Krossfesting Jesú sett á svið í Filippseyjum Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. mars 2024 22:12 Hinn 63 ára Ruben Enaje grettir sig þegar nagli er fjarlægður úr hönd hans. Hann var krossfestur í 35. sinn í dag. AP/Gerard V. Carreon Krossfesting Jesú var sett á svið á Filippseyjum í dag þegar fámennur hópur kaþólskra tilbiðjenda freistaði þess að upplifa síðustu stundir Krists. Þetta er árviss viðburður á Filippseyjum og vekur ávallt heimsathygli. Í þetta skiptið létu tíu menn bæði húðstrýkja sig og krossfesta. Hundruð fylgdust með krossfestingunum í morgun og fólk kom víða að. Varað er við myndefninu í klippunni að neðan. „Við erum frá Póllandi sem er kaþólskt land. Við fögnum auðvitað líka páskunum en samt með öðrum hætti. Þó ekki með verri eða betri hætti. Við komum til að sjá hvaða merkingu páskar hafa í öðrum heimshluta,“ sagði Maciej Kruszewski, pólskur ferðamaður, sem var viðstaddur krossfestinguna. Lét krossfesta sig í 35. sinn Kaþólska kirkjan hefur ekki lagt blessun sína yfir þessi uppátæki og raunar fordæmt enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og fillipseyskri alþýðutrú á fórnir. Aðalleikarinn þetta árið er Ruben Enaje sem er 63 ára gamall en þetta er í 35. skiptið sem hann tekur þátt. „Líkami minn verður sífellt meira veikburða. Ég veit ekki hvort þetta er síðasta sinn, hvort ég geri þetta aftur eða hvort þetta er í allrasíðasta sinn,“ sagði Enaje í dag. Haldið upp á föstudaginn langa í Jerúsalem Það er þó aðeins fámennur hópur kristinna manna sem gengur jafnlangt og þessir til að tilbiðja guð sinn á þessum degi. Víðast hvar koma trúaðir menn saman í guðsþjónustum og þrátt fyrir spennu og átök í landinu helga var haldið upp á daginn í Jerúsalem. Pílagrímar gengu í morgun í gegnum gömlu borgina, leiðina sem Jesú er sagður hafa borið krossinn að Golgatahæð. Trúmál Filippseyjar Ísrael Páskar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Þetta er árviss viðburður á Filippseyjum og vekur ávallt heimsathygli. Í þetta skiptið létu tíu menn bæði húðstrýkja sig og krossfesta. Hundruð fylgdust með krossfestingunum í morgun og fólk kom víða að. Varað er við myndefninu í klippunni að neðan. „Við erum frá Póllandi sem er kaþólskt land. Við fögnum auðvitað líka páskunum en samt með öðrum hætti. Þó ekki með verri eða betri hætti. Við komum til að sjá hvaða merkingu páskar hafa í öðrum heimshluta,“ sagði Maciej Kruszewski, pólskur ferðamaður, sem var viðstaddur krossfestinguna. Lét krossfesta sig í 35. sinn Kaþólska kirkjan hefur ekki lagt blessun sína yfir þessi uppátæki og raunar fordæmt enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og fillipseyskri alþýðutrú á fórnir. Aðalleikarinn þetta árið er Ruben Enaje sem er 63 ára gamall en þetta er í 35. skiptið sem hann tekur þátt. „Líkami minn verður sífellt meira veikburða. Ég veit ekki hvort þetta er síðasta sinn, hvort ég geri þetta aftur eða hvort þetta er í allrasíðasta sinn,“ sagði Enaje í dag. Haldið upp á föstudaginn langa í Jerúsalem Það er þó aðeins fámennur hópur kristinna manna sem gengur jafnlangt og þessir til að tilbiðja guð sinn á þessum degi. Víðast hvar koma trúaðir menn saman í guðsþjónustum og þrátt fyrir spennu og átök í landinu helga var haldið upp á daginn í Jerúsalem. Pílagrímar gengu í morgun í gegnum gömlu borgina, leiðina sem Jesú er sagður hafa borið krossinn að Golgatahæð.
Trúmál Filippseyjar Ísrael Páskar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira