Árskort í World Class eða ólögmætt skrásetningargjald? Katla Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2024 08:31 Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar. Á meðan hann kurrar í köldum potti og vekur víkinga er ég að læra við Háskóla Íslands, sem rukkar mig 75.000 krónur á ári í ólögmæt skrásetningargjöld, sem samsvarar rúmlega einu World Class árskorti í Vatnsmýrinni með stúdentaafslætti. Ef ég kæmist hjá því að borga þessi ólögmætu skrásetningargjöld gæti ég fjárfest í slíku árskorti og ég ætti rúmar 5.000 krónur eftir. Þó svo að ólögmæti skrásetningargjaldanna sé illskiljanlegt málefni skiptir máli að stúdentar skilji hvar vandinn liggur. Hér er því tilraun að útskýra í hverju brot skólans felst: Þegar stjórnvöld innheimta þjónustugjöld eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, að rukka fyrir þjónustu. Þjónustugjöld geta t.d. verið fyrir bifreiðaskoðun, prentun á pappír eða aðra þjónustu sem ríkið veitir. Skólinn má ekki rukka gjald sem er hærra en kostnaðurinn við þjónustuna sem hann veitir. Gjaldið má ekki fara í rannsóknir eða kennslu. Einnig verður skólinn að reikna út raunkostnaðinn eða áætla hann með traustum hætti. Þessa útreikninga verða stjórnvöld síðan að birta opinberlega, þannig að hægt sé að sjá með skýrum hætti fyrir hvað er verið að greiða. Fyrirmyndardæmi um þetta er gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, þar sem kemur skýrlega fram að tiltekin þjónusta kostar X krónur. Fyrst og fremst var það á þessu atriði sem HÍ fór út af sporinu. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins eru allir lagðir saman í eitt, þannig að nemendur borga m.a. fyrir þjónustu sem þeir nota aldrei. Þessa gagnrýni má líka einfaldlega orða þannig að skrásetningargjöld HÍ eru falin skólagjöld sem eru lögð á nemendur eins og hver annar skattur. Allir nemendur borga gjaldið og það er notað til að greiða fyrir almennan rekstur skólans, skrásetning er bara lítill hluti af því. Þar að auki dregst hluti af tekjum skólans af skrásetningargjöldunum á hverju ári frá því fjármagni sem HÍ fær frá ríkinu á fjárlögum. Með öðrum orðum breytist fjármagnið sem HÍ fær ekki með skrásetningargjaldinu, en það lækkar útgjöld ríkisins. Stúdentar eru að borga úr sínum vösum til brúa bilið á milli fjármagnsins sem þennan opinbera háskóla vantar og þess sem hann fær frá stjórnvöldum. Það eru ekki skrásetningargjöld í neinum öðrum opinberum háskóla á Norðurlöndunum. Því hefur Röskva lengi talað um að skrásetningargjaldið verði endurskoðað með tilliti til lækkunar eða hreinlega afnáms. Við getum haft skiptar skoðanir á réttmæti þess að hafa skrásetningargjöld við opinbera háskóla, en nemendum verður að vera ljóst fyrir hvað þau eru að greiða. Ef ekki er áhugi fyrir slíku gagnsæi hjá háskólanum, hvers vegna sýna þau ekki þann heiðarleika að kalla gjöldin réttu nafni? Þetta eru bara skólagjöld! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Félagsvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar. Á meðan hann kurrar í köldum potti og vekur víkinga er ég að læra við Háskóla Íslands, sem rukkar mig 75.000 krónur á ári í ólögmæt skrásetningargjöld, sem samsvarar rúmlega einu World Class árskorti í Vatnsmýrinni með stúdentaafslætti. Ef ég kæmist hjá því að borga þessi ólögmætu skrásetningargjöld gæti ég fjárfest í slíku árskorti og ég ætti rúmar 5.000 krónur eftir. Þó svo að ólögmæti skrásetningargjaldanna sé illskiljanlegt málefni skiptir máli að stúdentar skilji hvar vandinn liggur. Hér er því tilraun að útskýra í hverju brot skólans felst: Þegar stjórnvöld innheimta þjónustugjöld eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, að rukka fyrir þjónustu. Þjónustugjöld geta t.d. verið fyrir bifreiðaskoðun, prentun á pappír eða aðra þjónustu sem ríkið veitir. Skólinn má ekki rukka gjald sem er hærra en kostnaðurinn við þjónustuna sem hann veitir. Gjaldið má ekki fara í rannsóknir eða kennslu. Einnig verður skólinn að reikna út raunkostnaðinn eða áætla hann með traustum hætti. Þessa útreikninga verða stjórnvöld síðan að birta opinberlega, þannig að hægt sé að sjá með skýrum hætti fyrir hvað er verið að greiða. Fyrirmyndardæmi um þetta er gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, þar sem kemur skýrlega fram að tiltekin þjónusta kostar X krónur. Fyrst og fremst var það á þessu atriði sem HÍ fór út af sporinu. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins eru allir lagðir saman í eitt, þannig að nemendur borga m.a. fyrir þjónustu sem þeir nota aldrei. Þessa gagnrýni má líka einfaldlega orða þannig að skrásetningargjöld HÍ eru falin skólagjöld sem eru lögð á nemendur eins og hver annar skattur. Allir nemendur borga gjaldið og það er notað til að greiða fyrir almennan rekstur skólans, skrásetning er bara lítill hluti af því. Þar að auki dregst hluti af tekjum skólans af skrásetningargjöldunum á hverju ári frá því fjármagni sem HÍ fær frá ríkinu á fjárlögum. Með öðrum orðum breytist fjármagnið sem HÍ fær ekki með skrásetningargjaldinu, en það lækkar útgjöld ríkisins. Stúdentar eru að borga úr sínum vösum til brúa bilið á milli fjármagnsins sem þennan opinbera háskóla vantar og þess sem hann fær frá stjórnvöldum. Það eru ekki skrásetningargjöld í neinum öðrum opinberum háskóla á Norðurlöndunum. Því hefur Röskva lengi talað um að skrásetningargjaldið verði endurskoðað með tilliti til lækkunar eða hreinlega afnáms. Við getum haft skiptar skoðanir á réttmæti þess að hafa skrásetningargjöld við opinbera háskóla, en nemendum verður að vera ljóst fyrir hvað þau eru að greiða. Ef ekki er áhugi fyrir slíku gagnsæi hjá háskólanum, hvers vegna sýna þau ekki þann heiðarleika að kalla gjöldin réttu nafni? Þetta eru bara skólagjöld! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Félagsvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun