Hópnauðgun á ferðamanni á Indlandi vekur athygli og reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 09:12 Nauðganir og kynferðisofbeldi á Indlandi komast nú oftar í fréttirnar en áður en tugþúsundir árása eru tilkynntar á ári hverju. Hópnauðgun sem átti sér stað í Dumki í Jharkhand-ríki á Indlandi hefur vakið mikla athygli og reiði en fjórir hafa verið handteknir í tengslum við árásina og þriggja er leitað. Fórnarlamb árásarinnar var 28 ára kona með ríkisfang í Brasilíu og á Spáni, sem var á mótorhjólaferðalagi með eiginmanni sínum. Þau höfðu þegar farið um nokkur ríki í Asíu þegar þau komu til Indlands fyrir nokkrum mánuðum. Svo virðist sem þau hafi greint frá ferðalögum sínum á Instagram, þar sem þau eru með um 234 þúsund fylgjendur. Í myndskeiðum sem þau birtu um helgina, en hafa nú verið fjarlægð, greindu þau frá árásinni. Konan sagði sjö menn hafa ráðist á sig og nauðgað sér; svo virðist sem nauðgunin hafi verið markmið árásarinnar þar sem þeir tóku ekki mikið af verðmætum á brott með sér. Þá beittu þeir konuna og mann hennar ofbeldi og hótuðu að drepa þau. „Munnurinn minn er ónýtur,“ sagði maðurinn í öðru myndskeiði. „En konan mín er verri. Þeir börðu mig nokkrum sinnum með hjálminum, með grjóti í höfuðið. Guði sé lof að hún var í jakkanum; það dró aðeins úr höggunum.“ Að sögn lögregluyfirvalda tókst parinu að vekja athygli lögreglumanna á vakt, sem flutti þau á heilbrigðisstofnun. Samkvæmt sendiráði Brasilíu á Indlandi varð parið fyrir alvarlegri árás. Búið var að hafa samband við sendiráð Spánar, þar sem parið framvísaði spænskum vegabréfum til að komast inn í landið. Spænska sendiráðið tísti í gær að fólk þyrfti að standa saman í því að binda enda á kynbundið ofbeldi. Samkvæmt umfjöllun Reuters hafa konur stigið fram um helgina og lýst kynferðisáreitni og -ofbeldi á ferðalögum um Indland. Umræða um kynbundið ofbeldi jókst til muna í landinu í kjölfar atviks árið 2012, þegar hópur manna nauðgaði konu að nafni Jyoti Singh um borð í strætisvagni. Singh lést af sárum sínum. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Fórnarlamb árásarinnar var 28 ára kona með ríkisfang í Brasilíu og á Spáni, sem var á mótorhjólaferðalagi með eiginmanni sínum. Þau höfðu þegar farið um nokkur ríki í Asíu þegar þau komu til Indlands fyrir nokkrum mánuðum. Svo virðist sem þau hafi greint frá ferðalögum sínum á Instagram, þar sem þau eru með um 234 þúsund fylgjendur. Í myndskeiðum sem þau birtu um helgina, en hafa nú verið fjarlægð, greindu þau frá árásinni. Konan sagði sjö menn hafa ráðist á sig og nauðgað sér; svo virðist sem nauðgunin hafi verið markmið árásarinnar þar sem þeir tóku ekki mikið af verðmætum á brott með sér. Þá beittu þeir konuna og mann hennar ofbeldi og hótuðu að drepa þau. „Munnurinn minn er ónýtur,“ sagði maðurinn í öðru myndskeiði. „En konan mín er verri. Þeir börðu mig nokkrum sinnum með hjálminum, með grjóti í höfuðið. Guði sé lof að hún var í jakkanum; það dró aðeins úr höggunum.“ Að sögn lögregluyfirvalda tókst parinu að vekja athygli lögreglumanna á vakt, sem flutti þau á heilbrigðisstofnun. Samkvæmt sendiráði Brasilíu á Indlandi varð parið fyrir alvarlegri árás. Búið var að hafa samband við sendiráð Spánar, þar sem parið framvísaði spænskum vegabréfum til að komast inn í landið. Spænska sendiráðið tísti í gær að fólk þyrfti að standa saman í því að binda enda á kynbundið ofbeldi. Samkvæmt umfjöllun Reuters hafa konur stigið fram um helgina og lýst kynferðisáreitni og -ofbeldi á ferðalögum um Indland. Umræða um kynbundið ofbeldi jókst til muna í landinu í kjölfar atviks árið 2012, þegar hópur manna nauðgaði konu að nafni Jyoti Singh um borð í strætisvagni. Singh lést af sárum sínum.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira