Ólétt Sandra fagnaði stórum titli Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 09:46 Sandra Erlingsdóttir með bikarinn góða eftir að hafa orðið þýskur bikarmeistari um helgina. Instagram/@sandraerlings Sandra Erlingsdóttir varð um helgina þýskur bikarmeistari í handbolta, með TuS Metzingen, og er aðeins önnur íslenska handboltakonan til að afreka það. Sandra gat ekki tekið þátt í úrslitahelginni að þessu sinni því hún er ólétt. Það kom í ljós á heimsmeistaramótinu í Noregi undir lok síðasta árs, og hefur Sandra því ekki spilað með Metzingen eftir áramót þó að hún hafi æft með liðinu eins og hægt er. Þetta er fyrsti titill Metzingen en liðið vann Oldenburg í undanúrslitum eftir framlengingu, 31-30, og svo Bietigheim í úrslitaleik, 30-28, og fylgdist Sandra spennt með á meðal stuðningsmanna í höllinni. Bietigheim hafði unnið titilinn þrjú síðustu ár í röð. „Öðruvísi úrslitahelgi hjá mér þetta árið en VÁ hvað ég er óendanlega stolt af því að tilheyra þessu liði,“ skrifaði Sandra í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sandra Erlingsdóttir (@sandraerlings) Handboltasérfræðingurinn Ívar Benediktsson bendir á það á handbolti.is, að Sandra sé eftir því sem næst verður komist aðeins önnur íslenska handboltakonan til að verða þýskur bikarmeistari. Það hafi Kristbjörg Magnúsdóttir afrekað fyrst, fyrir 47 árum, þegar hún vann bikarinn með Eintracht Minden. Kristbjörg varð einnig Þýskalandsmeistari í tvígang með liðinu og því hefur engin önnur íslensk handboltakona náð. Þýski handboltinn Tengdar fréttir Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. 6. febrúar 2024 08:00 Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. 5. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Sandra gat ekki tekið þátt í úrslitahelginni að þessu sinni því hún er ólétt. Það kom í ljós á heimsmeistaramótinu í Noregi undir lok síðasta árs, og hefur Sandra því ekki spilað með Metzingen eftir áramót þó að hún hafi æft með liðinu eins og hægt er. Þetta er fyrsti titill Metzingen en liðið vann Oldenburg í undanúrslitum eftir framlengingu, 31-30, og svo Bietigheim í úrslitaleik, 30-28, og fylgdist Sandra spennt með á meðal stuðningsmanna í höllinni. Bietigheim hafði unnið titilinn þrjú síðustu ár í röð. „Öðruvísi úrslitahelgi hjá mér þetta árið en VÁ hvað ég er óendanlega stolt af því að tilheyra þessu liði,“ skrifaði Sandra í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sandra Erlingsdóttir (@sandraerlings) Handboltasérfræðingurinn Ívar Benediktsson bendir á það á handbolti.is, að Sandra sé eftir því sem næst verður komist aðeins önnur íslenska handboltakonan til að verða þýskur bikarmeistari. Það hafi Kristbjörg Magnúsdóttir afrekað fyrst, fyrir 47 árum, þegar hún vann bikarinn með Eintracht Minden. Kristbjörg varð einnig Þýskalandsmeistari í tvígang með liðinu og því hefur engin önnur íslensk handboltakona náð.
Þýski handboltinn Tengdar fréttir Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. 6. febrúar 2024 08:00 Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. 5. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. 6. febrúar 2024 08:00
Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. 5. febrúar 2024 11:00