Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 10:17 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir frekari upplýsingar ekki fyrirliggjandi. Vísir/Samsett Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. Mikil óánægja hefur ríkt í sambandi við niðurstöður lokakeppninnar laugardaginn síðasta þegar Hera Björk bar sigur úr býtum í einvíginu gegn Bashar Murad þrátt fyrir að Bashar hafi hlotið talsvert fleiri atkvæði í fyrri umferð kosningarinnar ásamt í atkvæðagreiðslu dómara. Fljótlega eftir að niðurstöður lágu ljósar fyrir í úrslitunum fóru að berast fregnir af meintum göllum á kosningakerfinu. Nokkur fjöldi fólks sagðist hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn og að samband hafi slitnað þegar reynt var að hringja inn atkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri að nánari upplýsingar varðandi úttektina liggi ekki fyrir á þessum tímapunkti. „Leitað hefur verið til sérhæfðs aðila á þessu sviði til að framkvæma óháða úttekt, annað er ekki fyrirliggjandi nú,“ segir Stefán. Teymi Bashars krafðist rannsóknar Lagahöfundur lagsins Wild West sem Bashar flutti í keppninni hefur meðal annars skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann fer fram á að slík sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd. Einar Hrafn Stefánsson, trommari og lagahödfundur, segir í bréfinu að það geti aldrei verið yfir vafa hafið að kosningin hafi verið réttmæt eftir að talsvert magn skilaboða bárust teymi Bashars frá fólki sem sagðist ekki hafa getað kosið hann þetta örlagaríka kvöld. Hann telur óeðlilegt að RÚV hafi talið að stofnunin geti sjálf staðið að slíkri rannsókn. Svo virðist sem hann hafi fengið ósk sína uppfyllta að minnsta kosti að hluta til. „Réttmætar athugasemdir“ um atkvæðagreiðsluna Í gær kom einnig fram að Ásdís María Viðarsdóttir höfundur lags Heru stefni ekki á að fylgja laginu í lokakeppnina í Malmö og sé það samviskunni vegna. Hún segist hafa viljað að Bashar færi út sem fulltrúi Íslands og að úrslitin sitji í sér. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís í samtali við RÚV. Í sömu frétt hefur RÚV eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra að framhald málsins væri enn í skoðun og að afstaða Ásdísar yrði tekin með í reikninginn varðandi hvort Ísland myndi yfirhöfuð senda lag í lokakeppnina. Ýmislegt óljóst Þar kemur fram að RÚV hafi ákveðið að fá óháðan aðila til að gera úttekt á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Stefán vildi ekki tjá sig um hver það væri sem framkvæmdi þessa úttekt, eða hve langan tíma hún muni vara. Frestur til að skila inn gögnum og þar með skráningu í lokakeppnina í Malmö rennur út á mánudaginn og því ekki mikill tími til stefnu sé áætlunin að afgreiða málið áður en lokaákvörðun varðandi þátttöku Íslands sé tekin. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sonurinn gat ekki kosið Bashar Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. 3. mars 2024 14:29 Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. 3. mars 2024 18:41 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Sjá meira
Mikil óánægja hefur ríkt í sambandi við niðurstöður lokakeppninnar laugardaginn síðasta þegar Hera Björk bar sigur úr býtum í einvíginu gegn Bashar Murad þrátt fyrir að Bashar hafi hlotið talsvert fleiri atkvæði í fyrri umferð kosningarinnar ásamt í atkvæðagreiðslu dómara. Fljótlega eftir að niðurstöður lágu ljósar fyrir í úrslitunum fóru að berast fregnir af meintum göllum á kosningakerfinu. Nokkur fjöldi fólks sagðist hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn og að samband hafi slitnað þegar reynt var að hringja inn atkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri að nánari upplýsingar varðandi úttektina liggi ekki fyrir á þessum tímapunkti. „Leitað hefur verið til sérhæfðs aðila á þessu sviði til að framkvæma óháða úttekt, annað er ekki fyrirliggjandi nú,“ segir Stefán. Teymi Bashars krafðist rannsóknar Lagahöfundur lagsins Wild West sem Bashar flutti í keppninni hefur meðal annars skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann fer fram á að slík sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd. Einar Hrafn Stefánsson, trommari og lagahödfundur, segir í bréfinu að það geti aldrei verið yfir vafa hafið að kosningin hafi verið réttmæt eftir að talsvert magn skilaboða bárust teymi Bashars frá fólki sem sagðist ekki hafa getað kosið hann þetta örlagaríka kvöld. Hann telur óeðlilegt að RÚV hafi talið að stofnunin geti sjálf staðið að slíkri rannsókn. Svo virðist sem hann hafi fengið ósk sína uppfyllta að minnsta kosti að hluta til. „Réttmætar athugasemdir“ um atkvæðagreiðsluna Í gær kom einnig fram að Ásdís María Viðarsdóttir höfundur lags Heru stefni ekki á að fylgja laginu í lokakeppnina í Malmö og sé það samviskunni vegna. Hún segist hafa viljað að Bashar færi út sem fulltrúi Íslands og að úrslitin sitji í sér. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís í samtali við RÚV. Í sömu frétt hefur RÚV eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra að framhald málsins væri enn í skoðun og að afstaða Ásdísar yrði tekin með í reikninginn varðandi hvort Ísland myndi yfirhöfuð senda lag í lokakeppnina. Ýmislegt óljóst Þar kemur fram að RÚV hafi ákveðið að fá óháðan aðila til að gera úttekt á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Stefán vildi ekki tjá sig um hver það væri sem framkvæmdi þessa úttekt, eða hve langan tíma hún muni vara. Frestur til að skila inn gögnum og þar með skráningu í lokakeppnina í Malmö rennur út á mánudaginn og því ekki mikill tími til stefnu sé áætlunin að afgreiða málið áður en lokaákvörðun varðandi þátttöku Íslands sé tekin.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sonurinn gat ekki kosið Bashar Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. 3. mars 2024 14:29 Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. 3. mars 2024 18:41 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Sjá meira
Sonurinn gat ekki kosið Bashar Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. 3. mars 2024 14:29
Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. 3. mars 2024 18:41
Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56