Forsendur krafna um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 18. mars 2024 10:01 Ég sé að ýmsum finnst skjóta skökku við að ég skuli í grein fyrir helgi hafa lagst gegn áformuðu frumvarpi um kröfur til leigubílstjóra um íslenskukunnáttu, í ljósi þess að ég hafi gefið mig út fyrir að vera sérstakur talsmaður íslenskunnar og lagt áherslu á að hún sé notuð við allar aðstæður. Þess vegna verð ég að ítreka að ég er alls ekki á móti því að gerðar séu kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum – ég tel það sjálfsagt og eðlilegt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ástæðan fyrir því að ég andmælti væntanlegu frumvarpi var hins vegar sú að það tók ekki heildstætt á málinu – snerist um örlítið brot vinnumarkaðarins og var augljóslega sett fram sem liður í fordómafullri umræðu síðustu vikna um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Þegar kjarasamningar stóðu fyrir dyrum fyrir hálfu öðru ári, haustið 2022, setti ég fram þá hugmynd að verkalýðhreyfingin gerði kröfu um að erlent starfsfólk gæti stundað íslenskunám á vinnutíma. Þessi hugmynd mæltist vægast sagt illa fyrir hjá verkalýðsforystunni þrátt fyrir að ég benti á að þetta þyrfti ekki að bitna á kröfum hreyfingarinnar til viðsemjenda því að hægt væri að senda ríkinu reikninginn að miklu leyti – eins og gert var í nýafstöðnum samningum. Í þeim taldi ríkið tilvinnandi að leggja fram 20 milljarða á ári til að samningar næðust og ég tel að það hafi verið rétt mat – samningarnir koma láglaunafólki og barnafólki sérstaklega til góða og það er til mikils vinnandi fyrir ríkið að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaði. En fyrst ríkið telur sig geta snarað út 20 milljörðum í samningana ætti það líka að geta lagt fram myndarlega upphæð til kennslu íslensku sem annars máls. Það er grundvallarforsendan fyrir því að hægt sé að gera auknar kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum. Innflytjendur eiga það skilið að þetta sé gert, þótt ekki væri nema vegna framlags síns til hagvaxtar á Íslandi (hagvöxtur frá 2006-2021 var 0,74% á ári en án innflytjenda hefði hann verið 0,19%). Íslendingar eiga það skilið, ekki síst eldra fólk sem hefur takmarkaða færni í ensku, að geta fengið afgreiðslu og þjónustu á opinberu tungumáli landsins. Ekki síst á íslenskan á það skilið að við sinnum henni og gerum sem flestum kleift að nota hana en fælum fólk ekki frá henni. Þetta kostar vissulega fé, en þótt ekki væri sett í það nema svona eins og tíundi hluti af því sem ríkið ætlar að verja í tengslum við kjarasamninga myndi það margborga sig á stuttum tíma. Atvinnurekendur fengju starfsfólk sem gæti sinnt fjölbreyttari störfum, félli betur inn í samfélagið og væri líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft yrði sveigjanlegra, gæti nýtt menntun sína betur, og yki möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið væri úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan gæti haldið áfram að vera burðarás samfélagsins, aðalsamskiptatungumálið í landinu og menningarleg kjölfesta okkar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ég sé að ýmsum finnst skjóta skökku við að ég skuli í grein fyrir helgi hafa lagst gegn áformuðu frumvarpi um kröfur til leigubílstjóra um íslenskukunnáttu, í ljósi þess að ég hafi gefið mig út fyrir að vera sérstakur talsmaður íslenskunnar og lagt áherslu á að hún sé notuð við allar aðstæður. Þess vegna verð ég að ítreka að ég er alls ekki á móti því að gerðar séu kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum – ég tel það sjálfsagt og eðlilegt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ástæðan fyrir því að ég andmælti væntanlegu frumvarpi var hins vegar sú að það tók ekki heildstætt á málinu – snerist um örlítið brot vinnumarkaðarins og var augljóslega sett fram sem liður í fordómafullri umræðu síðustu vikna um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Þegar kjarasamningar stóðu fyrir dyrum fyrir hálfu öðru ári, haustið 2022, setti ég fram þá hugmynd að verkalýðhreyfingin gerði kröfu um að erlent starfsfólk gæti stundað íslenskunám á vinnutíma. Þessi hugmynd mæltist vægast sagt illa fyrir hjá verkalýðsforystunni þrátt fyrir að ég benti á að þetta þyrfti ekki að bitna á kröfum hreyfingarinnar til viðsemjenda því að hægt væri að senda ríkinu reikninginn að miklu leyti – eins og gert var í nýafstöðnum samningum. Í þeim taldi ríkið tilvinnandi að leggja fram 20 milljarða á ári til að samningar næðust og ég tel að það hafi verið rétt mat – samningarnir koma láglaunafólki og barnafólki sérstaklega til góða og það er til mikils vinnandi fyrir ríkið að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaði. En fyrst ríkið telur sig geta snarað út 20 milljörðum í samningana ætti það líka að geta lagt fram myndarlega upphæð til kennslu íslensku sem annars máls. Það er grundvallarforsendan fyrir því að hægt sé að gera auknar kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum. Innflytjendur eiga það skilið að þetta sé gert, þótt ekki væri nema vegna framlags síns til hagvaxtar á Íslandi (hagvöxtur frá 2006-2021 var 0,74% á ári en án innflytjenda hefði hann verið 0,19%). Íslendingar eiga það skilið, ekki síst eldra fólk sem hefur takmarkaða færni í ensku, að geta fengið afgreiðslu og þjónustu á opinberu tungumáli landsins. Ekki síst á íslenskan á það skilið að við sinnum henni og gerum sem flestum kleift að nota hana en fælum fólk ekki frá henni. Þetta kostar vissulega fé, en þótt ekki væri sett í það nema svona eins og tíundi hluti af því sem ríkið ætlar að verja í tengslum við kjarasamninga myndi það margborga sig á stuttum tíma. Atvinnurekendur fengju starfsfólk sem gæti sinnt fjölbreyttari störfum, félli betur inn í samfélagið og væri líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft yrði sveigjanlegra, gæti nýtt menntun sína betur, og yki möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið væri úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan gæti haldið áfram að vera burðarás samfélagsins, aðalsamskiptatungumálið í landinu og menningarleg kjölfesta okkar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar