Tölvurnar taka yfir dráttinn Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 08:00 Tyrkinn Hamit Altintop er á meðal þeirra fyrrverandi fótboltamanna sem hjálpað hefur til við að draga í Meistaradeild Evrópu. Getty/Krisitan Skeie UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, mun frá og með næstu leiktíð hætta að fá gamlar fótboltahetjur í flottum fötum til að draga um hvaða lið mætast í Meistaradeild Evrópu. Tölvurnar taka nú við. Flestir kannast eflaust við útsendingar frá Meistaradeildardrætti, eins og þeim sem verður í hádeginu á föstudaginn. Þar mun fólk af holdi og blóði draga kúlur úr skálum til að skera úr um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Þetta breytist hins vegar á næstu leiktíð, samfara miklum breytingum á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Vegna breytinganna gæti það tekið fjórar klukkustundir að draga kúlur úr skálum uppi á sviði, eins og venja er. Meistaradeildin mun nefnilega stækka í 36 liða keppni á næstu leiktíð, og öll liðin verða í sömu deild, í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum eins og í vetur. Hefðu þurft hátt í þúsund kúlur Hvert lið mun svo spila gegn átta andstæðingum, alls fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og yrði tímafrekt að draga um þetta fyrir öll liðin. Liðunum verður skipt í fjóra níu liða styrkleikaflokka, eftir styrkleikalista UEFA sem tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og mun hvert lið spila við tvo mótherja úr hverjum flokki. UEFA segir að ef nota ætti gömlu aðferðina við dráttinn þyrfti allt að 900 kúlur í afar tímafreka athöfn, og þess vegna verði notast við tölvu. Að vísu stendur til að draga um það í hvaða röð liðin fá að vita leikjadagskrána sína, en tölva mun svo sýna hvernig hún lítur út. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Flestir kannast eflaust við útsendingar frá Meistaradeildardrætti, eins og þeim sem verður í hádeginu á föstudaginn. Þar mun fólk af holdi og blóði draga kúlur úr skálum til að skera úr um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Þetta breytist hins vegar á næstu leiktíð, samfara miklum breytingum á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Vegna breytinganna gæti það tekið fjórar klukkustundir að draga kúlur úr skálum uppi á sviði, eins og venja er. Meistaradeildin mun nefnilega stækka í 36 liða keppni á næstu leiktíð, og öll liðin verða í sömu deild, í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum eins og í vetur. Hefðu þurft hátt í þúsund kúlur Hvert lið mun svo spila gegn átta andstæðingum, alls fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og yrði tímafrekt að draga um þetta fyrir öll liðin. Liðunum verður skipt í fjóra níu liða styrkleikaflokka, eftir styrkleikalista UEFA sem tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og mun hvert lið spila við tvo mótherja úr hverjum flokki. UEFA segir að ef nota ætti gömlu aðferðina við dráttinn þyrfti allt að 900 kúlur í afar tímafreka athöfn, og þess vegna verði notast við tölvu. Að vísu stendur til að draga um það í hvaða röð liðin fá að vita leikjadagskrána sína, en tölva mun svo sýna hvernig hún lítur út.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira