Hvað tökum við með okkur? Magnús Bergmann skrifar 18. mars 2024 08:01 Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu. Við fögnum því að geta verið nær samnemendum okkar og í leiðinni opnað okkar einstaka námssamfélag fyrir fleiri sviðum. Menntavísindasvið er heppið að því leytinu til að kennsluhættir á sviðinu okkar eru framsæknir og oft frábrugðnir öðrum sviðum. Það gefur augaleið að kennslufræði, samskipti og fjölbreyttir kennsluhættir þurfi að vera í forgrunni á sviði þar sem framtíðar kennarar, þroskaþjálfar, íþróttafræðingar og uppeldisfræðingar eru menntaðir. Á þessum sameiningartímum er ekki hægt að sjá annað en tækifæri bæði fyrir Menntavísindasvið og háskólann í heild sinni. Með vesturför sviðsins getur þekking bæði starfsfólks og nemenda í menntavísindum leitt til frekara samtals milli sviða. Menntavísindasvið státar sig af því að standa framarlega þegar kemur að fjarnámi og nýstárlegum kennsluháttum, t.a.m. vendi- og leiðsagnarnám. Með flutningi sviðsins í Vatnsmýrina græða stúdentar HÍ ekki einungis nýja vini heldur einnig betra aðgengi að menntavísindum. Minni fjarlægð milli sviða skilar sér vonandi í frekara samstarfi og samtali milli kennara sviða. Háskóli Íslands er stútfullur af frábærum kennurum en það virðist sem að lítið samtal sé á milli sviða. Sviðin fimm eru öll í sitthvoru lagi að reyna að finna upp hjólið, augljóslega væri skilvirkara ef kennarar myndu sækjast í þekkingu hvers annars og þá sérstaklega kennslufræðiþekkinguna sem kemur vonandi í haust í bílförmum frá Stakkahlíðinni og yfir á Sögu. Staðlotur hafa verið mikið milli tanna á fólki á göngum Stakkahlíðarinnar. Þar heyrist hvísl um tilgang þeirra, um tímaeyðsluna og tekjutap fólks sem þarf að taka sér frí til þess að mæta í einn tíma sem hefði getað verið á netinu. Með tilfærslu okkar vonum við að sviðið endurskoði þessar staðlotur, geri þær að einhverju sem er þess virði að stúdentar mæti á staðinn fyrir. Staðlotur eru fullkomið tækifæri fyrir nemendur og kennara til þess að kynnast betur, vinna meira saman og læra eitthvað nýtt. En þær hafa verið illa nýttar af bæði kennurum og nemendum sem í raun líta ekki á þær sem tækifæri heldur sem kvöl. Með nýrri staðsetningu koma vonandi nýir hugsunarhættir, bæði á sviðinu okkar sem og skólanum í heild. Eitthvað sem við öll græðum á. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Menntavísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu. Við fögnum því að geta verið nær samnemendum okkar og í leiðinni opnað okkar einstaka námssamfélag fyrir fleiri sviðum. Menntavísindasvið er heppið að því leytinu til að kennsluhættir á sviðinu okkar eru framsæknir og oft frábrugðnir öðrum sviðum. Það gefur augaleið að kennslufræði, samskipti og fjölbreyttir kennsluhættir þurfi að vera í forgrunni á sviði þar sem framtíðar kennarar, þroskaþjálfar, íþróttafræðingar og uppeldisfræðingar eru menntaðir. Á þessum sameiningartímum er ekki hægt að sjá annað en tækifæri bæði fyrir Menntavísindasvið og háskólann í heild sinni. Með vesturför sviðsins getur þekking bæði starfsfólks og nemenda í menntavísindum leitt til frekara samtals milli sviða. Menntavísindasvið státar sig af því að standa framarlega þegar kemur að fjarnámi og nýstárlegum kennsluháttum, t.a.m. vendi- og leiðsagnarnám. Með flutningi sviðsins í Vatnsmýrina græða stúdentar HÍ ekki einungis nýja vini heldur einnig betra aðgengi að menntavísindum. Minni fjarlægð milli sviða skilar sér vonandi í frekara samstarfi og samtali milli kennara sviða. Háskóli Íslands er stútfullur af frábærum kennurum en það virðist sem að lítið samtal sé á milli sviða. Sviðin fimm eru öll í sitthvoru lagi að reyna að finna upp hjólið, augljóslega væri skilvirkara ef kennarar myndu sækjast í þekkingu hvers annars og þá sérstaklega kennslufræðiþekkinguna sem kemur vonandi í haust í bílförmum frá Stakkahlíðinni og yfir á Sögu. Staðlotur hafa verið mikið milli tanna á fólki á göngum Stakkahlíðarinnar. Þar heyrist hvísl um tilgang þeirra, um tímaeyðsluna og tekjutap fólks sem þarf að taka sér frí til þess að mæta í einn tíma sem hefði getað verið á netinu. Með tilfærslu okkar vonum við að sviðið endurskoði þessar staðlotur, geri þær að einhverju sem er þess virði að stúdentar mæti á staðinn fyrir. Staðlotur eru fullkomið tækifæri fyrir nemendur og kennara til þess að kynnast betur, vinna meira saman og læra eitthvað nýtt. En þær hafa verið illa nýttar af bæði kennurum og nemendum sem í raun líta ekki á þær sem tækifæri heldur sem kvöl. Með nýrri staðsetningu koma vonandi nýir hugsunarhættir, bæði á sviðinu okkar sem og skólanum í heild. Eitthvað sem við öll græðum á. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Menntavísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun