Tæplega þriggja milljarða króna viðsnúningur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 11:10 Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia Vísir/Vilhelm Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings. Tekjur jukust um 23% eða 8,6 milljarða króna og námu 45,1 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 7,8 milljón í fyrra samanborið við um 6,1 milljón árið 2022. Ef horft er til heildarafkomu ársins var hún jákvæð um 2,1 milljarð króna samanborið við neikvæða heildarafkomu upp á 617 milljónir króna árið 2022. Það svarar til jákvæðs viðsnúnings upp á rúma 2,7 milljarða króna. Þar munaði meðal annars um jákvæða gengisáhrif vegna langtímalána sem námu um 180 milljónum króna á árinu 2023 samanborið við neikvæð gengisáhrif upp á 868 milljónir króna árið á undan. „Árið 2023 var í meginatriðum í takt við okkar væntingar. Við fundum vissulega fyrir áhrifum efnahagsumhverfisins á neyslu almennings og eldsumbrotin á Reykjanesskaganum en engu að síður tókst að mínu mati afar vel til við að mæta þeim áhrifum í rekstrinum“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Svo hafa þær áskoranir sem hafa fylgt því að vera með eldsumbrotin í bakgarðinum okkar síst minnkað nú á nýju ári“. Sveinbjörn bendir á að mikil vinna hafi verið lögð í að tryggja samfellu í rekstri Keflavíkurflugvallar við þessar óvissu aðstæður. Keflavíkurflugvöllur sé t.d. þegar orðinn sjálfbær þegar komi að rafmagni á flugvellinum og félagið komið á þann stað að geta haldið uppi órofnum rekstri flugvallarins ef til þess kemur að fæðing á heitu vatni rofnar á ný. Ingibjörg Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs hjá Isavia, segir að einn mikilvægasta varðan í rekstri félagsins á árinu 2023 hafi verið vel heppnuð skuldabréfaútgáfa þess. „Isavia gaf út skuldabréf í lokuðu útboði að fjárhæð 175 milljónir evra til bandarískra fjárfesta sem jafngilti rúmum 25 milljörðum íslenskra króna.“ Ingibjörg segir enn fremur að fjárfestar hafi sýnt Isavia mikið traust og áhuginn á félaginu hafi verið töluverður í þessari fyrstu skuldabréfaútgáfu Isavia. „Þetta styrkti félagið verulega í þeirri mikilvægu uppbyggingu sem stendur yfir á Keflavíkurflugvelli og jákvæðar móttökur eru til merkis um vandaðan undirbúning af hendi Isavia. “ „Við horfum björtum augum til ársins 2024 og til framtíðar. Farþegaspá okkar gerir ráð fyrir að tæplega 8,5 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu sem er um 9% fjölgun milli ára. Í dag er ekkert sem bendir til annars en að sú spá muni ganga eftir. Í nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags Isavia er lögð áhersla á að styðja við framtíðarvöxt þeirra tengiflugfélaga sem velja Keflavíkurflugvöll sem sína tengistöð. Miðað við þær farþegaforsendur sem horft er til þarf áfram að byggja upp afkastagetu á flugvellinum og jafnvel hraðar en við stefndum áður að.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Tekjur jukust um 23% eða 8,6 milljarða króna og námu 45,1 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 7,8 milljón í fyrra samanborið við um 6,1 milljón árið 2022. Ef horft er til heildarafkomu ársins var hún jákvæð um 2,1 milljarð króna samanborið við neikvæða heildarafkomu upp á 617 milljónir króna árið 2022. Það svarar til jákvæðs viðsnúnings upp á rúma 2,7 milljarða króna. Þar munaði meðal annars um jákvæða gengisáhrif vegna langtímalána sem námu um 180 milljónum króna á árinu 2023 samanborið við neikvæð gengisáhrif upp á 868 milljónir króna árið á undan. „Árið 2023 var í meginatriðum í takt við okkar væntingar. Við fundum vissulega fyrir áhrifum efnahagsumhverfisins á neyslu almennings og eldsumbrotin á Reykjanesskaganum en engu að síður tókst að mínu mati afar vel til við að mæta þeim áhrifum í rekstrinum“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Svo hafa þær áskoranir sem hafa fylgt því að vera með eldsumbrotin í bakgarðinum okkar síst minnkað nú á nýju ári“. Sveinbjörn bendir á að mikil vinna hafi verið lögð í að tryggja samfellu í rekstri Keflavíkurflugvallar við þessar óvissu aðstæður. Keflavíkurflugvöllur sé t.d. þegar orðinn sjálfbær þegar komi að rafmagni á flugvellinum og félagið komið á þann stað að geta haldið uppi órofnum rekstri flugvallarins ef til þess kemur að fæðing á heitu vatni rofnar á ný. Ingibjörg Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs hjá Isavia, segir að einn mikilvægasta varðan í rekstri félagsins á árinu 2023 hafi verið vel heppnuð skuldabréfaútgáfa þess. „Isavia gaf út skuldabréf í lokuðu útboði að fjárhæð 175 milljónir evra til bandarískra fjárfesta sem jafngilti rúmum 25 milljörðum íslenskra króna.“ Ingibjörg segir enn fremur að fjárfestar hafi sýnt Isavia mikið traust og áhuginn á félaginu hafi verið töluverður í þessari fyrstu skuldabréfaútgáfu Isavia. „Þetta styrkti félagið verulega í þeirri mikilvægu uppbyggingu sem stendur yfir á Keflavíkurflugvelli og jákvæðar móttökur eru til merkis um vandaðan undirbúning af hendi Isavia. “ „Við horfum björtum augum til ársins 2024 og til framtíðar. Farþegaspá okkar gerir ráð fyrir að tæplega 8,5 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu sem er um 9% fjölgun milli ára. Í dag er ekkert sem bendir til annars en að sú spá muni ganga eftir. Í nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags Isavia er lögð áhersla á að styðja við framtíðarvöxt þeirra tengiflugfélaga sem velja Keflavíkurflugvöll sem sína tengistöð. Miðað við þær farþegaforsendur sem horft er til þarf áfram að byggja upp afkastagetu á flugvellinum og jafnvel hraðar en við stefndum áður að.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira