Skórinn skal passa- sama hvað tautar og raular! Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar 6. mars 2024 10:01 Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn. Nú á þann hátt að það minnir óþægilega á ævintýrið um Öskubusku, þar sem það eina sem yfirstíga þurfti til að önnur stjúpsystra söguhetjunnar, fengi að lifa hamingjusöm til æviloka með prinsinum fagra, var nettur glerskór. Við munum öll hver framvindan var, vonda stjúpan veigraði sér ekki við að höggva tær af dætrum sínum til að fætur þeirra pössuðu í skóinn. Í skóinn skyldu þær hvað sem tautaði og raulaði! Í okkar raunveruleika má segja að óskhyggja meirihlutans sé ígildi óljósrar ímyndar prinsins, og að meirihlutinn sjálfur sé í hlutverki vondu stjúpunnar sem veigrar sér ekki við að höggva af starfsemi Rokksafnsins og tónlistarskólans, til að hægt sé að troða bókasafninu í sama húsnæði, hálf löskuðu. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar leggjumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið gegn því að bókasafnið verði flutt í Hljómahöll og á sama tíma verði Rokksafni Íslands lokað. Það er óskiljanlegt að ákvörðun sem þessi skuli tekin, án þess að fyrir liggi heildræn sýn á nýtingu menningarhúsnæðis sveitarfélagsins, hvaða hlutverki hver og ein stofnun eigi að gegna og hvernig efla megi menningarstarf til framtíðar. Heildræn sýn er ekki til staðar, heldur er ítrekað gripið til spennandi hugtaka í máttlausri tilraun til rökstuðnings. Það skal stórefla tónleika- og viðburðahald, bjóða upp á upplestur, fjölbreyttar sýningar og allskonar smiðjur. Gott og vel, við fögnum að sjálfsögðu að unnið skuli að metnaðarfullu og fjölbreyttu menningarstarfi. Þegar spurt er um heildarsýn, hvaða menningarhús eigi að bjóða upp á hvað, er hins vegar fátt um svör frá meirihlutanum. Svo virðist sem meirihlutanum þyki best að þær stofnanir, sem heyra undir menningarhluta menningar- og þjónustusviðs, grautist allar í öllu, starfi hver í sínu horni með sína eigin stefnu og framtíðarsýn með tilheyrandi losarabrag. Við skulum þó halda því til haga, að þegar hugmyndin var fyrst viðruð og bæjarráð hafði samþykkt að taka hana til nánari skoðunar, var sett á laggirnar nefnd. Nefndin átti að fjalla um fýsileika þess að flytja bókasafnið í Hljómahöll og var undirrituð skipuð sem fulltrúi minnihluta í þeirri vinnu. Til grundvallar var framtíðarsýn bókasafnsins sem unnin var árið 2019 og gildir til 2030 (við erum sem sagt þegar hálfnuð með þann tíma sem framtíðarsýnin tekur til). Eins voru lagðar fram teikningar arkitekta af svæðum sem bókasafnið fengi til afnota í Hljómahöll. Í framtíðarsýn bókasafnsins kemur berlega í ljós að húsnæðisþörf þess verði ekki mætt nema til hálfs við flutning í Hljómahöll, þrátt fyrir að húsnæði tónlistarskólans verði skert og Rokksafninu lokað. Þvi er skemmst frá að segja að nefndin varð hvorki fugl né fiskur og var slitið af þáverandi formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingar, eftir þrjá fundi. Ljóst var að hið sanna markmið nefndarinnar náðist ekki, enda var það, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, að sannfæra fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ágæti þessarar hugmyndar án þess að færa fyrir henni fullnægjandi rök. Þá niðurstöðu meirihlutans hefði allt eins mátt orða svo; „Nefndin komst ekki að samkomulagi þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkti ekki flutning bókasafns í Hljómahöll þegjandi og hljóðalaust, heldur fór fram á að nánari greining á hugmynd meirihlutans, uppfærð þarfagreining og framtíðarsýn bókasafns, heildstæð skoðun á húsnæðismálum menningarstofnana og vel unnin kostnaðaráætlun, væri lögð fram.“ Undirrituð lagði sem sagt áherslu á, að til að komast að ábyrgri niðurstöðu, væri mikilvægt að faglegri vinnubrögðum væri beitt, og nánari skoðun færi fram á því hvernig framtíð bókasafnsins og annarra menningarstofnana sveitarfélagsins í heild væri best fyrir komið. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur í svona verkefnum og ljóst að heildarsýn á notkun menningarhúsnæðis sveitarfélagsins er ekki til staðar og svo virðist sem slík vinnubrögð séu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar um megn. Helga Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn. Nú á þann hátt að það minnir óþægilega á ævintýrið um Öskubusku, þar sem það eina sem yfirstíga þurfti til að önnur stjúpsystra söguhetjunnar, fengi að lifa hamingjusöm til æviloka með prinsinum fagra, var nettur glerskór. Við munum öll hver framvindan var, vonda stjúpan veigraði sér ekki við að höggva tær af dætrum sínum til að fætur þeirra pössuðu í skóinn. Í skóinn skyldu þær hvað sem tautaði og raulaði! Í okkar raunveruleika má segja að óskhyggja meirihlutans sé ígildi óljósrar ímyndar prinsins, og að meirihlutinn sjálfur sé í hlutverki vondu stjúpunnar sem veigrar sér ekki við að höggva af starfsemi Rokksafnsins og tónlistarskólans, til að hægt sé að troða bókasafninu í sama húsnæði, hálf löskuðu. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar leggjumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið gegn því að bókasafnið verði flutt í Hljómahöll og á sama tíma verði Rokksafni Íslands lokað. Það er óskiljanlegt að ákvörðun sem þessi skuli tekin, án þess að fyrir liggi heildræn sýn á nýtingu menningarhúsnæðis sveitarfélagsins, hvaða hlutverki hver og ein stofnun eigi að gegna og hvernig efla megi menningarstarf til framtíðar. Heildræn sýn er ekki til staðar, heldur er ítrekað gripið til spennandi hugtaka í máttlausri tilraun til rökstuðnings. Það skal stórefla tónleika- og viðburðahald, bjóða upp á upplestur, fjölbreyttar sýningar og allskonar smiðjur. Gott og vel, við fögnum að sjálfsögðu að unnið skuli að metnaðarfullu og fjölbreyttu menningarstarfi. Þegar spurt er um heildarsýn, hvaða menningarhús eigi að bjóða upp á hvað, er hins vegar fátt um svör frá meirihlutanum. Svo virðist sem meirihlutanum þyki best að þær stofnanir, sem heyra undir menningarhluta menningar- og þjónustusviðs, grautist allar í öllu, starfi hver í sínu horni með sína eigin stefnu og framtíðarsýn með tilheyrandi losarabrag. Við skulum þó halda því til haga, að þegar hugmyndin var fyrst viðruð og bæjarráð hafði samþykkt að taka hana til nánari skoðunar, var sett á laggirnar nefnd. Nefndin átti að fjalla um fýsileika þess að flytja bókasafnið í Hljómahöll og var undirrituð skipuð sem fulltrúi minnihluta í þeirri vinnu. Til grundvallar var framtíðarsýn bókasafnsins sem unnin var árið 2019 og gildir til 2030 (við erum sem sagt þegar hálfnuð með þann tíma sem framtíðarsýnin tekur til). Eins voru lagðar fram teikningar arkitekta af svæðum sem bókasafnið fengi til afnota í Hljómahöll. Í framtíðarsýn bókasafnsins kemur berlega í ljós að húsnæðisþörf þess verði ekki mætt nema til hálfs við flutning í Hljómahöll, þrátt fyrir að húsnæði tónlistarskólans verði skert og Rokksafninu lokað. Þvi er skemmst frá að segja að nefndin varð hvorki fugl né fiskur og var slitið af þáverandi formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingar, eftir þrjá fundi. Ljóst var að hið sanna markmið nefndarinnar náðist ekki, enda var það, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, að sannfæra fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ágæti þessarar hugmyndar án þess að færa fyrir henni fullnægjandi rök. Þá niðurstöðu meirihlutans hefði allt eins mátt orða svo; „Nefndin komst ekki að samkomulagi þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkti ekki flutning bókasafns í Hljómahöll þegjandi og hljóðalaust, heldur fór fram á að nánari greining á hugmynd meirihlutans, uppfærð þarfagreining og framtíðarsýn bókasafns, heildstæð skoðun á húsnæðismálum menningarstofnana og vel unnin kostnaðaráætlun, væri lögð fram.“ Undirrituð lagði sem sagt áherslu á, að til að komast að ábyrgri niðurstöðu, væri mikilvægt að faglegri vinnubrögðum væri beitt, og nánari skoðun færi fram á því hvernig framtíð bókasafnsins og annarra menningarstofnana sveitarfélagsins í heild væri best fyrir komið. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur í svona verkefnum og ljóst að heildarsýn á notkun menningarhúsnæðis sveitarfélagsins er ekki til staðar og svo virðist sem slík vinnubrögð séu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar um megn. Helga Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar