Sara áfram efst í The Open en Katrín Tanja á hraðri uppleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2024 06:30 Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig best af íslensku stelpunum. Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er áfram efst meðal íslenskra kvenna í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en nú er búið að fara yfir árangur keppenda í 24.2 á CrossFit Open. Þetta er önnur vikan af þremur og nú fá keppendur bara eina viku í viðbót til að laga stöðu sína á listanum. 25 prósent allra keppenda í heiminum komast í fjórðungsúrslitin og því er ljóst að Ísland mun eiga marga keppendur þar. Í fjórðungsúrslitunum verður mun erfiðara að komast í undanúrslitin þar sem verður síðan rosalega hörð keppni um sæti á heimsleikunum í Texas í haust. Sara var eina íslenska stelpan inn á topp tvö hundruð á heimslistanum eftir fyrstu vikuna og hún náði 22. besta árangrinum í viku tvö. Það skilar Söru upp í 55. sæti á heimsvísu. Þetta verður vonandi mikið endurkomutímabil hjá Söru sem hefur ekki komist á heimsleikana í fjögur ár. Það breytist vonandi í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir átti mjög góða viku en hún náði 25. besta árangrinum í 24.2 og það skilar henni upp í annað sætið meðal íslensku stelpnanna. Birta Líf er nú í 109. sæti á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir er áfram í þriðja sætinu og Bergrós Björnsdóttir dettur úr öðru sæti niður í það fjórða. Þuríður Erla er enn fremur í 158. sæti á heimsvísu en Bergrós er í 204. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir ekki í Evrópu heldur en í Norður-Ameríku undankeppninni. Hún átti ekki góða fyrstu viku þar sem hún endaði aðeins í 900. sæti. Katrín Tanja hækkar sig aftur á móti um 535 sæti milli vikna og er nú komin upp í 365. sæti á heimsvísu. Hún er í fimmta sæti meðal íslensku stelpnanna rétt á undan Steinunni Önnu Svansdóttur sem stundar æfingar hjá CrossFit Mjölni. Anníe Mist Þórisdóttir tekur þátt í The Open í ár þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún er auðvitað langt á eftir en situr í 23.912. sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Það er 121 íslensk stelpa á undan Anníe að meðtaldri Katrínu Tönju. Hér fyrir neðan má sjá fimmtán efstu íslenskustelpurnar sem keppa í undankeppni Evrópu. CrossFit games CrossFit Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Þetta er önnur vikan af þremur og nú fá keppendur bara eina viku í viðbót til að laga stöðu sína á listanum. 25 prósent allra keppenda í heiminum komast í fjórðungsúrslitin og því er ljóst að Ísland mun eiga marga keppendur þar. Í fjórðungsúrslitunum verður mun erfiðara að komast í undanúrslitin þar sem verður síðan rosalega hörð keppni um sæti á heimsleikunum í Texas í haust. Sara var eina íslenska stelpan inn á topp tvö hundruð á heimslistanum eftir fyrstu vikuna og hún náði 22. besta árangrinum í viku tvö. Það skilar Söru upp í 55. sæti á heimsvísu. Þetta verður vonandi mikið endurkomutímabil hjá Söru sem hefur ekki komist á heimsleikana í fjögur ár. Það breytist vonandi í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir átti mjög góða viku en hún náði 25. besta árangrinum í 24.2 og það skilar henni upp í annað sætið meðal íslensku stelpnanna. Birta Líf er nú í 109. sæti á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir er áfram í þriðja sætinu og Bergrós Björnsdóttir dettur úr öðru sæti niður í það fjórða. Þuríður Erla er enn fremur í 158. sæti á heimsvísu en Bergrós er í 204. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir ekki í Evrópu heldur en í Norður-Ameríku undankeppninni. Hún átti ekki góða fyrstu viku þar sem hún endaði aðeins í 900. sæti. Katrín Tanja hækkar sig aftur á móti um 535 sæti milli vikna og er nú komin upp í 365. sæti á heimsvísu. Hún er í fimmta sæti meðal íslensku stelpnanna rétt á undan Steinunni Önnu Svansdóttur sem stundar æfingar hjá CrossFit Mjölni. Anníe Mist Þórisdóttir tekur þátt í The Open í ár þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún er auðvitað langt á eftir en situr í 23.912. sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Það er 121 íslensk stelpa á undan Anníe að meðtaldri Katrínu Tönju. Hér fyrir neðan má sjá fimmtán efstu íslenskustelpurnar sem keppa í undankeppni Evrópu. CrossFit games
CrossFit Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira