Sara áfram efst í The Open en Katrín Tanja á hraðri uppleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2024 06:30 Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig best af íslensku stelpunum. Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er áfram efst meðal íslenskra kvenna í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en nú er búið að fara yfir árangur keppenda í 24.2 á CrossFit Open. Þetta er önnur vikan af þremur og nú fá keppendur bara eina viku í viðbót til að laga stöðu sína á listanum. 25 prósent allra keppenda í heiminum komast í fjórðungsúrslitin og því er ljóst að Ísland mun eiga marga keppendur þar. Í fjórðungsúrslitunum verður mun erfiðara að komast í undanúrslitin þar sem verður síðan rosalega hörð keppni um sæti á heimsleikunum í Texas í haust. Sara var eina íslenska stelpan inn á topp tvö hundruð á heimslistanum eftir fyrstu vikuna og hún náði 22. besta árangrinum í viku tvö. Það skilar Söru upp í 55. sæti á heimsvísu. Þetta verður vonandi mikið endurkomutímabil hjá Söru sem hefur ekki komist á heimsleikana í fjögur ár. Það breytist vonandi í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir átti mjög góða viku en hún náði 25. besta árangrinum í 24.2 og það skilar henni upp í annað sætið meðal íslensku stelpnanna. Birta Líf er nú í 109. sæti á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir er áfram í þriðja sætinu og Bergrós Björnsdóttir dettur úr öðru sæti niður í það fjórða. Þuríður Erla er enn fremur í 158. sæti á heimsvísu en Bergrós er í 204. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir ekki í Evrópu heldur en í Norður-Ameríku undankeppninni. Hún átti ekki góða fyrstu viku þar sem hún endaði aðeins í 900. sæti. Katrín Tanja hækkar sig aftur á móti um 535 sæti milli vikna og er nú komin upp í 365. sæti á heimsvísu. Hún er í fimmta sæti meðal íslensku stelpnanna rétt á undan Steinunni Önnu Svansdóttur sem stundar æfingar hjá CrossFit Mjölni. Anníe Mist Þórisdóttir tekur þátt í The Open í ár þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún er auðvitað langt á eftir en situr í 23.912. sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Það er 121 íslensk stelpa á undan Anníe að meðtaldri Katrínu Tönju. Hér fyrir neðan má sjá fimmtán efstu íslenskustelpurnar sem keppa í undankeppni Evrópu. CrossFit games CrossFit Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Þetta er önnur vikan af þremur og nú fá keppendur bara eina viku í viðbót til að laga stöðu sína á listanum. 25 prósent allra keppenda í heiminum komast í fjórðungsúrslitin og því er ljóst að Ísland mun eiga marga keppendur þar. Í fjórðungsúrslitunum verður mun erfiðara að komast í undanúrslitin þar sem verður síðan rosalega hörð keppni um sæti á heimsleikunum í Texas í haust. Sara var eina íslenska stelpan inn á topp tvö hundruð á heimslistanum eftir fyrstu vikuna og hún náði 22. besta árangrinum í viku tvö. Það skilar Söru upp í 55. sæti á heimsvísu. Þetta verður vonandi mikið endurkomutímabil hjá Söru sem hefur ekki komist á heimsleikana í fjögur ár. Það breytist vonandi í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir átti mjög góða viku en hún náði 25. besta árangrinum í 24.2 og það skilar henni upp í annað sætið meðal íslensku stelpnanna. Birta Líf er nú í 109. sæti á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir er áfram í þriðja sætinu og Bergrós Björnsdóttir dettur úr öðru sæti niður í það fjórða. Þuríður Erla er enn fremur í 158. sæti á heimsvísu en Bergrós er í 204. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir ekki í Evrópu heldur en í Norður-Ameríku undankeppninni. Hún átti ekki góða fyrstu viku þar sem hún endaði aðeins í 900. sæti. Katrín Tanja hækkar sig aftur á móti um 535 sæti milli vikna og er nú komin upp í 365. sæti á heimsvísu. Hún er í fimmta sæti meðal íslensku stelpnanna rétt á undan Steinunni Önnu Svansdóttur sem stundar æfingar hjá CrossFit Mjölni. Anníe Mist Þórisdóttir tekur þátt í The Open í ár þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún er auðvitað langt á eftir en situr í 23.912. sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Það er 121 íslensk stelpa á undan Anníe að meðtaldri Katrínu Tönju. Hér fyrir neðan má sjá fimmtán efstu íslenskustelpurnar sem keppa í undankeppni Evrópu. CrossFit games
CrossFit Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira