. Hann segir kríurnar eiga að baki lengsta ferðalagið. Fuglarnir noti ýmsar leiðir til þess að vita hvenær sé kominn tími til að halda til Íslands, til dæmis lengd dagsins og segulsvið jarðar. Sumir séu líklega með einskonar innbyggt kort sem vísar þeim veginn.
Fuglar Seltjarnarnes Dýr Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira