Tölvurnar taka yfir dráttinn Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 08:00 Tyrkinn Hamit Altintop er á meðal þeirra fyrrverandi fótboltamanna sem hjálpað hefur til við að draga í Meistaradeild Evrópu. Getty/Krisitan Skeie UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, mun frá og með næstu leiktíð hætta að fá gamlar fótboltahetjur í flottum fötum til að draga um hvaða lið mætast í Meistaradeild Evrópu. Tölvurnar taka nú við. Flestir kannast eflaust við útsendingar frá Meistaradeildardrætti, eins og þeim sem verður í hádeginu á föstudaginn. Þar mun fólk af holdi og blóði draga kúlur úr skálum til að skera úr um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Þetta breytist hins vegar á næstu leiktíð, samfara miklum breytingum á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Vegna breytinganna gæti það tekið fjórar klukkustundir að draga kúlur úr skálum uppi á sviði, eins og venja er. Meistaradeildin mun nefnilega stækka í 36 liða keppni á næstu leiktíð, og öll liðin verða í sömu deild, í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum eins og í vetur. Hefðu þurft hátt í þúsund kúlur Hvert lið mun svo spila gegn átta andstæðingum, alls fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og yrði tímafrekt að draga um þetta fyrir öll liðin. Liðunum verður skipt í fjóra níu liða styrkleikaflokka, eftir styrkleikalista UEFA sem tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og mun hvert lið spila við tvo mótherja úr hverjum flokki. UEFA segir að ef nota ætti gömlu aðferðina við dráttinn þyrfti allt að 900 kúlur í afar tímafreka athöfn, og þess vegna verði notast við tölvu. Að vísu stendur til að draga um það í hvaða röð liðin fá að vita leikjadagskrána sína, en tölva mun svo sýna hvernig hún lítur út. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Flestir kannast eflaust við útsendingar frá Meistaradeildardrætti, eins og þeim sem verður í hádeginu á föstudaginn. Þar mun fólk af holdi og blóði draga kúlur úr skálum til að skera úr um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Þetta breytist hins vegar á næstu leiktíð, samfara miklum breytingum á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Vegna breytinganna gæti það tekið fjórar klukkustundir að draga kúlur úr skálum uppi á sviði, eins og venja er. Meistaradeildin mun nefnilega stækka í 36 liða keppni á næstu leiktíð, og öll liðin verða í sömu deild, í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum eins og í vetur. Hefðu þurft hátt í þúsund kúlur Hvert lið mun svo spila gegn átta andstæðingum, alls fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og yrði tímafrekt að draga um þetta fyrir öll liðin. Liðunum verður skipt í fjóra níu liða styrkleikaflokka, eftir styrkleikalista UEFA sem tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og mun hvert lið spila við tvo mótherja úr hverjum flokki. UEFA segir að ef nota ætti gömlu aðferðina við dráttinn þyrfti allt að 900 kúlur í afar tímafreka athöfn, og þess vegna verði notast við tölvu. Að vísu stendur til að draga um það í hvaða röð liðin fá að vita leikjadagskrána sína, en tölva mun svo sýna hvernig hún lítur út.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira