Svíar og Kanadamenn hefja greiðslur á ný Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 15:25 Tæplega tvær milljónir Gasabúa eru á vergangi á svæðinu vegna átakanna. AP/Fatima Shbair Svíar og Kanadamenn hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) eftir að hafa fryst þær í kjölfar ásakana um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamasliða sjöunda október 2023. Bæði lönd eru meðal sextán landa sem, ásamt Íslandi, frystu greiðslur til aðstoðarinnar í kjölfar þess að ásakanirnar litu dagsins ljós. Síðar kom þó á daginn að starfsmennirnir sem sakaðir voru um aðild að árásunum hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Innri rannsókn á sannleiksgildi ásakana Ísraelsmanna á hendur starfsmanna UNRWA eru yfirstandandi og ekki liggur yfir hvað hafi búið þeim að baki. Í gær var það tilkynnt að Kanada myndi halda greiðslur áfram eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út í dag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Tólf starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar voru bendlaðir við árásir Hamasliða af yfirvöldum í Ísrael í lok janúarmánaðar og var Ísland meðal þeirra landa sem frysti greiðslur til samtakanna til að þrýsta á ítarlega rannsókn. Ísland hefur Flóttamannaaðstoðin eru stærstu samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna starfandi á Gasasvæðinu. Hún veitir heilbrigðisþjónustu, menntun og aðra mannúðaraðstoð ásamt því að veita um þrettán þúsund manns á svæðinu starf. Svíþjóð er fjórði stærsti fjárveitingaraðili stofnunarinnar og Kanada hinn ellefti. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur sagt að ef fullnægjandi skýringar komi fram og nauðsynlegar skýringar verði settar fram sé ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. Ekki náðist í utanríkisráðuneytið varðandi hvort Ísland muni hefja fjárveitingu á ný. Palestína Svíþjóð Kanada Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Bæði lönd eru meðal sextán landa sem, ásamt Íslandi, frystu greiðslur til aðstoðarinnar í kjölfar þess að ásakanirnar litu dagsins ljós. Síðar kom þó á daginn að starfsmennirnir sem sakaðir voru um aðild að árásunum hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Innri rannsókn á sannleiksgildi ásakana Ísraelsmanna á hendur starfsmanna UNRWA eru yfirstandandi og ekki liggur yfir hvað hafi búið þeim að baki. Í gær var það tilkynnt að Kanada myndi halda greiðslur áfram eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út í dag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Tólf starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar voru bendlaðir við árásir Hamasliða af yfirvöldum í Ísrael í lok janúarmánaðar og var Ísland meðal þeirra landa sem frysti greiðslur til samtakanna til að þrýsta á ítarlega rannsókn. Ísland hefur Flóttamannaaðstoðin eru stærstu samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna starfandi á Gasasvæðinu. Hún veitir heilbrigðisþjónustu, menntun og aðra mannúðaraðstoð ásamt því að veita um þrettán þúsund manns á svæðinu starf. Svíþjóð er fjórði stærsti fjárveitingaraðili stofnunarinnar og Kanada hinn ellefti. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur sagt að ef fullnægjandi skýringar komi fram og nauðsynlegar skýringar verði settar fram sé ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. Ekki náðist í utanríkisráðuneytið varðandi hvort Ísland muni hefja fjárveitingu á ný.
Palestína Svíþjóð Kanada Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira