Langur föstudagur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 25. mars 2024 09:01 Nú í dymbilviku undirbúum við okkar páskahátíð sem framundan er. Hún er margvísleg og má vera öðruvísi. Sum okkar fara í frí, á skíði, til Tene eða aldrei suður og hlusta á tónlist. En það þurfa líka margir að vinna um þessa hátíð og sinna mikilvægum störfum sem halda samfélaginu gangandi. En af hverju höldum við pàskahàtið það er góð spurning? Á páskum minnumst við píslargöngu Krist og sigri lífsins yfir dauðanum. Við vitum að Kristur var krossfestur á föstudaginn langa en á páskadag var hann upprisinn. En því miður vitum við ekki öll að lærisveinar hans voru ekki 13 eins og jólasveinarnir. En við vitum að á páskum borðum við flest okkar páskaegg, sem hafa í raun ekkert með páskahátíðina að gera. Nýverið hef ég dvalið á Balí í Indónesíu þar sem jarðskjàlftar og eldgos eru tíð. Þar eru hindúar í meirihluta og hef ég fengið að fylgjast með þeirra helgisiðum. Daglega færa þeir fórnir sem eru bornar fram í körfum úr bananablöðum sem innihalda reykleysi, vatn, blóm og mat sem er ávöxtur jarðar. Allt þetta sett niður við hverja vistarveru og farið með bænir þeim til handa. Þegar stórar helgisiða hátíðir eru eins og á fullu tungli, ferðast þeir langt að, heilu fjölskyldurnar, klæðast hvítum fallegum fatnaði og færa fórnir í hofum sínum. Allir eru brosandi með mikla útgeislun sama hvaða stétt og stöðu þeir tilheyra og leyfa okkur ferðamanninum að skyggnast inn í þeirra trúar hefðir. Allir fá blessun frá æðsta prestinum og hrísgrjón á ennið sem táknar fræ jarðar áður en þeir ganga frá hofinu. Mögnuð upplifun að fá að fylgjast með og margt sem við Íslendingar getum lært af. Í minni bernsku var það siður hjá ömmusystur minni að hlusta á lestur Passíusálmana á föstunni einn sàlm á dag á hverju kvöldi í útvarpinu. Margir hafa eflaust fengið þessa sálma í fermingargjöf í fínni bók en líklega ekki allir lesið þá. Hallgrímur Péturson orti þessa mögnuðu sálma eftir að hann missti dóttur sína Steinunni en legstein hennar er að finna í Hvalsneskirkju en þar þjónaði hann og er það einstök kirkja í mínum huga. Líklegt er að hann hafi samið eitthvað af sálmunum 50 á Suðurnesjum. Hallgrímur færði Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttur í Skálholti fyrsta eintakið af sàlmunum. Í Passíusálmunum fer hann ekki bara með píslargöngu Krists í bundnu máli, heldur fjallar um sinn eigin vanmátt og veikleika auk þess að gefa lýðnum von og trú og ráðleggingar um hvernig við megum breyta betur. Það er hverjum manni hollt að kannast við uppruna sinn og siði og rækta sína trú. Sú trú má vera alls konar en við eigum að virða okkar hefðir og kunna skil á þeim. Þess vegna langar mig nú á löngum föstudegi að lesa alla sálma séra Hallgríms Péturssonar í Fríkirkjunni í Reykjavík og þannig rækta mínar trúar rætur og leita sjálf innàvið. Öllum er frjálst að líta við að vild. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Páskar Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í dymbilviku undirbúum við okkar páskahátíð sem framundan er. Hún er margvísleg og má vera öðruvísi. Sum okkar fara í frí, á skíði, til Tene eða aldrei suður og hlusta á tónlist. En það þurfa líka margir að vinna um þessa hátíð og sinna mikilvægum störfum sem halda samfélaginu gangandi. En af hverju höldum við pàskahàtið það er góð spurning? Á páskum minnumst við píslargöngu Krist og sigri lífsins yfir dauðanum. Við vitum að Kristur var krossfestur á föstudaginn langa en á páskadag var hann upprisinn. En því miður vitum við ekki öll að lærisveinar hans voru ekki 13 eins og jólasveinarnir. En við vitum að á páskum borðum við flest okkar páskaegg, sem hafa í raun ekkert með páskahátíðina að gera. Nýverið hef ég dvalið á Balí í Indónesíu þar sem jarðskjàlftar og eldgos eru tíð. Þar eru hindúar í meirihluta og hef ég fengið að fylgjast með þeirra helgisiðum. Daglega færa þeir fórnir sem eru bornar fram í körfum úr bananablöðum sem innihalda reykleysi, vatn, blóm og mat sem er ávöxtur jarðar. Allt þetta sett niður við hverja vistarveru og farið með bænir þeim til handa. Þegar stórar helgisiða hátíðir eru eins og á fullu tungli, ferðast þeir langt að, heilu fjölskyldurnar, klæðast hvítum fallegum fatnaði og færa fórnir í hofum sínum. Allir eru brosandi með mikla útgeislun sama hvaða stétt og stöðu þeir tilheyra og leyfa okkur ferðamanninum að skyggnast inn í þeirra trúar hefðir. Allir fá blessun frá æðsta prestinum og hrísgrjón á ennið sem táknar fræ jarðar áður en þeir ganga frá hofinu. Mögnuð upplifun að fá að fylgjast með og margt sem við Íslendingar getum lært af. Í minni bernsku var það siður hjá ömmusystur minni að hlusta á lestur Passíusálmana á föstunni einn sàlm á dag á hverju kvöldi í útvarpinu. Margir hafa eflaust fengið þessa sálma í fermingargjöf í fínni bók en líklega ekki allir lesið þá. Hallgrímur Péturson orti þessa mögnuðu sálma eftir að hann missti dóttur sína Steinunni en legstein hennar er að finna í Hvalsneskirkju en þar þjónaði hann og er það einstök kirkja í mínum huga. Líklegt er að hann hafi samið eitthvað af sálmunum 50 á Suðurnesjum. Hallgrímur færði Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttur í Skálholti fyrsta eintakið af sàlmunum. Í Passíusálmunum fer hann ekki bara með píslargöngu Krists í bundnu máli, heldur fjallar um sinn eigin vanmátt og veikleika auk þess að gefa lýðnum von og trú og ráðleggingar um hvernig við megum breyta betur. Það er hverjum manni hollt að kannast við uppruna sinn og siði og rækta sína trú. Sú trú má vera alls konar en við eigum að virða okkar hefðir og kunna skil á þeim. Þess vegna langar mig nú á löngum föstudegi að lesa alla sálma séra Hallgríms Péturssonar í Fríkirkjunni í Reykjavík og þannig rækta mínar trúar rætur og leita sjálf innàvið. Öllum er frjálst að líta við að vild. Höfundur er læknir.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun