Dagur kom á óvart og sleppti stórstjörnu Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 15:31 Dagur Sigurðsson fer beint í djúpu laugina sem nýr þjálfari Króatíu því fram undan er umspil um sæti á Ólympíuleikunum. Instagram/@hrs_insta Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum. Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021. Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir. Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar. Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021. Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir. Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar. Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb
Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb
Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira