Stefnir í að enska úrvalsdeildin fái fimm Meistaradeildarsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2024 09:00 Tottenham Hotspur er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Alex Pantling/Getty Images Það stefnir allt í það að fimm lið úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu fái þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Verður það fyrsta tímabil þessarar bestu deildar Evrópu með nýju sniði. „Það yrði mjög óvænt ef England myndi ekki fá fimmta Meistaradeildarsætið. Það þýðir að liðið í 8. sæti gæti átt möguleika á að komast í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Simon Stone, starfsmaður breska ríkisútvarpsins, um málið en ensk lið gerðu það gott í Evrópudeildinni í gærkvöld, fimmtudag. Brighton & Hove Albion vann 1-0 sigur á Roma sem dugði ekki til þess að komast áfram en sigurinn gæti skipt sköpum í baráttunni um þetta auka sæti í Meistaradeildinni. Þá unnu West Ham United, Aston Villa og Liverpool stórsigra. Miguel Delaney hjá The Independent bendir á að sigur West Ham hafi svo gott sem gulltryggt ensku úrvalsdeildinni hið títtnefnda fimmta sæti. This West Ham result makes it a near certainty the Premier League will get five Champions League places.— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 14, 2024 Alls eru fimm ensk lið eftir í Evrópukeppnum (Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeild). Helsti keppinautur Englands um fimmta Meistaradeildarsætið er Þýskaland sem á aðeins þrjá fulltrúa eftir í Evrópukeppnum. Það þarf því algjört hrun enskra til að Þjóðverjar nappi fimmta sætinu í deild þeirra bestu. Hvað varðar nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu þá munu liðin ekki lengur leika í riðlum heldur verður um eina stóra deild að ræða. An exciting new era for European club football awaits Here s how the #UCL will look from 2024/25 pic.twitter.com/mEffFOpX2O— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2024 Þar spila leikin átta leiki gegn átta mismunandi mótherjum, tveimur úr hverjum styrkleikaflokki. Öll lið leika fjóra heima- og fjóra útileiki. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í sæti 9. til 24. fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49 Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47 Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
„Það yrði mjög óvænt ef England myndi ekki fá fimmta Meistaradeildarsætið. Það þýðir að liðið í 8. sæti gæti átt möguleika á að komast í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Simon Stone, starfsmaður breska ríkisútvarpsins, um málið en ensk lið gerðu það gott í Evrópudeildinni í gærkvöld, fimmtudag. Brighton & Hove Albion vann 1-0 sigur á Roma sem dugði ekki til þess að komast áfram en sigurinn gæti skipt sköpum í baráttunni um þetta auka sæti í Meistaradeildinni. Þá unnu West Ham United, Aston Villa og Liverpool stórsigra. Miguel Delaney hjá The Independent bendir á að sigur West Ham hafi svo gott sem gulltryggt ensku úrvalsdeildinni hið títtnefnda fimmta sæti. This West Ham result makes it a near certainty the Premier League will get five Champions League places.— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 14, 2024 Alls eru fimm ensk lið eftir í Evrópukeppnum (Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeild). Helsti keppinautur Englands um fimmta Meistaradeildarsætið er Þýskaland sem á aðeins þrjá fulltrúa eftir í Evrópukeppnum. Það þarf því algjört hrun enskra til að Þjóðverjar nappi fimmta sætinu í deild þeirra bestu. Hvað varðar nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu þá munu liðin ekki lengur leika í riðlum heldur verður um eina stóra deild að ræða. An exciting new era for European club football awaits Here s how the #UCL will look from 2024/25 pic.twitter.com/mEffFOpX2O— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2024 Þar spila leikin átta leiki gegn átta mismunandi mótherjum, tveimur úr hverjum styrkleikaflokki. Öll lið leika fjóra heima- og fjóra útileiki. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í sæti 9. til 24. fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49 Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47 Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49
Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47
Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55